Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 2

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 2
SigurtSur Thorlacius, skólastjóri, fyrsti form. B. S. R. B auka, og til áhrifa um úrlausn þýðingarmikilla vandamála í efnahagsmálum þjóðarinnar. Fyrstu sporin stigin. A fundi félaga opinberra starfsmanna, sem haldinn var í húsakynnum Utvegsbankans h.f. 2. desember 1940, var kosin undirbúningsnefnd til þess að annast nánari athugun á stofnun fastra samtaka milli félaga opinberra starfs- manna. A fundi þessum mættu fulltrúar frá ýmsum félögum ríkisstarfsmanna, félögum bankamanna, og Starfsmannafélagi Reykjavíkurbæjar. Til- efni fundarins var vaxandi dýrtíð, óstjórn á kolaverzlun í bænum, og ófullnægjandi dýr- tíðaruppbót. Um áraskeið, eða nánar tiltekið um 12 ára bil, 'hafði ekki verið starfandi félagasam- band opinberra starfsmanna. Ný vakningaralda var risin, þeir sem að fundi þessum stóðu vissu að nú varð að duga. Aratugabarátta verkalýðsfélaganna hafði ótví- rætt sannað að samtök er máttur. A fundinum var kjörin undirbúningsnefnd, sem í áttu sæti: Sigurður Thorlacius fulltrúi barnakennara, Lárus Sigurbjörnsson fyrir bæja- starfsmenn, Guðjón B. Baldvinsson fyrir starfs- menn ríkisstofnana, Guðmundur Pétursson fyrir póst-, síma og tollmenn og Þorgils Ingvarsson fyrir bankamenn. Nœsia skrefið. — Myndun samtaka. Undirbúningsnefndin ákvað á fundi þ. 15. jan. 1941 að boða stofnfund fulltrúaráðs félaga starfsmanna ríkis og bæja þ. 28. s. m., og var hann haldinn í skriístofu F. í. S. þann dag. Þorgils Ingvarsson bankafulltrúi, formaður nefndarinnar setti fundinn, og eftirfarandi dag- skrá var lögð fram: 1. að setja reglur um starfstilhögun og kjósa framkvæmdastjórn. 2. að rökstyðja kröfur um fulla verðlagsupp- bót til handa starfsmönnum ríkis, bæja og banka. 3. að ræða frv. til laga fyrir bandalag starfs- manna ríkis, bæja og banka. Fundinn sátu 29 fulltrúar frá 18 félögum, auk eins áheyrnarfulltrúa frá starfsmönnum Háskól- ans og þriggja frá félögum bankastarfsmanna, en þeir óskuðu ekki eftir þátttöku í stofnun væntanlegs bandalags, og var að gefnu því til- efrd gerð sérstök samþykkt. Eftir að samþykkt hafði verið svofelld álykt- un: „Fundurinn ályktar að stofna Fulltrúaráð opinberra starfsmanna“, var rædd og samþykkt reglugerð fyrir það. Hlutverk þess var ákveðið svo í 2. grein reglu- gerðarinnar: 1. að bera fram við hlutaðeigandi stjórnar- völd sameiginlegar óskir og kröfur félaga sinna. 2. að athuga möguleika á stofnmi bandalags félaga opinberra starfsmanna". Framkvæmdastjórn skyldi skipuð fimm mönn- mn, og voru kjömir í hana á fundinum sömu Lárus Sigurbjörns- son formaS- ur frá 1945 til 1947. 1 STARFSMANNABLAÐIÐ

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.