Verktækni - 2012, Page 3
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is
Engjateigi 9 · 105 Reykjavík
Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur:
sigrun@verktaekni.is
V E R K T Æ K N I
Verðmæti
Í þessu tölublaði (bls. 4) er vakin athygli
á mikilvægi þess að félagsmenn gæti að
því að vinnuveitendur standi skil á lög-
bundnu framlagi í sjúkra- eða styrktar-
sjóði VFÍ og KTFÍ. Ef iðgjöldin eru ekki
greidd glatast mikilvæg réttindi, til
dæmis í erfiðum veikindum. Því miður
eru dæmi um slíkt hjá félagsmönnum
VFÍ og KTFÍ. Mikilvægt er að hafa í
huga að full aðild að sjóðunum er ekki
tryggð nema greiðslur berist samfellt í
sex mánuði.
Auk þess að styrkja sjóðfélaga og
fjölskyldur þeirra við fjárhagsleg áföll
vegna veikinda, slysa eða andláts, þá
greiða sjóðirnar viðbótarframlag í fæð-
ingarorlofi og veita styrki vegna heilsu-
verndar og líkamsræktar.
Úthlutunarreglur og rafræn umsókn-
areyðublöð sjóðanna eru á vefjum
félaganna, vfi.is og tfi.is undir
„Kjaramál“ sem er að finna á stikunni
efst á forsíðu. Einnig má hafa samband
við skrifstofuna.
Og að allt öðru. Í Fréttablaðinu var
nýlega gott viðtal við Hilmar Braga
Janusson, sem nýverið tók við stöðu
forseta Verkfræði- og náttúruvísinda-
sviðs Háskóla Íslands, VON. Þar segir
hann meðal annars að búa þurfi til
kúltúr nýsköpunar þar sem rann-
sóknirnar eru hagnýttar til að búa til
verðmæti. Til að svo megi verða nægi
ekki nánari tengsl háskólanna við
atvinnulífið heldur kalli þetta beinlínis
á samruna atvinnulífs og háskóla.
„Víðast hvar er þessi gamli greinar-
munur ekki gerður á háskóla og
atvinnulífi; háskólinn er hluti af
atvinnulífinu. Til að setja þetta í sam-
hengi má nefna að innan VON eru
flestir doktorsnemar á Íslandi sem skil-
ar sér í 300 ársverkum í rann-
sóknartengdu námi. Þetta er vinna sem
var ekki til á Íslandi fyrir nokkrum
árum og felur í sér fjölda tækifæra. Mitt
starf er að koma þeim í verð. Við eigum
auðvitað ekkert að slaka á rannsóknar-
starfinu en það þarf líka að huga að
hagnýtingunni þannig að þekkingin
skili sér hratt og örugglega“. Viðtalið við
Hilmar má lesa á visir.is.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri
Efni á vefina
Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynningar,
fréttir eða annað efni á vefjum VFÍ og TFÍ
geta sent tölvupóst til ritstjóra Verktækni,
sigrun@verktaekni.is. Athugið að hægt er
að nálgast pdf-útgáfu af Verktækni á vefj-
unum.
Vefir félaganna – og Facebook
Á vefsíðum VFÍ og TFÍ er að finna
upplýsingar um starfsemi félaganna; fréttir,
viðburði og kjaratengd málefni. Þar er
meðal annars hægt að skila inn umsóknum
um inngöngu í félögin og til sjóða í vörslu
þeirra. Undir „Kjaramál“ sem er á stikunni
efst á forsíðunni er að finna margvíslegar
upplýsingar er varða kjaralega hagsmuni.
Einnig er hægt að fylgja félögunum á
Fésbókinni: www.facebook.com/vfi.1912 og
www.facebook.com/tfi.1960.
www.vfi.is, www.tfi.is
Breytt netföng
Félagsmenn eru hvattir til að senda skrif-
stofunni upplýsingar um breytt netföng.
Senda má póst á skrifstofa@verktaekni.is
eða hringja í síma: 535 9300.
Skilafrestur
Stefnt er að því að næsta tölublað
Verktækni komi út í október. Þeir sem vilja
koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til
ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst:
sigrun@verktaekni.is
L E I Ð A R I N N
VFÍ 100 ára
Tabula Gratulatoria
Nú í haust kemur út 100 ára saga Verkfræðingafélags
Íslands. Vel er vandað til verksins, bókin verður glæsileg
og skreytt fjölda mynda.
Verkfræðingar eru hvattir til að skrá sig á Tabula
Gratulatoria listann sem mun birtast í bókinni og festa
í leiðinni kaup á henni fyrir 4.800 krónur en bókin mun
kosta 6.800 krónur í almennri sölu.
Viltu vera með? Farðu þá forsíðu vfi.is og veldu reitinn:
Tabula Gratulatoria/Hundrað ára saga Verkfræðingafélags
Íslands til að skrá þig.
Nú þegar hafa fjölmargir verkfræðingar skráð sig.
Félagsmenn í VFÍ eru hvattir að láta verkfræðinga
sem standa utan félags vita af þessu átaki, því markmiðið
er að ná sem nöfnum sem flestra verkfræðinga í bókina.