Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 42

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 42
dóras uppkveðnum. 30. nóvember 1965, leysti menntamálaráðherra frá loforði, sem hann hafði gefið um námsskeið fyrir framhaldsskólakenn- ara, er síðan veitti rétt til hækkunar í launa- flokkum. Stjórn B.S.R.B. samþykkti að verða við beiðni um flutning málsins fyrir Félagsdómi, enda verð- ur málarekstur og kostnaður algerlega á vegum L.S.F.K. Mál þetta hefur verið þingfest hjá Félagsdómi, en dómur er enn ókominn. 6. Félagsdómsmál vegna Lögreglufélags Suður- nesja út af 6% áhættuþóknun: Lögreglufélag Suðurnesja gerði kröfu til ríkis- stjómarinnar samkv. 6. gr. kjarasamningalag- anna um 6% áhættuþóknun til handa lögreglu- mönnum, en þá þóknun höfðu þeir fyrir upp- kvaðningu dóms Kjaradóms 3. júlí 1963. Ríkisstjórnin synjaði kröfunni. Var málinu þá vísað til Kjaradóms, sem vísaði því frá. Fór þá Lögreglufélagið þess á leit við B.S.R.B. í janúar 1965, að það höfðaði mál fyrir Félagsdómi og gerði kröfu um að lögreglumönnunum yrði greidd umrædd áhættuþóknun. Dómur Félagsdóms var á þá leið, að ríkis- sjóður var sýknaður af kröfunni. Uppsögn starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar. I septembermánuði 1964 sagði bæjarstjóm Siglufjarðar upp meginþorra fastráðinna starfs- manna bæjarins. Starfsmannafélag Siglufjarðarkaupstaðar ósk- aði með bréfi liðsinnis B.S.R.B. í þessu máli. Bandalagsstjórnin samþykkti ályktun, er send var bæjarstjórninni, þar sem eindregnum til- mælum var beint til hennar að endurráða starfs- mennina þá þegar og hefja samninga við Starfs- mannafélag Siglufjarðarkaupstaðar um kaup og kjör í samræmi við gildandi lög og reglugerð um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Var jafnframt vakin athygli á því, að í flestum öðr- um kaupstöðum landsins hefðu aðilar náð sam- komulagi um að ákvæði laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna skuli einnig gilda um starfsmenn bæjanna, og var skorað á bæjar- stjórnina að fallast á slík ákvæði í væntanleg- um kjarasamningi. Starfsmennirnir voru síðar allir endurráðnir til starfa. Þing opinberra starfsmanna í Ðanmörku: í septembermánuði 1965 barst stjóm B.S.R.B. ítrekað boð frá samtökum opinberra starfsmanna í Danmörku — Fællesrádet for danske tjeneste- mands- og funktionærorganisationer — um að senda fulltrúa á þing samtakanna, sem haldið var í Kaupmannahöfn 27. október 1965. Stjórn B.S.R.B. samþykkti að þiggja þetta vinsamlega boð, og sóttí. Kristján Thorlacius þingið f. h. bandalagsins. Fundur norrænna bæjarstarfsmanna: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur síðan á árinu 1950 verið aðili að samtökum norrænna bæ j arstarf smanna. Dagana 11.—14. júlí s. 1. var haldinn fulltrúa- fundur þessara samtaka hér í Reykjavík. Sátu hann 18 erlendir fulltrúar og frá B.S.R.B. voru þessir fulltrúar: Júlíus Bjömsson, Þórhallur Halldórsson, Gísli Teitsson, Eggert Ásgeirsson og Ingibergur Sæmundsson. Er þetta í annað skipti, sem slíkt þing er haldið hér á landi. B.S.R.B. gerizt aðili að NOSS — sambandi ríkisstarfsmaxma á Norðurlöndum. Síðasta bandalagsþing fól bandalagsstjórn að vinna að því að efla norrænt samstarf opinberra starfsmanna. B.S.R.B. hefur um langt skeið verið í samtökum norrænna bæjarstarfsmanna eins og fyrr er getið, en hins vegar ekki í NOSS — sam- bandi norrænna ríkisstarfsmanna. í des. 1965 barst bréf frá NOSS, þar sem B.S.R.B. er boðið að gerast aðili að samtökun- um og senda fulltrúa á undirbúningsfund, sem átti að vinna að endurskipulagningu samtaka norrænna ríkisstarfsmannasambanda, sem væru óháð stjómmálaflokkum. Stjóm B.S.R.B. ákvað að senda áheymarfulltrúa á þennan undirbún- ingsfund, sem haldinn var í Stokkhóbni 12. og 13. marz 1966. Mættu þeir Haraldur Steinþórs- son og Guðjón B. Baldvinsson á fundinum. Stjóm B.S.R.B. samþykkti síðan á fundi 29. apríl að gerast aðili í NOSS — sambandi ríkis- starfsmanna á Norðurlöndum. Auk B.S.R.B. eru eftirfarandi samtök meðlimir: Tjanstemannens Centralorganisations stats- tjanstemannasektion (TCO — S), Svíþjóð. Statstjanstemánnens Riksförbund (SR), Sví- þjóð. Virkamieslútto-Tj anstemannaförbundet (VL- (TF), Finnlandi. Statstjenestemannsforbundet (STAFO), Noregi 42 ÁSGARÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.