Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Qupperneq 4

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Qupperneq 4
4 STARFSMANNABLAÐIÐ Þingtíðindi 13. þings B.S.R.B. Þingið var sett í Flugvallahótelinu í Reykjavík föstudaginn 27. okt., 1950 kl. 16,15 af formanni bandalagsins Ólafi Björnssyni prófessor. Bauð hann velkomna til þings full- trúa og gesti. Forseti Alþýðusambands Islands, Helgi Hannesson bæjarstjóri í Hafnar- firði flutti kveðjur og árnaðaróskir Al- þýðusambandsins og lýsti ánægju sinni yfir samstarfi þessara samtaka á sl. ári. Formaður Sambands íslenzkra banka- manna Einvarður Hallvarðsson bar að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Á hinn bóginn má svo ekki loka aug- unum fyrir því, að allar almennar kaup- hækkanir eru gagnslausar, ef ekki er séð fyrir auknu vöruframboði. Kauphækk- anirnar koma þá aðeins fram í aukinni dýrtíð og vöruskorti, án þess að laun- þegarnir séu nokkru bættari. Má í þessu efni vísa til niðurstaðna álitsgerðar samstarfsnefndar A.S.I og B.S.R.B. frá s.l sumri. Það viðbragð af hálfu laun- þegasamtakanna að krefjast hækkunar til samræmis hækkunar vísitölu, er því óyndisúrræði að því leyti, að með því verður ekki þeim tilgangi náð að tryggja kaupmátt launanna og þar með lífskjör- in, nema litið sé yfir mjög skamman tíma. En þess má vænta, að stjórnar- völdin sýni kröfum almennings í þess- um efnum þann skilning, að ekki komi til átaka í því formi. Ólafur Björnsson. þinginu kveðjur sambandsins og ósk- aði þinginu allra heilla í starfi þess. Formaður bandalagsins þakkaði hlýj- ar kveðjur og árnaðarorð þessara gesta þingsins og skýrði síðan frá því að hann hefði skipað í kjörbréfanefnd þá Guð- jón B. Baldvinsson, Karl Á. Torfason og Magnús Eggertsson. Formaður og frsm. kjörbréfanefndar lýsti síðan áliti nefndarinnar og tillögu hennar um að tekin yrðu gild kjörbréf fyrir 80 aðalfulltrúa frá öllum-23-félög- um bandalagsins, og höfðu þá öll félög- in sent fulla tölu samkv. lögum B.S.R.B. nema Starfsmannafélag Siglufjarðar- bæjar, er átti rétt til tveggja fulltrúa en sendi aðeins einn. 73 fulltrúar voru þá mættir til þings, og voru tillögur nefndarinnar samþykktar einróma. Starfsmenn þingsins voru síðan kjörn- ir einróma samkv. tillögu stjórnarinnar. 1. forseti Helgi Hallgrímsson (Stm.fél. Rvíkurbæjar), 2. forseti Björn L. Jóns- son (ftr.Stmfél. ríkisstofn.), 3. forseti Maríus Helgason (ftr. F.I.S). Ritarar voru kjörnir: Guðjón Gunnarsson, ftr., Magnús Eggertsson varðstj., Karl Hall- dórsson tollv. og Jónas Eysteinss kenn- ari. (varaftr. frá S.I.B.) / nefndanefnd voru kjörin einróma: Hjálmar Blöndal ftr., Valborg Bentsd., aðalritari, Ingibjörg Ögmundsd., sím- stjóri, Jónas Jósteinsson kennari, Stef- án Árnason yfirlögrþj., Steingrímur Pálsson símritari og Matthías Guð- mundss. póstm. Fjölgun þingnefnda: Þeir Guðjón B. Baldvinsson og Ólafur Björnsson gerðu

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.