Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 7

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 7
í tilefni 10 ára starfs B. S. R. B. Ritnefnd blaðsins lagði eftirfarandi tvær spumingar fyrir nokkra bandalagsfélaga og ósk- aði eftir svari í fáum orðum: 1. spuming: Hver er að þínum dómi þýðing- ar mesti árangur af 10 ára starfi banda- lagsins? 2. spuming: Hvaða viðfangsefni bandalagsins telur þú þýðingarmest og hversvegna? Svörin eru á þessa leið: Svar Andrésar G. Þormar: 1. Þýðingarmesti árangurinn af 10 ára starfi bandalagsins er, að mínum dómi, sú hefð sem nú er á komin, að ríkisstjórnin hefur samstarf við opinbera starfsmenn við lagasetningar um launa- og starfskjör þeirra. 2. Afnám laga um verkfall opinberra starfs- manna og framtíðarskipan þeirra mála, svo að jafnt sé borgið hag þjóðfélagsins sem starfsmanna þess. Þar til svo er málum skipað, verður að- staða opinberra starfsmanna til áhrifa á launa- og starfskjör sín, lík aðstöðu beiningarmannsins. Svar Bjarna Halldórssonar: I. 1. Stuðningur bandalagsins við bandalagsfélög- in til að ná hagkvæmari kjarasamningum í launakröfum sínum, og aðstoð til að fá viður- kendann rétt sinn sem beinan samningsaðila í öllum launadeilum félaganna. 2. Sá árangur sem þegar hefur náðst í félaga- fjölda innan bandalagsins, og góð þátttaka félag- anna í störfum bandalagsþinganna. 3. Aukinn skilningur fólaganna innan banda- lagsins á mætti samtakanna. n. Svar mitt við síðari spxrrningunni: „Hvaða við- fangsefni bandalagsins telur þú þýðingarmest og hversvegna?“ verður á þessa 'leið: 1. Að fjölga félögum í bandalaginu með því að vinna að stofnun nýrra félaga hvar sem skil- yrði eru fyrir hendi, og styðja eldri félög til að fjölga meðlimum sínum. Með því móti eflist bandalagið með eðlilegum hætti og eykur um leið áhrifavald sitt út á við. STARFSMANNABLAÐIÐ 7

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.