Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 28

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 28
ur til sambærilegra starfshópa á frjálsum launamarkaði (sbr. 20. gr. laga nr. 55/1962). c) Fjöldi launaflokka verði hinn sami og i núgildandi launastiga (28 launaflokkar) og aldurshækkanir verði a. m. k. ekki færri en nú er. d) I störfum, þar sem hækkunarmöguleikar eru takmarkaðir verði veitt viðurkenning fyrir langa þjónustu með fjölgun aldurs- hækkana eða með persónuuppbótum. e) Bil milli launaflokka verði hvergi minna en 5%. Var jafnframt fram tekið í kröfugerðinni, að bandalagið teldi nauðsynlegt, að samhliða við- ræðum um almenna launahækkun yrði rætt um aðrar leiðir til kjarabóta, og var í því sam- bandi bent á raunverulega skatta- og útsvars- iækkun, lengingu orlofs, aðgerðir í húsnæðis- málum fyrir launþega almennt, raunhæfar ráð- stafanir gegn verðbólguþróun o. fl. Þá var því lýst yfir, að B. S. R. B. væri reiðu- búið til viðræðna um bætt skipulag, vinnuhag- ræðingu í ríkisrekstrinum og aukna sérhæfingu starfsmanna t. d. með viðbótarfræðslu til þess m.a. að auðvelda ríkinu að mæta réttlátum kjara bótakröfum. Kröfugerð um launaflokkun var hagað þannig, að möguleikar væru til að veita almennar larma- hækkanir í formi flokkshækkana t. d. með 1 eða 2 launaflokka almennum hækkunum jafnhliða nauðsynlegum og eðlilegum leiðréttingum á skipun starfsmanna í launaflokka. Kröfur voru gerðar um styttingu vinnutíma hjá þeim, sem hafa lengri vinnutíma en 40 klst. I samningum verkalýðsfélaganna, sem byggðir voru á svo nefndu júnísamkomulagi 1964 var farið inn á þá braut að semja um kjarabætur eftir öðrum leiðum en með almennum launa- hækkunum t. d. með tilfærslu starfa í launa- flokkum, styttingu vinnutíma o. fl. Þótti rétt að haga kröfugerð af hálfu B. S. R. B. á þann veg að þessu sinni, að möguleikar væru til að semja um kjarabætur eftir fleiri en einni leið. Áður en kröfumar vom lagðar fram vom þær ræddar í launamálanefnd B. S. R. B. og bandalagsstjóm. Að loknum umræðum um kröífugerðina í bandalagsstjórn 28. maí 1965 var eftirfarandi til- laga samþykkt einróma með atkvæðum allra stjórnarmanna: „Stjóm B. S. R. B. lýsir sig samþykka þeirri heildarstefnu sem felst í tillögum Kjararáðs um nýjan kjarasamning milli B. S. R. B. og ríkis- stjórnarinnar. Stjómin tekur fram, að hún hefur ekki fjallað um kröfugerðina í einstökum atriðum. Samþykkir bandalagsstjómin, að umræddar til- lögur verði sendar fjármálaráðherra sem samn- ingsgrundvöllur." Þar sem tillögur Kjararáðs um nýjan kjara- samning voru sendar öllum bandalagsfélögum á sínum tíma, þykir ekki ástæða til að fara út i einstök atriði þeirra í þessari skýrslu. Samningaviðræður: Jafnframt því sem kröfugerðin var send fjár- málaráðherra og samninganefnd ríkisins, ræddi þriggja manna nefnd frá bandalagsstjóm, þeir Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson og Guðjón B. Baldvinsson við fjármálaráðherra. I samtalinu við fjármálaráðherra var lögð áherzla á vilja stjórnar samtakanna til þess að samn- ingar mættu takast og vakin sérstök athygli á því, að allri kröfugerð væri hagað á þann veg að auðvelda mætti samningagerð. Á fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins var einnig lögð áherzla á þetta sama. Samningaviðræður hófust í júnímánuði 1965 og vom haldnir nokkrir samningafundir í þeim mánuði og fram til 8. júlí. Varð þá hlé á samn- ingaviðræðum til 18. ágúst. Það kom fljótlega fram í samningaviðræðunum, að aðstaða til samninga var mjög erfið vegna afstöðu ríkisvaldsins. Var því lýst yfir, að samningamenn ríkis- stjórnarinnar litu á gildandi röðun í launaflokka sem grundvallaratriði og að mjög litlum breyt- inginn yrði komið fram á skipun starfsmanna i launaflokka. Svipuð afstaða var varðandi almenna launahækkun og ákvæði um vinnutíma. Engin formleg gagntilboð fengust við kröfum B. S. R. B., en óformleg tilboð komu um heildar- fjárhæð, sem ríkisstjórnin vildi verja til að bæta kjör ríkisstarfsmanna og var sú fjárhæð ekki hærri en svo, að þótt engar kvaðir hefðu fylgt, hefði hún veitt miklu minni kjarabætur en urðu samkv. dómi Kjaradóms, sem mikil óánægja er með. En hinu óformlega tilboði um heildarfjár- hæð fylgdu gagnkröfur varðandi yfirvinnukaup og vaktaálag, sem voru með öllu óaðgengilegar. Samningaviðræður stóðu yfir til september- loka. Voru gerðar tilraunir til þess að setja undirnefndir, er ræddust við um einstök atriði, 28 ÁSGARÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.