Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Page 3

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Page 3
STARFSMANNABLAÐIÐ 3 því að taka tillit til vöruskortsins við útreikning hennar, þannig að vísitalan yrði látin hækka ef vöruskortur ykist, en lækka, ef áður ófáanlegar vörur yrðu fáanlegar. Af því, er nú hefur verið sagt, má draga þá ályktun, að það er frumskil- yrði þess, að kaupmáttur launanna verði tryggður, að séð verði fyrir því, að nauð- synlegustu vörur séu fáanlegar á hverj- um tíma. Af hálfu stjórnarvaldanna er því að jafnaði borið við, að gjaldeyris- ástæður séu því til hindrunar, að séð verði fyrir nægu framboði nauðsynja- vöru hverju sinni. Því ber síður en svo að neita, að gjaldeyrisskorturinn sé raunverulegur, en á það má þó benda, að fyrir stríðið var enginn skortur brýnustu nauðsynja, þótt gjaldeyris- tekjur á íbúa voru þá til muni minni en nú er, jafnvel þótt miðað sé við slíkt árferði, sem verið hefur í ár. Nauðsynja- skorturinn hefur því a. m. k. að þessu ekki verið óumflýjanleg afleiðing gjald- eyrisskorts, heldur stafað af hinu, að þeim gjaldeyri, sem fyrir hendi er, hefur verið ráðstafað til annars en þess sem kalla má brýnar nauðsynjar. Marg- ur mun nú segja sem svo, að raunar væri hægt að auka innflutning nauð- synjarvöru, en þá yrði að takmarka verklegar framkvæmdir verulega frá því sem nú er, og slíkt sé ekki æskilegt. Ekki ber að gera lítið úr nauðsyn þess fyrir okkar þjóðfélag, að haldið sé uppi miklum verklegum framkvæmdum, en sé launþegum alvara með það að bæta kjör sín eða koma í veg fyrir frekari skcrðingu lífskjara en orðin er, mega þeir ekki aðhyllast það sjónarmið, að innflutningur fjárfestingarvöru eigi alltaf að sitja fyrir neyzluvöruinnflutn- ingi. Því að án þess að gert sé á neinn hátt lítið úr svokallaðri nýsköpun undanfar- inna ára, þá má ekki loka augunum fyr- ir því, að verulegur hluti þessara fram- kvæmda, sem lagt hefur verið í, hefur aldrei gefið af sér neinn arð, og mjög undir hælinn lagt, hvort svo verði nokkru sinni. Afkastageta margra iðn- greina er nú t. d. meira en tvöföld á við það sem vera þyrfti til fullnæging- ar innlendum markaði. Því fé, sem var- ið hefur verið til slíkrar aukningar af- kastagetunnar hefur þannig beinlínis verið kastað í sjóinn. Almenningur hef- ur þannig orðið að herða að sér mittis- ólina vegna þessara framkvæmda án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Niðurstaðan af þessu verður því sú, að ef þjóðarbúskapurinn ekki verður fyrir ófyrirsjáanlegum áföllum, þá sé þrátt fyrir gjaldeyrisástæðuna hægt að sjá fyrir nægu framboði nauðsynja- vöru, þannig að kröfur launþeganna í þessu efni á hendur stjórnarvöldunum séu réttmætar. Ef tryggt er nægilegt framboð er- iendra nausynjavara er að mínu áliti yfirstíginn örðugasti hjallinn hvað snertir lausn þess vandamáls, að tryggja kaupmátt launanna. Tiltölulega auðvelt ætti að vera að tryggja kaupmátt þeirra gagnvart innlendum nauðsynjavörum, en ekki er rúm til þess að gera því efni nánari skil hér, enda var sú hlið máls- ins tekin nokkuð til meðferðar í sam- þykktum þingsins. Ef tiyggt er hinsvegar, að nægt framboð sé fyrir hendi á hverjum tima af erlendum og innlendum nauðsynjum, er hitt auðvitað hægur vandi, að ákveða slíkt kaupgjald handa launafólki, eða nægi til þess að kaupa það magn nauð- synja, sem telja verður skilyrði þess,

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.