Fréttablaðið - 16.06.2021, Side 25

Fréttablaðið - 16.06.2021, Side 25
Oft er nóg að gera lífsstílsbreytingu til að léttast. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk vilji grennast. Einnig er munur á því að missa fá kíló eða mörg. Hvort ætli sé betra að einbeita sér að breytingum á mataræði eða hreyfingu til að léttast? Oft fylgist það að þegar fólk byrjar að hreyfa sig reglulega að mataræðið breytist sjálfkrafa. Í raun skilar það bestum árangri. 30 mínútna hreyfing á dag stuðlar að betri heilsu og ekki síst verður skapið betra. Margar litlar og reglulegar mál- tíðir með áherslu á fitusnauðar vörur getur aukið þyngdartap. Lífs- stílsbreytingu á að gera til lengri tíma. Það er ekki heppilegt til árangurs að svelta sig. Nauðsynlegt er að skipta út sykruðum gos- drykkjum fyrir sykurlausa. Vatnið er þó best. Heilbrigt mataræði og lífsstíll með hreyfingu er besta leiðin til að ná varanlegu þyngda- tapi. Ekki sleppa samt öllu sem þér finnst gott. Það er allt í lagi að leyfa sér góðgæti stundum en þá er mun minni hætta á að gefast upp. Skyndilausnir eru aldrei til góðs. Ekki heldur ofþjálfun. Best er að fara rólega af stað í upphafi og bæta sig eftir því sem þrekið verður meira. n Lífsstílsbreyting til frambúðar Verkur í kálfa getur til dæmis bent til blóðtappa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Blóðtappar í bláæðum myndast oft hægt með vaxandi bólgum, sársauka og litabreytingum á fæti, en þessi einkenni líkjast oft ein- kennum sýkingar eða netjubólgu. Blóðtappar í slagæðum myndast aftur á móti skyndilega þegar hörsl í æðaveggjum losnar og stíflar æðar. Við það tapast tilfinning og hreyfigeta í fæti, fóturinn hvítnar og verður aumur og sjúklingur getur orðið mjög kvalinn. Ef þetta gerist í mikilvægum slagæðum, til dæmis þeim er liggja til hjarta eða heila, getur það valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Helsta ástæða blóðtappamynd- unar í bláæðum er hreyfingarleysi, til dæmis á löngum ferðalögum og hjá rúmliggjandi fólki. Erfðagalli í einhverjum hinna fjölmörgu þátta blóðstorkuferlisins getur einnig valdið því að sumir einstaklingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir blóðtappamyndun. Almennir áhættuþættir blóð- tappa eru hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og reykingar. Fjölskyldusaga skiptir einnig miklu máli. Ófrískar konur eru svo í aukinni áhættu á að fá blóðtappa í fætur. n Heimild: doktor.is Þekktu einkenni blóðtappa í fæti Ganga í náttúrunni er endurnærandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að ganga úti í ósnortinni náttúru er ómetanlegt. Kyrrðin og róin gefa huganum tækifæri til að hvílast og njóta augnabliksins. Hvort sem fólk er eitt á ferð eða í hópi góðra vina getur útivist verið eins og góður sálfræðitími. Auk þess að vera eins og vítamín sprauta fyrir andlega heilsu þá er útivist líka kjörin líkamsrækt sem hentar flestum. Fyrir óvana eru léttar göngur á jafnsléttu úti í fersku lofti kjörin leið til að hreyfa stirða vöðva og fá ferskt súrefni til að streyma um æðarnar. Fyrir lengra komna er hægt að njóta náttúrunnar við meira krefjandi aðstæður eins og með fjallgöngum eða fjalla- hlaupum. Eftir góða hreyfingu í náttúrinni endurnærist fólk á sál og líkama og er tilbúnara að takast á við áskoranir dagsins. n Hressandi útivera KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK Sími 8341809 BOEL boelisland Opið mánud. - föstud. 12-18 laugard. 12-16 www.boel.is AFSLÁTTARVIKA 16.-21. JÚNÍ Í BÓEL RUNDHOLZ fatnaður -20% K&M, studiob3 og YAYA fatnaður-30% Trippen skór -20-30% Mandarina Duck töskur 20-50% Antipodes húðvörur -20% ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.