Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 11

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 11
Svar Björns L. Jónssonar: 1. Bein og óbein viðurkenning ríkisvaldsins á B. S. R. B. sem samningsaðila í hagsmunamálum félagsmanna, og vaxandi skilningur þeirra sjálfra á áhrifamætti samtakanna. 2. Lagasetning um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, sem tryggi B. S. R. B. samn- ingsrétt gagnvart þvi opinbera. Slík lagasetn- ing er lykillinn að órangursríkri hagsmunabar- áttu félaganna og ætti að skapa þeim það at- vinnuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði, sem geri þeim kleift, bæði sem einstaklingum og sem félagsheild, að beita sér fyrir þýðingarmiklum menningar- og þjóðhagsmálum, landi og þjóð til heilla. Svar Lórusar Sigurbjörnssonar: 1. Viðurkenning á samningsaðild um laun og kjör. 2. Ákvörðun afstöðu opinberra starfsmanna ti'l annarra stétta þj óðfélagsins með lögum um rétt og skyldur þeirra. 1. Þeir, sem muna lengra en fram fyrir síðustu heimsstyrjöld, vita, að í raun og veru voru laun og kjör opinberra starfsmanna ákveðin einhliða áður en B. S. R. B. kom til sögunnar. Takmörk- uð viðurkenning á samningsrétti fékkst fyrst í launadeilu Starfsmannafélags Reykjavíkurbæjar við bæjarstjórn Reykjavíkur 1939, en af því að viðurkenningin var takmörkuð og óvíst um hana í framhaldssamningum, tóku starfsmenn bæjar- ins forystuna urn stofnun heildarsamtaka opin- berra starfsmanna. Viðurkenning á samnings- rétti fékkst svo að ekki orkaði lengur tvímælis upp úr starfi samninganefndanna 1945 bæði hjá bæ og ríki. í beinu framhaldi af viðurkenningu á samn- ingsrétti er það viðfangsefni, sem lögum um rétt og skyldur er ætlað að leysa. Meðan réttur opin- berra starfsmanna til að semja um laun og kjör er viðurkenndur, en aðstaða til samningsumleit- ana önnur en hjá öðrum vinnandi stéttum þjóð- félagsins, hlýtur það að vera þýðingarmesta við- fangsefni samtakanna að koma þessum málum í viðunandi horf með því að ákveða með lögum, hver sé réttur opinberra starfsmanna og hverjar skyldur lagðar þeim á herðar. Svar Pólma Jósefssonar: 1. Þau 10 ár, sem B. S. R. B. hefur starfað hafa margir sigrar unnist til hagsbóta fyrir opinbera starfsmenn, en ég tel það mikilvægast, að nú er bandalagið viðurkennt af ríkisstjórn og bæjar- stjórnum sem fulltrúi meðlima bandalagsins. í þeirri viðurkenningu felst mjög rnikið öryggi fyrir einstaklinga og starfshópa að ná rétti sín- um. 2. Samkvæmt lögum og eðli bandalagsins hljóta viðfangsefni þess að vera barátta fyrir bættum launa- og starfskjörum meðlima sinna. En bandalagið má þó aldrei missa sjónar á því, að sterkustu rök fyrir bættum launum er trú- mennska, hæfni og manndómur hvers einstakl- ings í starf sínu. STARFSMANNABLAÐIÐ 1 1

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.