Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 37
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 25. september 2021
Saga borgarinnar á ólíkum tímum er
rakin á útisýningunni. MYND/AÐSEND
starri@frettabladid.is
Útisýning á myndum Lindu
Ólafsdóttur úr bókinni Reykjavík
barnanna – Tímaflakk um höfuð-
borgina okkar, við texta Margrétar
Tryggvadóttur, var sett upp um
miðjan ágúst og stendur fram í
nóvember. Myndirnar eru til sýnis
í Pósthússtræti í Reykjavík, gegnt
Hótel Borg.
Bókin geymir sögu borgarinnar
þar sem líf íbúa á ólíkum tímum
lifnar við í máli og myndum.
Fjallað er um ýmsa þætti í lífi borg-
arinnar, til dæmis sagt frá bröggum
sem stóðu þar sem Hallgrímskirkja
er í dag, frá draugagangi í Höfða og
rifjað upp þegar Reykjavík var lítið
meira en nokkur hús sem stóðu við
eina götu.
Einnig er sagt frá mannlífi og
menningu, blokkum og bröggum,
gatnakerfi og götulýsingu, skauta-
svellum og skolpræsum, útsýni og
útivist, og öllu mögulegu öðru sem
finna má í Reykjavík.
Hverri mynd á útisýningunni
fylgir ítarlegur texti sem lýsir
betur því sem þar fer fram en við-
fangsefnin eru fjölmörg, til dæmis
höfnin, dýralífið, bruninn mikli,
landnámið, tónlistarborgin, glæpir
og refsingar og ótal margt annað
sem gerir bæ að borg.
Sýningin stendur yfir í haust og
er sett upp í samstarfi við Reykja-
vík, Bókmenntaborg UNESCO,
Borgarsögusafn og Forlagið n
Skemmtileg og
fræðandi sýning
Stefán Torfason, sterkasti maður Íslands, stundar erfiðar æfingar daglega með tilheyrandi álagi á líkamann. Hann finnur mikinn mun eftir að hann hóf að
taka inn bætiefnin frá Eylíf. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Stundar aflraunir á heilbrigðan
hátt með íslenskum bætiefnum
Aflraunamaðurinn Stefán Torfason kynntist Happier GUTS og Active JOINTS frá Eylíf í
gegnum móður sína. Sportinu fylgir mikið álag á líkamann og meltinguna þar sem hann
borðar mikið. Hann finnur mikinn mun á sér eftir að hann hóf að taka inn bætiefnin. 2
Heilbrigð melting er
grunnur að góðri heilsu
Heilsan er dýrmætust
www.eylif.is