Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Side 16

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Side 16
Alvarlegastir þeirra er mál starfsmanna Lóran- stöðvarinnar, sem nán'ar verður skýrt frá í fram- sögu. Hefir bandalagið gert ráðstafanir til máls- höfðunar á hendur símamálastjórnar út af því máh. Launamál starfsmanna ísafjarðarkaupstaðar. Skömmu eftir síðasta bandalagsþing leitaði starfsmannafélag Isafjarðarkaupstaðar ásjár bandalagsstjórnarinnar vegna vanskila _ bæjar- sjóðs ísafjarðar við starfsmenn sína. Attu þá margir þeirra vangreitt margra mánaða kaup. Formaður og varaformaður bandalagsins hófu þá viðræður við skrifstofustjóra félagsmálaráðu- neytisins um ráðstafanir til úrbóta, og náðist þá sá árangur að nokkur úrlausn var veitt í bili. Bárust þó öðru hvoru kvartanir um vanskil á launagreiðslum frá starfsmannafélaginu fram til sumarmála og var þeim jafnóðum komið á framfæri við ráðuneytið. Síðustu mánuði virðist þó sem tekizt hafi að kippa málum þessum í lag í bili að minnsta kosti. Verðgæzlunefnd. Samkvæmt lögum frá Alþingi á B. S. R. B einn fulltrúa í verðgæzlunefnd, er það Þor- valdur Arnason, féhirðir bandalagsins. Lagabreytingar. Á 12. þingi bandalagsins Var kosin nefnd til að endurskoða lög þess. Skilaði hún tillögum til breytinga á lögunum, en á 13. þingi var sam- þykkt að fresta breytingum til að fullnægja 33. gr. laganna. Þar var íkosin 5 manna milhþinga- nefnd, er falið var að leita umsagna bandalags- félaganna á tillögimum. Þetta var gert, og hefur laganefndin nú lokið störfum og skilað áliti sínu, sem lagt verður fyrir þetta þing. Þáttaka í 1. maí hátíðahöldum. B. S. R. B. var boðin þátttaka í 1. maí hátíða- höldunum í Reykjavík, ritari þess, Sigurður Ingi- mundarson var skipaður í undirbúningsnefndina, en varaformaður, Arngrímur Kristjánsson, var ræðumaður á útifundinum og formaður banda- lagsins, Olafur Björnsson, flutti ræðu í ríkisút- varpið um kvöldið. Félagatalið. Á kjörtímabilinu hefur bætzt eitt félag í bandalagið, er það „Lögreglufélag Suðurnesja", var það tekið inn á stjómarfundi 18. júní s. 1., eru því nú alls 24 félög í bandalaginu, og sam- kvæmt síðustu ársskýrslum, telja þau innan sinna vébanda 702 konur og 2344 karla, eða sam- tals 3046 félaga. Þar sem bandalagsstjóminni var kunnugt um að nokkur hluti starfsmanna ríkis og bæjar var ófélagsbundinn, þá var í febrúar mánuði s. L, send út áskomn til allra stjóma bandalagsfélag- arrna, þar sem þau vom hvött til að gera aha starfsmenn félagsbundna, og þess jafnframt ósk- að að þau sendu skrifstofunni félagatal sitt, samkvæmt 6. gr. bandalagslaganna. Því miður sendu ekki öll félögin félagaskrá sína, og þær sem bárust voru ófullnægjandi, aðeins með nöfnum félaganna, en engar aðrar upplýsingar gefnar, þannig að hugmyndin um fullkomna spjaldskrá í bandalagsskrifstofunni yfir alla bandalagsfélagana er ennþá ófram- kvæmanleg. Þá var unnið að því í skrifstofunni að athuga starfsmannaskrá ríkisins, sem fylgdi fjárlaga- frumvarpinu árið 1951, og með samanburði við félagatal ýmsra félaganna 'kom glöggt í ljós, að töluvert vantar á að a'lhr starfsmenn ríkisins séu félagsbundnir, ekki var unnt að vinna end- anlega úr þessu, því mikið af félagaskrám vant- aði, en þetta er nauðsynlegt að gera sem fyrst, og verður að vera eitt af áhugamálum væntan- legrar bandalagsstjórnar ,að koma þessu í rétt horf, því það er óneitanlega veikleikamerki á samtökunum, meðan hópur ríkis- og bæjarstarfs- manna stendur utan félaganna og heildarsam- takanna. Skrifstofa bandalagsins. Svo sem kunnugt er, hefur skrifstofa banda- lagsins í Edduhúsinu, verið opin á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 16 til 19. Sum félög höfðu lítið samband við skrifstof- una á stjómarárinu, og fá hafa sent skýrslur urn það, er gerst hefur innan vébanda þeirra í ýmsum málum, sem þó nauðsynlegt hefði verið að fá, til að geta veitt öðrum félögum upplýs- ingar og leiðbeiningar. Stjómir félaganna ættu að hafa nánara samband við skrifstofuna, til að leita eða láta í té upplýsingar í málum, slíkt er afar gagnlegt einstökum félögum og samtökun- um í heild. Þá ætti það að vera föst venja hjá stjórnum félaganna, að gefa stjórn bandalagsins kost á, að senda fuhtrúa sinn á aðalfundi eða aðra fundi, þar sem rædd em ýms mál, með slíku mætti skapa meiri og betri þekkingu til allra mála. Ýmislegt. Urn það leyti sem bandalagsstjórnin bar fram þá kröfu, að opinberum starfsmönnum yrði greidd launauppbót samsvarandi þeirri, er stétt- arfélög innan Alþýðusambandsins sömdu um við atvinnurekendur, þá bárust margar áskoranir 16 STARFSMANNABLAÐIÐ

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.