Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Síða 7

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Síða 7
STARFSMANNABLAÐIÐ r flokka að ræða, sem yfirleitt voru til hækkunar. Störfum nefndarinnar varð ekki lok- ið fyrr en í maí og taldi ríkisstjórnin þá, að þýðingarlaust væri, að leggja frv. fyrir Alþingi þar eð ekki myndi vinnast tími til þess að afgreiða það. Hinsvegar var við afgreiðslu fjárlaga gert ráð fyrir uppbótum, svipuðum þeim, sem launalaganefndin hafði lagt til, en tilfærslur á flokkum komu þá auðvitað ekki til framkvæmda. Laust eftir miðjan septembermánuð fór stjórnin þess á leit við ríkisstjórn- ina bæði í viðtali og bréflega, að hún legði frv. fyrir Alþingi á þessu hausti, en svar við þeirri málaleitun hefur eigi borist þegar þetta er skrifað. II. Réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna. Vinnutími á skrifstofum. Eins og kunnugt er, hefur löggjöf um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna nú alllengi verið í undirbúningi. Stjórn B.S.B.R., fór þess á leit, jafn- framt því og hún gekk eftir setningi launalaganna að frv. þetta yrði einn- ig lagt fram á næsta Alþingi. í viðtali við formann og varaformann banda- lagsins lýsti forsætisráðherra því yfir að hann teldi sjálfsagt að frumvörp þessi fylgdust að. Sá hængur fylgdi tillögu ríkisstjórn- arinnar um uppbætur til handa ríkis- ctarfsmönnum, að kveðið var svo á, að jafnframt því að uppbæturnar yrðu þannig festar í fjárlögum skyldi vinnu- tími hjá skrifstofufólki og nokkrum starfshópum öðrum lengjast úr 35 klst. á viku í 38l/L. klst. Tillaga, er- borin var fram á Alþingi af Ólafi Björnssyni og Rannveigu Þor- steinsdóttur, þess efnis að ákvæðið um lengingu vinnutímans félli niður, var felld með öllum þorra atkvæða gegn 11. Reynt var af hálfu stjórnar banda- lagsins og félaga þeirra, er þetta mái snerti að ná samkomulagi við ríkis- stjórnina á þeim grundvelli, að ákvæð- ið um lengingu vinnutímans kæmi ekki til framkvæmda að svó stöddu, gegn því að samtök opinberra starfsmanna veittu stuðning sinn til þess, að bætt yrði eftirlit með vinnubrögðum, en ekki bar það árangur. Á almennum fundi opinberra starfs- manna þ. 5. júní var stjórninni falið að leita á ný samkomulags við ríkis- stjórnina, ef unnt væri, en jafnframt lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni, að vafasamt mætti telja hvort þessi leng- ing vinnutímans væri lögleg, þar eð 37. gr. núgildandi launalaga gerði ráð fyrir því, að reglugerð um vinnutíma mætti eigi breyta án samráðs við B.S.R.B. I viðræðum þeim, sem stjórnin átti við fjármálaráðherra, var sú tilslökun boðin af hans hálfu, að heimilað yrði að drekka kaffi á vinnustað í vinnutíma, þannig að hvergi þyrfti að vinna leng- ur en til kl. 17, ennfremur að heimilt skyldi að vinna þann hálftíma, er bætt var við vinnutíma á laugardögum, eft- ir frjálsu samkomulagi við forstöðu- menn hinna ýmsu stofnana. Mun starfs- fólk flestra eða allra þeirra stofnana, er hlut áttu að máli, hafa gert sam- komulag til bráðabirgða á þessum grundvelli. Stjórnin taldi þó engu að síður rétt, að athugað yrði, hverja möguleika samtökin hefðu til þess að vinna mál á hendur ríkisvaldinu, vegna þeirra vafasömu meðferðar, er málið hafði hlotið á Alþingi. Ákvað hún í því

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.