Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Page 19

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Page 19
starfsmannablaðið 19 skoðun á starfsfólki opinberra stofn- ana. 2. 13. þing B.S.R.B. átelur harðlega þann menningarskort, að nauðsyn- legar hreinlætisvörur, svo sem um- búðir utan um matvæli, salernis- pappír o. fl. skuli vera ófáanlegar yfir lengri tíma. Telur þingið slíkt ástand stór- hættulegt og geta leitt til útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma og skorar á ríkisstjórnina að sjá um, að hér verði þegar úr bætt. 3. 13. þing B.S.R.B. beinir þeirri á- skorun til hlutaðeigandi aðila að hið bráðasta verði veitt nauðsynleg leyfi og fjárveitingar til þess að fullgera þau sjúkrahús og þær heilbrigðis- stofnanir, sem nú eru í byggingu í landinu, þar sem hin brýnastta nauð- syn er á þeim, auk þess sem sumar þessara hálfgerðu bygginga liggja undir skemmdum. Frá Birni L. Jónssyni o. fl. ( allsherjarnefnd ). 4. 13. þing B.S.R.B. beinir því til stjórn- ar bandálagsins, að hún sjái um, að á næsta reglulega bandalagsþingi verði flutt erindi um manneldi. Lagabreytingar. Á 12. þingi bandalagsins var kosin þriggja manna nefnd til að endurskoða lög þess. Skilaði hún tillögum til breyt- inga á lögunum og fylgdi útdráttur úr lögum norrænna samtaka, er skrifstof- an hafði gert. Þar sem eigi hafði unnist tími til að senda álit þetta út til banda- lagsfélaganna, — smbi'. 33. gr. gildandi laga — voru allir aðilar á einu máli um að réttast væri að fresta breyting- unum til þess að fullnægt yrði þessu ákvæði. Nefnd sú, er um mál þetta fjallaði á þinginu, lagði því til að kosin yrði fimm — 5 — manna mþn. er fengi málið í hendur og legði tillögur sínar fyrir næsta reglulegt bandalagsþing. Stjórn bandalagsins yrði hinsvegar falið að senda tillögurnar til félaganna og leita umsagna þeirra. Þessi tillaga nefndar- innar var samþykkt. 1 samræmi við þessa ákvörðun sendir bandalagsstjórnin tillögurnar með sér- stöku bréfi til félaganna, og þingið kaus fimm manna mþn. og er hún þannig skipuð. Þórhallur Pálsson ftr. Stmfél. ríkis- stofn. Haukur Jóhannesson ftr. F.I.S. Karl Hjálmarsson ftr. Póstm.fél. ísl. Þórður Á. Þórðarson ftr. St.m.fél. R.-víkurb. og Árni Þórðarson ftr. S.I.B. I sambandi við mál þetta kom fram og var samþykkt svofelld tillaga frá Einari Magnússyni ftr. F.M.K. „13 þing B.S.R.B. felur stjórn banda- lagsins að láta endurskoða fundasköp bandalagsins og breyta þeim á þá lund, að unnt sé þegar í upphafi þinghalds að takmarka ræðutíma meira en nú er gert, svo að umræður dragist ekki úr hófi fram.“ Verður það því einnig verkefni téðrar nefndar að athuga gildandi þingsköp bandalagsins. KoKiiingar til t ninaðarstarla. Auk mþn. í lagamál bandalagsins voru kjörnir þessar mþn. smb. sam- þykktir þingsins. I launamálanefnd: Aðalsteinn Hall- dórsson tollv., Lárus Sigurbjörnsson ftr.

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.