Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Síða 8

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Síða 8
8 STARFSMANNABLAÐIÐ efni að leita álits Isleifs Árnasonar fyrrv. prófessors um málið. Verður skýrt frá niðurstöðum álitsgerðar hans á þinginu. III. Dýrtíðarmál. Eftir síðustu áramót var það almennt vitað, að fyrirhugaðar voru allróttæk- ar ráðstafanir í efnahagsmálum þjóðar- innar, til þess að ráða bót á þeim miklu afkomuörðugleikum, er atvinnuvegirn- ir og ríkissjóður áttu við að stríða. Stjórn .Bandalagsins var ljóst, að slíkar ráðstafanir myndu mjög snerta hag op- inberra starfsmanna svo sem annarra þjóðfélagsþegna. I tilefni af því ákvað stjórnin á fundi sínum 12. febr. s. 1. að beina þeim til- mælum til A.S.I., að þessi samtök skip- uðu 4. manna samstarfsnefnd, er skyldi taka til'athugunar frá hagsmunasjónar- miði launþega, frumvörp og tillögur, er fram kæmu á Alþingi, um þessi efni og skila um það rökstuddu áliti í hend- ur stjórnarsamtakanna. Skyldu tveir fulltrúar af hálfu hvors aðila eiga sæti í nefndinni, en annar þeirra vera hag- fræðingur að menntun. Hafði samstarfs- nefnd skipuð á sama hátt af þessum samtökum í svipuðu tilfelli, setið á rök- stólum haustið 1948. Frá A.S.Í. barst brátt jákvætt svar, og var nefndin full- skipuð um mánaðamót febr.—marz. Af hálfu B.S.R.B., áttu sæti í nefndinni Guðjón B. Baldvinsson, framkv.stj. bandalagsins og Jónas Haralz hagfræð- ingur. Snemma í marz skrifaði fjárhags- nefnd n. d. stjórn B.S.R.B., og sendi henni til umsagnar frv. til laga um gengisskráningu o. fl., er þá hafði ver- ið lagt frám á Alþingi. Stjórnin taldi rétt að bíða álitsgerðar samstarfsnefnd- arinnar áður en tekin væri afstaða til málsins. Störf samstarfsnefndarinnar drógust þó á langinn, vegna þess hve yfirgrips- mikið verkefni hennar reyndist, en um mánaðamót júní—júlí lá fyrir ítarleg álitsgerð hennar með rækilegum athug- unum á því, hver áhrif gengisskráning- arlögin, eins og frá þeim var- gengið á Alþingi hefðu á kjör launþega. Stjórnin hafði hugsað sér, að áltisgerðin yrði rædd á fulltrúafundi, þegar er hún lægi fyrir, en þar sem komið var fram í júlí og annar fulltrúi bandalagsins í nefnd- inni á förum af landi burt, gat þó eigi af því orðið. I áliti nefndarinnar er m. a. vakin athygli á því, að gera mætti ákvæði gengisskráningarlaganna um launabæt- ur vegna gengislækkunarinnar að litlu eða engu með því að taka tillit til laga um húsaleigu er samþykkt voru í þing- lokin. Reyndist þessi aðvörun til launþega- samtakanna ekki ástæðulaus, því að við ákvörðun vísitölu framfærslukostnaðar fyrir júlímánuð komst meirihluti kaup- lagsnefndar að þeirri niðurstöðu, að vísi- talan væri aðeins 109 stig, en samkvæmt því hefði uppbót á laun til áramóta að- eins átt að nema 5%. Fulltrúi A.S.Í. í Kauplagsnefnd taldi hinsvegar, að vísi- tala framfærslukostnaðar ætti að nema 114—117 stigum. Með bráðabirgðalögum, er sett voru þegar vísitalan varð kunn, var þó ákveð- ið, að kaupgjaldsvísitalan skyldi verða 112 til áramóta, en réttur áskilinn til þses að taka að fullu tillit til húsaleigu- laganna við næsta vísitöluútreikning. Sama dag og júlívísitalan varð kunn, hélt stjórnin fund og mótmælti vísitölu-

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.