Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 42

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 42
dóras uppkveðnum. 30. nóvember 1965, leysti menntamálaráðherra frá loforði, sem hann hafði gefið um námsskeið fyrir framhaldsskólakenn- ara, er síðan veitti rétt til hækkunar í launa- flokkum. Stjórn B.S.R.B. samþykkti að verða við beiðni um flutning málsins fyrir Félagsdómi, enda verð- ur málarekstur og kostnaður algerlega á vegum L.S.F.K. Mál þetta hefur verið þingfest hjá Félagsdómi, en dómur er enn ókominn. 6. Félagsdómsmál vegna Lögreglufélags Suður- nesja út af 6% áhættuþóknun: Lögreglufélag Suðurnesja gerði kröfu til ríkis- stjómarinnar samkv. 6. gr. kjarasamningalag- anna um 6% áhættuþóknun til handa lögreglu- mönnum, en þá þóknun höfðu þeir fyrir upp- kvaðningu dóms Kjaradóms 3. júlí 1963. Ríkisstjórnin synjaði kröfunni. Var málinu þá vísað til Kjaradóms, sem vísaði því frá. Fór þá Lögreglufélagið þess á leit við B.S.R.B. í janúar 1965, að það höfðaði mál fyrir Félagsdómi og gerði kröfu um að lögreglumönnunum yrði greidd umrædd áhættuþóknun. Dómur Félagsdóms var á þá leið, að ríkis- sjóður var sýknaður af kröfunni. Uppsögn starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar. I septembermánuði 1964 sagði bæjarstjóm Siglufjarðar upp meginþorra fastráðinna starfs- manna bæjarins. Starfsmannafélag Siglufjarðarkaupstaðar ósk- aði með bréfi liðsinnis B.S.R.B. í þessu máli. Bandalagsstjórnin samþykkti ályktun, er send var bæjarstjórninni, þar sem eindregnum til- mælum var beint til hennar að endurráða starfs- mennina þá þegar og hefja samninga við Starfs- mannafélag Siglufjarðarkaupstaðar um kaup og kjör í samræmi við gildandi lög og reglugerð um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Var jafnframt vakin athygli á því, að í flestum öðr- um kaupstöðum landsins hefðu aðilar náð sam- komulagi um að ákvæði laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna skuli einnig gilda um starfsmenn bæjanna, og var skorað á bæjar- stjórnina að fallast á slík ákvæði í væntanleg- um kjarasamningi. Starfsmennirnir voru síðar allir endurráðnir til starfa. Þing opinberra starfsmanna í Ðanmörku: í septembermánuði 1965 barst stjóm B.S.R.B. ítrekað boð frá samtökum opinberra starfsmanna í Danmörku — Fællesrádet for danske tjeneste- mands- og funktionærorganisationer — um að senda fulltrúa á þing samtakanna, sem haldið var í Kaupmannahöfn 27. október 1965. Stjórn B.S.R.B. samþykkti að þiggja þetta vinsamlega boð, og sóttí. Kristján Thorlacius þingið f. h. bandalagsins. Fundur norrænna bæjarstarfsmanna: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur síðan á árinu 1950 verið aðili að samtökum norrænna bæ j arstarf smanna. Dagana 11.—14. júlí s. 1. var haldinn fulltrúa- fundur þessara samtaka hér í Reykjavík. Sátu hann 18 erlendir fulltrúar og frá B.S.R.B. voru þessir fulltrúar: Júlíus Bjömsson, Þórhallur Halldórsson, Gísli Teitsson, Eggert Ásgeirsson og Ingibergur Sæmundsson. Er þetta í annað skipti, sem slíkt þing er haldið hér á landi. B.S.R.B. gerizt aðili að NOSS — sambandi ríkisstarfsmaxma á Norðurlöndum. Síðasta bandalagsþing fól bandalagsstjórn að vinna að því að efla norrænt samstarf opinberra starfsmanna. B.S.R.B. hefur um langt skeið verið í samtökum norrænna bæjarstarfsmanna eins og fyrr er getið, en hins vegar ekki í NOSS — sam- bandi norrænna ríkisstarfsmanna. í des. 1965 barst bréf frá NOSS, þar sem B.S.R.B. er boðið að gerast aðili að samtökun- um og senda fulltrúa á undirbúningsfund, sem átti að vinna að endurskipulagningu samtaka norrænna ríkisstarfsmannasambanda, sem væru óháð stjómmálaflokkum. Stjóm B.S.R.B. ákvað að senda áheymarfulltrúa á þennan undirbún- ingsfund, sem haldinn var í Stokkhóbni 12. og 13. marz 1966. Mættu þeir Haraldur Steinþórs- son og Guðjón B. Baldvinsson á fundinum. Stjóm B.S.R.B. samþykkti síðan á fundi 29. apríl að gerast aðili í NOSS — sambandi ríkis- starfsmanna á Norðurlöndum. Auk B.S.R.B. eru eftirfarandi samtök meðlimir: Tjanstemannens Centralorganisations stats- tjanstemannasektion (TCO — S), Svíþjóð. Statstjanstemánnens Riksförbund (SR), Sví- þjóð. Virkamieslútto-Tj anstemannaförbundet (VL- (TF), Finnlandi. Statstjenestemannsforbundet (STAFO), Noregi 42 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.