Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 19
Guðjón B. Baldvinsson: Ráðstefna NOSS um gerð kjarasamninga Frá því hefur verið skýrt áður í Ás- garði, að á s. 1. ári var lokið við að endur- skipuleggja NOSS (Nordens statstjánste- máns samrád). Meðal þeirra samtaka, sem þá gengu í NOSS er TCO—S (Tjánste- mánnens centralorganisation — stats- tjánstemannasektion) í Svíþjóð, sem er fjölmennasta og sennilega bezt skipulagt af aðildarsamtökum NOSS, en í því eru 150 þús. ríkisstarfsmenn. Þetta stóra og sterka samband lét held- ur ekki á sér standa um starf. Það undir- bjó, skipulagði og stjómaði fyrsta náms- fundi eða ráðstefnu (studiekonferens) á vegum NOSS, eftir breytinguna. Ráðstefna þessi var haldin í Stokk- hólmi dagana 4.—8. október s. 1. Þátttak- endur voru 2 frá hverju landanna, Dan- mörku, Noregi og íslandi, en 4 frá Finn- landi og Svíþjóð. Viðfangsefni námsráðstefnunnar var einmitt brennandi dagsins mál, samnings- réttur ríkisstarfsmanna og meðferð samn- ingamála, þ. e. aðferðin, sem notuð er við gerð kjarasamninga. Hvert land gaf skýrslu um gang samninga og niðurstöð- ur þeirra, en þeim hafði einmitt verið lokið á s. 1. ári eða eftir áramót í Finn- landi, Noregi, íslandi og a. n. 1. í Svíþjóð. Ræddar voru niðurstöður þeirra, og enn- fremur ástand og horfur um þá samninga eða þætti þeirra, sem enn er ólokið. Lögð voru fram ýmis gögn, sem skrif- stofa B.S.R.B. hefur til varðveizlu og notkunar, munar þar langmest um fram- lag Svía. Þess skal getið, að í Danmörku standa nú yfir umræður í nefnd, sem skipuð hef- ur verið til að endurskoða launalögin og þau lög, sem þeim fylgja í því landi. Dan- mörk hefur ekki lög um samningsrétt ríkisstarfsmanna, heldur ríkir þar hefð um íhlutun þeirra og þátttöku við undir- búning launalaga og' meira að segja til ráðninga og ýmissa atriða um réttindi og skyldur. Auk undirritaðs var Sverrir Júlíusson form. S.F.R. fulltrúi B.S.R.B. á ráðstefn- unni. Höfum við gefið stjórn bandalags- ins skriflega skýrslu um ferðina. Við telj- um ráðstefnuna mjög gagnlega, lærdóms- ríka á margan hátt, og mikils virði að hnýta bönd kunningsskapar og vináttu milli trúnaðarmanna ríkisstarfsmanna á N orðurlöndum. Heimsóttar voru höfuðstöðvar sænsku samtakanna TCO og SR og ennfremur samninganefndar sænska ríkisins SAV, Statens Avtalsverk. Þar starfa nú um 70 manns, er vinna að undirbúningi kjara- samninga við þá launþega, sem ríkið hef- ur í þjónustu sinni, en gert er ráð fyrir að starfsliðið muni verða um 90 manns. Stofnuninni er skipt í deildir, og annast hver deild ákveðið verksvið. I aðseturs- stað samningsnefndarinnar „Slottsback- en“, er ennfremur séð fyrir vistarverum handa samninganefndum ríkisstarfsmanna, sem koma frá fjórum aðalsamböndum, þ. e. TCO—S, LO, statstjanarkartellet, SR, og SACO. TCO—S á miklar þakkir skyldar fyrir ÁSGARÐUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.