Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 29

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 29
Kaffihlc milli funda. til þess að freista þess að ná samningum. En þegar samningamir höfðu ekki tekizt 17. septem- ber tók sáttasemjari ríkisins kjaradeiluna til meðferðar, og var fyrsti fundur með sáttasemjara þann dag. Það var álit Kjararáðsmanna, að varla væri að vænta árangurs í samningaumleitunum, nema fram kæmi miðlunartillaga frá sáttasemjara. Á hinn bóginn var svo umfangsmikið verkefni að gera slíka tillögu, að það gat varla verið á eins manns færi á skömmum tíma. Kjararáð vildi freista til hins ýtrasta að ná samningum fremur en málið gengi til Kjara- dóms. Var því af þess hálfu leitað til félags- málaráðherra og þess óskað, að hann notaði heimild kjarasamningalaganna til þess að skipa sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar með sáttasemjara ríkisins. Félagsmálaráðherra varð við þessum tilmælum og skipaði þá hæstaréttardómarana Jónatan Hall- varðsson og Loga Einarsson í sáttanefnd ásamt Torfa Hjartarsyni, ríkissáttasemjara, sem var formaður nefndarinnar. Næstu daga ræddi sáttanefndin við aðila og gerði tilraun til að ná sáttum, en án árangurs, en miðlunartillaga kom engin frá sáttanefnd, og var það miður að engin slík tilraun skyldi gerð. Kröfur og málflutningur fyrir Kjaradómi: Þar sem samningar tókust ekki, gekk málið allt til Kjaradóms. Kjararáð tilnefndi sem málflytjendur þá Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson og Harald Steinþórsson. Hinn 1. okt. 1965 lögðu málflytjendur fram kröfugerð, sem Kjararáð hafði samþykkt, og viku síðar greinargerð sóknaraðila og loks langa fram- haldsgreinargerð 15. okt. Síðan fór fram munnlegur málflutningur, sem stóð dagana 4., 5. og 6. nóv. 1965. Af hálfu sóknar- aðila töluðu þar allir þrír málflytjendur, og skiptu þannig með sér verkum, að Kristján Thoracius ræddi um málið almennt og gerði einnig grein fyrir ákvæðum um vinnutíma, yfir- vinnu o. fl. og þeir Guðjón B. Baldvinsson og Haraldur Steinþórsson ræddu um skipun starfs- heita í launaflokka. Af hálfu varnaraðila talaði Jón Þorsteinsson. Þar sem bandalagsfélögunum hefur verið send kröfugerðin fyrir Kjaradómi og greinargerðir, verður efni þeirra ekki rakið hér. Greinargerðir voru um 230 vélritaðar síður. Dómsskjöl, sem lögð voru fram voru um 70. Dómur Kjaradóms: Kjaradómur kvað upp dóm sinn 30. nóv. 1965. Dómurinn kveður á um launakjör, skipun starfs- manna í launaflokka, aldurshækkanir, vinnu- tíma, kaup fyrir yfirvinnu, vaktaálag o. fl. Hin nýju kjör gilda frá 1. jan. 1966. Almenn launahækkun skv. dómi Kjaradóms var 7% og allmargar tilfærslur í launaflokkum áttu sér stað. Engin vinnutímastytting fékkst fram, en smávægilegar breytingar til lagfæringa á vinnutímaákvæðum. Á hinn bóginn var næturvinnu- og helgidaga- álag lækkað í 91% úr 100%. Stjórn B. S. R. B. var mjög óánægð með dóm ÁSGARÐUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.