Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 19
Guðjón B. Baldvinsson: Ráðstefna NOSS um gerð kjarasamninga Frá því hefur verið skýrt áður í Ás- garði, að á s. 1. ári var lokið við að endur- skipuleggja NOSS (Nordens statstjánste- máns samrád). Meðal þeirra samtaka, sem þá gengu í NOSS er TCO—S (Tjánste- mánnens centralorganisation — stats- tjánstemannasektion) í Svíþjóð, sem er fjölmennasta og sennilega bezt skipulagt af aðildarsamtökum NOSS, en í því eru 150 þús. ríkisstarfsmenn. Þetta stóra og sterka samband lét held- ur ekki á sér standa um starf. Það undir- bjó, skipulagði og stjómaði fyrsta náms- fundi eða ráðstefnu (studiekonferens) á vegum NOSS, eftir breytinguna. Ráðstefna þessi var haldin í Stokk- hólmi dagana 4.—8. október s. 1. Þátttak- endur voru 2 frá hverju landanna, Dan- mörku, Noregi og íslandi, en 4 frá Finn- landi og Svíþjóð. Viðfangsefni námsráðstefnunnar var einmitt brennandi dagsins mál, samnings- réttur ríkisstarfsmanna og meðferð samn- ingamála, þ. e. aðferðin, sem notuð er við gerð kjarasamninga. Hvert land gaf skýrslu um gang samninga og niðurstöð- ur þeirra, en þeim hafði einmitt verið lokið á s. 1. ári eða eftir áramót í Finn- landi, Noregi, íslandi og a. n. 1. í Svíþjóð. Ræddar voru niðurstöður þeirra, og enn- fremur ástand og horfur um þá samninga eða þætti þeirra, sem enn er ólokið. Lögð voru fram ýmis gögn, sem skrif- stofa B.S.R.B. hefur til varðveizlu og notkunar, munar þar langmest um fram- lag Svía. Þess skal getið, að í Danmörku standa nú yfir umræður í nefnd, sem skipuð hef- ur verið til að endurskoða launalögin og þau lög, sem þeim fylgja í því landi. Dan- mörk hefur ekki lög um samningsrétt ríkisstarfsmanna, heldur ríkir þar hefð um íhlutun þeirra og þátttöku við undir- búning launalaga og' meira að segja til ráðninga og ýmissa atriða um réttindi og skyldur. Auk undirritaðs var Sverrir Júlíusson form. S.F.R. fulltrúi B.S.R.B. á ráðstefn- unni. Höfum við gefið stjórn bandalags- ins skriflega skýrslu um ferðina. Við telj- um ráðstefnuna mjög gagnlega, lærdóms- ríka á margan hátt, og mikils virði að hnýta bönd kunningsskapar og vináttu milli trúnaðarmanna ríkisstarfsmanna á N orðurlöndum. Heimsóttar voru höfuðstöðvar sænsku samtakanna TCO og SR og ennfremur samninganefndar sænska ríkisins SAV, Statens Avtalsverk. Þar starfa nú um 70 manns, er vinna að undirbúningi kjara- samninga við þá launþega, sem ríkið hef- ur í þjónustu sinni, en gert er ráð fyrir að starfsliðið muni verða um 90 manns. Stofnuninni er skipt í deildir, og annast hver deild ákveðið verksvið. I aðseturs- stað samningsnefndarinnar „Slottsback- en“, er ennfremur séð fyrir vistarverum handa samninganefndum ríkisstarfsmanna, sem koma frá fjórum aðalsamböndum, þ. e. TCO—S, LO, statstjanarkartellet, SR, og SACO. TCO—S á miklar þakkir skyldar fyrir ÁSGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.