Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 14
Ef það klikkar í fyrstu þá reynirðu aftur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir brenndi af í góðu færi í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök þar sem Eyjamærin kom Íslandi yfir síðar í leiknum. Stelpurnar
okkar fylgdu eftir góðum sigri á Írum fyrir helgi með öðrum sigri í gær og fara þær því fullar sjálfstrausts inn í undankeppni HM í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einar Óli Þorvarðarson,
sjúkraþjálfari hjá Val, segir að
hjartaáfallið sem Christian
Eriksen fékk um síðustu helgi
ætti að vekja félögin á Íslandi
til umhugsunar um verkferla
og aðbúnað á leikjum þeirra.
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Þeir sem urðu vitni að
leik Danmerkur og Finnlands á
Evrópumótinu í fótbolta karla á
laugardaginn var voru slegnir óhug
þegar Christian Eriksen, leikmaður
danska liðsins, fór í hjartastopp.
Til allrar hamingju voru við-
bragðsaðilar snöggir á svæðið og
náðu að bjarga lífi Eriksen. Einar
Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari
Vals, segir atvikið þurfa að vekja
íslensk félög til umhugsunar um
að skerpa á verkferlum sínum og
fara yfir hvernig bregðast skuli við
í atvikum eins og þessum.
„Verkferlar eru í grunninn bara
eins og við lærum úr endurlífg-
unarnámskeiðum. Við metum
hættuna, athugum svörun ein-
staklingsins, öndunarveg, öndun,
púls sem og meðvitund.
Eftir að kanna þetta allt tökum
við svo ákvörðun um hver séu
næstu skref, endurlífgun eða hver
næstu skref verða,“ segir Einar Óli
um fyrstu viðbrögð.
„Við sjúkraþjálfarar eigum flest
að kunna þetta að mínu mati. En
aðrir verkferlar eru því miður ekki
mjög skýrir finnst mér á venju-
legum deildarleikjum. Það eru
eingöngu sjúkraþjálfarar á leikjum,
nær alltaf, ekki læknar, bráðaliðar
og sjaldnast er sjúkrabíll á svæðinu.
Það eiga reyndar að vera stuð-
tæki á öllum völlum, eða í vallar-
húsum vallanna. Að mínu mati
má gera betur og það getur tapast
mikilvægur tími í að sækja tækið ef
svona atvik kemur upp.
Hjarta má ekki vera stopp nema í
örfáar mínútur ef við viljum koma í
veg fyrir heilaskaða. Því tel ég að við
sem erum á vellinum ættum að vera
með stuðtæki í sérstakri neyðar-
tösku á hliðarlínunni til að spara
okkur tíma, sem gæti skipt sköpum
og bjargað miklu,“ segir hann.
Þarf að viðhalda þekkingunni
„Þannig verkferla ættum við að
setja í gang og staðla betur að mínu
mati. Svo má bæta við að við sjúkra-
þjálfarar fáum ekki endilega þá
menntum sem við þurfum í háskóla-
náminu okkar til að takast á við slys
sem gætu gerst á vellinum.
Við nemum auðvitað fyrstu hjálp
og endurlífgun, en ég myndi vilja
gera betur.
Að mínu mati ætti að þurfa leyfi
til að starfa sem hluti af viðbragðs-
teymi á leikjum með KSÍ.
Ef við sjúkraþjálfarar viljum
standa okkur betur og vera betur í
stakk búin til að takast á við svona
slys sem og önnur á leikvellinum þá
þurfum við að sækja fleiri námskeið
á þessu sviði, oftar og með styttra
millibili til að halda þekkingunni
ferskri,“ segir Einar Óli.
„KSÍ var með eitt slíkt hér fyrir
nokkrum árum en því miður hefur
ekki orðið eftirfylgni á því sem er
miður. Það var síðan annað nám-
skeið sem kollegi minn f lutti sér-
staklega inn til landsins sem fjallaði
um bráðahjálp á leikvelli og meðal
annars endurlífgun með stuðtækj-
um. Það var alveg frábært að fá það.
En það þarf að vera meira af þessu að
mínu mati,“ segir sjúkraþjálfarinn
um atriði sem mætti bæta.
Félögin þurfa stöðugt að minna á
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri KSÍ, segir að sambandið
geti veitt félögunum ráðgjöf hvað
skyndihjálp varðar og aðstoð við
Hvatning til félaga að skerpa verkferla
utanumhald reglulegra hjartaskoð-
ana leikmanna og námskeiðahald.
Það sé hins vegar ómögulegt fyrir
KSÍ að sjá um að aðbúnaður sé í lagi
á öllum deildarleikjum eða hafa
eftirlit með að félögin sinni sínu
hlutverki eins og best verði á kosið.
„Það kemur fram í leyfiskerfi KSÍ
að félögin sem falla þar undir þurfi
að hafa í sinni þjónustu lækna og
sjúkraþjálfara. Þá þarf árlega að
senda leikmenn í hjartaskoðun. Þar
að auki er ákvæði í staðalsamningi
KSÍ að til staðar hjá félögum þurfi
að vera læknir og sjúkraþjálfari.
Það er ekki möguleiki fyrir KSÍ
að hafa eftirlit með því að þessu sé
sinnt. Þetta atvik er áminning um
það hversu mikilvægt sé að fólk fari
á námskeið í skyndihjálp.
Þá er það félaganna að búa til
verkferla með þeim einstaklingum
sem þeir skipa í viðbragðsteymi
sitt. Mikilvægt er svo að starfsmenn
félaganna séu fullmeðvitaðir um
það hvar hjartastuðtæki er stað-
sett þannig að hægt sé að komast
í það eins skjótt og auðið er,“ segir
Klara. n
Fótbolta-
heimurinn
stóð saman á
laugardagnn
og bað bænir
þegar Christian
Eriksen barðist
fyrir lífi sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Einar Óli
Þorvarðarson,
sjúkraþjálfari
hjá Val.
Anfield mun taka 61.000 í sæti.
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Enska fótboltafélaginu
Liverpool hefur verið veitt leyfi
af borgaryfirvöldum til þess að
stækka Anfield um 7.000 sæti.
Eftir þær framkvæmdir getur
Liverpool tekið á móti 61.000 áhorf-
endum á heimaleiki sína.
Borgaryfirvöld hafa ákveðið
að setja 60 milljónir punda úr borg-
arsjóði í framkvæmdina.
Andy Hughes, framkvæmdastjóri
Liverpool, segir þetta vera gríðar-
legan áfanga fyrir félagið.
Auk þess að stækka stúkuna verð-
ur byggt nýtt svæði fyrir fjölskyldur
til þess að koma saman fyrir leiki
Liverpool og veitingaaðstaða fyrir
boðsgesti.
Á fundi borgarstjórnar Liverpool-
borgar var Liverpool einnig veitt
heimild til þess að halda sex stóra
viðburði á næstu fimm árum, annað
hvort tónleika eða annars konar
atburði.
Ekki var samstaða um þá ákvörð-
un en hópur fólks hefur áhyggjur
af ágangi á Stanley Park í kringum
viðburðina. Meirihluti studdi hins
vegar tillöguna. n
Liverpool heimilt
að stækka Anfield
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Réttarhöld standa nú yfir
í Argentínu vegna andláts þjóðhetj-
unnar Diego Armando Maradona
sem andaðist rúmlega sextugur að
aldri í nóvember á síðasta ári.
Í gær var tekinn vitnisburður af
einum hjúkrunarfræðinganna sem
ákærðir hafa verið fyrir manndráp
af gáleysi.
Hjúkrunarfræðingurinn Ricardo
Almiron var á næturvöktum sem
hjúkrunarfræðingur knattspyrnu-
goðsagnarinnar. Almiron sagði
fyrir rétti í gær að honum hafi verið
uppálagt að trufla ekki nætursvefn
Maradona.
Almiron er einn sjö hjúkr-
unarfræðinga sem sakaður er
um vanrækslu í starfi í kringum
andlát Maradona. Hann sagði Mara-
dona hafa andað eðlilega og verið í
fastasvefni þegar hann kannaði
ástand hans nokkrum klukku-
stundum áður en hann lést.
Maradona fékk hjartaáfall sem
varð banamein hans en hann hafði
skömmu fyrir andlátið gengist
undir aðgerð vegna blóðtappa í
heila.
Fyrir rétti hefur verið lagt fram
álit 20 óháðra sérfræðinga þar sem
fram kemur að umönnun Maradona
hafi verið ábótavant. n
Var bannað að
vekja Maradona
Stytta af knattspyrnugoðsögninni.
ÍÞRÓTTIR 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ