Verktækni - 2012, Page 3

Verktækni - 2012, Page 3
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@verktaekni.is V E R K T Æ K N I Verðmæti Í þessu tölublaði (bls. 4) er vakin athygli á mikilvægi þess að félagsmenn gæti að því að vinnuveitendur standi skil á lög- bundnu framlagi í sjúkra- eða styrktar- sjóði VFÍ og KTFÍ. Ef iðgjöldin eru ekki greidd glatast mikilvæg réttindi, til dæmis í erfiðum veikindum. Því miður eru dæmi um slíkt hjá félagsmönnum VFÍ og KTFÍ. Mikilvægt er að hafa í huga að full aðild að sjóðunum er ekki tryggð nema greiðslur berist samfellt í sex mánuði. Auk þess að styrkja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra við fjárhagsleg áföll vegna veikinda, slysa eða andláts, þá greiða sjóðirnar viðbótarframlag í fæð- ingarorlofi og veita styrki vegna heilsu- verndar og líkamsræktar. Úthlutunarreglur og rafræn umsókn- areyðublöð sjóðanna eru á vefjum félaganna, vfi.is og tfi.is undir „Kjaramál“ sem er að finna á stikunni efst á forsíðu. Einnig má hafa samband við skrifstofuna. Og að allt öðru. Í Fréttablaðinu var nýlega gott viðtal við Hilmar Braga Janusson, sem nýverið tók við stöðu forseta Verkfræði- og náttúruvísinda- sviðs Háskóla Íslands, VON. Þar segir hann meðal annars að búa þurfi til kúltúr nýsköpunar þar sem rann- sóknirnar eru hagnýttar til að búa til verðmæti. Til að svo megi verða nægi ekki nánari tengsl háskólanna við atvinnulífið heldur kalli þetta beinlínis á samruna atvinnulífs og háskóla. „Víðast hvar er þessi gamli greinar- munur ekki gerður á háskóla og atvinnulífi; háskólinn er hluti af atvinnulífinu. Til að setja þetta í sam- hengi má nefna að innan VON eru flestir doktorsnemar á Íslandi sem skil- ar sér í 300 ársverkum í rann- sóknartengdu námi. Þetta er vinna sem var ekki til á Íslandi fyrir nokkrum árum og felur í sér fjölda tækifæra. Mitt starf er að koma þeim í verð. Við eigum auðvitað ekkert að slaka á rannsóknar- starfinu en það þarf líka að huga að hagnýtingunni þannig að þekkingin skili sér hratt og örugglega“. Viðtalið við Hilmar má lesa á visir.is. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri Efni á vefina Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynningar, fréttir eða annað efni á vefjum VFÍ og TFÍ geta sent tölvupóst til ritstjóra Verktækni, sigrun@verktaekni.is. Athugið að hægt er að nálgast pdf-útgáfu af Verktækni á vefj- unum. Vefir félaganna – og Facebook Á vefsíðum VFÍ og TFÍ er að finna upplýsingar um starfsemi félaganna; fréttir, viðburði og kjaratengd málefni. Þar er meðal annars hægt að skila inn umsóknum um inngöngu í félögin og til sjóða í vörslu þeirra. Undir „Kjaramál“ sem er á stikunni efst á forsíðunni er að finna margvíslegar upplýsingar er varða kjaralega hagsmuni. Einnig er hægt að fylgja félögunum á Fésbókinni: www.facebook.com/vfi.1912 og www.facebook.com/tfi.1960. www.vfi.is, www.tfi.is Breytt netföng Félagsmenn eru hvattir til að senda skrif- stofunni upplýsingar um breytt netföng. Senda má póst á skrifstofa@verktaekni.is eða hringja í síma: 535 9300. Skilafrestur Stefnt er að því að næsta tölublað Verktækni komi út í október. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst: sigrun@verktaekni.is L E I Ð A R I N N VFÍ 100 ára Tabula Gratulatoria Nú í haust kemur út 100 ára saga Verkfræðingafélags Íslands. Vel er vandað til verksins, bókin verður glæsileg og skreytt fjölda mynda. Verkfræðingar eru hvattir til að skrá sig á Tabula Gratulatoria listann sem mun birtast í bókinni og festa í leiðinni kaup á henni fyrir 4.800 krónur en bókin mun kosta 6.800 krónur í almennri sölu. Viltu vera með? Farðu þá forsíðu vfi.is og veldu reitinn: Tabula Gratulatoria/Hundrað ára saga Verkfræðingafélags Íslands til að skrá þig. Nú þegar hafa fjölmargir verkfræðingar skráð sig. Félagsmenn í VFÍ eru hvattir að láta verkfræðinga sem standa utan félags vita af þessu átaki, því markmiðið er að ná sem nöfnum sem flestra verkfræðinga í bókina.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue: 4. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/417761

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

4. tölublað (2012)

Actions: