Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 28
Ég reyndi
eitthvað
við
háskóla,
skráði mig
í íslensku
eins og
pabbi, en
stóð mig
arfailla og
mætti
aldrei.
Ég var svona 15 ára þegar ég ákvað að fara í þetta,“ segir Hilmir Snær Guðna-son leikari. Hann ólst upp í Reykjavík ásamt for-
eldrum sínum og þremur systrum.
„Ég fæddist reyndar á Patreksfirði
en mamma og pabbi f luttu svo til
Reykjavíkur ári síðar, svo ég er alinn
upp á mölinni,“ segir hann.
Hilmir Snær ólst upp í miðbænum
og þar býr hann enn. Þegar hann
var barn skrifaði hann leikrit og
leikstýrði vinum sínum á bekkjar-
kvöldum í skólanum. „Svo gleymdi
ég því alveg þangað til ég fór í gagn-
fræðaskóla að ég hefði áhuga á þessu
og var eiginlega bara í íþróttum,“
segir hann.
„Svo voru tveir vinir mínir að fara
að skemmta saman og af einhverj-
um ástæðum fengu þeir mig með
sér og þá kviknaði áhuginn aftur og
ég fór á fullt í leiklist,“ bætir Hilmir
Snær við. Hann fór í leikfélagið í
Hagaskóla og heyrði þar af því að
hægt væri að mennta sig sem leikari,
sem hann svo gerði og útskrifaðist
úr leiklistarskólanum 1994.
„Ég útskrifaðist úr menntaskóla
og reyndi eitthvað við háskóla,
skráði mig í íslensku eins og pabbi,
en stóð mig arfailla og mætti aldrei,“
segir hann og hlær, en faðir Hilmis
er Guðni Kolbeinsson, íslensku-
fræðingur og þýðandi.
Sorgin hverfur aldrei
Hilmir Snær býr í næstu götu við
foreldra sína, sem hann segir hafa
gefið þeim systkinunum gott rými
til að læra og starfa við það sem
Gott að eldast í
heimi leiklistar
Hilmir Snær
hefur á síðustu
fjórum árum
misst tvær af
þremur systrum
sínum. Hann
segir sorgar-
ferlið hafa
kennt sér að
hægt sé að vera
sorgmæddur og
glaður á sama
tíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
vakti áhuga þeirra. „Það var aldr-
ei neitt sagt við því að ég ætlaði að
verða leikari, en reyndar sagði pabbi
við mig þegar ég fór í inntökupróf í
leiklistarskólann og ég var alveg
handviss um að ég kæmist inn, að
sniðugast væri að vona það besta en
búast við því versta,“ segir hann og
hlær. Það besta gerðist þó og Hilmir
komst inn í fyrstu tilraun.
Systur Hilmis menntuðu sig og
störfuðu á ýmsum ólíkum sviðum
innan lista, fjármála og sálfræði. „Ég
átti þrjár systur, en því miður á síð-
ustu fjórum árum hafa tvær þeirra
dáið úr krabbameini, nú erum við
bara eftir ég og yngsta systir mín.“
Ásdís systir Hilmis lést úr krabba-
meini árið 2017 og Bergdís lést í maí
síðastliðnum. „Hún fékk krabba-
mein fyrir átta árum síðan, svo hún
var lengi veik og búin að berjast
lengi, en Ásdís dó fyrir fjórum árum
og það tók snöggt af eftir að hún
greindist, svo þetta er búið að vera
mikið álag á fjölskylduna,“ segir
Hilmir Snær.
„Það er erfitt að lýsa þessu en það
hefur verið mikill doði yfir allri
fjölskyldunni í þessi ár, en það er
nú samt þannig að maður verður
að halda áfram og við höfum verið
að vinna okkur í gegnum sorgina,“
segir hann og bætir við að foreldrar
hans hafi tekið missinum af miklu
æðruleysi.
Upp og niður
Fjölskyldan hafi gefið sorginni rými
en hafi lært að hægt sé að vera sorg-
mædd og glöð á sama tíma. „Maður
hefur komist að einu í gegnum þetta
tímabil, að maður getur ekki verið
sorgmæddur á hverjum degi, það fer
alveg með mann,“ segir Hilmir.
„Enda vorum við, ég og fjölskyld-
an, öll oft glöð og hlæjandi á þessu
tímabili og gátum slegið ýmsu upp í
létt grín og þær gátu það líka þó þær
væru svona veikar,“ útskýrir hann.
„Við erum öll þannig gerð að við
förum upp og niður og eins leiðin-
legt og það er að þetta hafi gerst, þá
verðum við að halda áfram að lifa,
sama hvort okkur líkar það betur
eða verr, því að við erum enn þá lif-
andi,“ segir Hilmir og bætir við að
hann sé meðvitaður um að systur
hans hefðu viljað að hann héldi
áfram að lifa, skemmta sér og hafa
gaman.
„Þær hefðu ekki viljað að ég
myndi aldrei aftur skemmta mér
eða halda matarboð, en auðvitað
kemur sorgin stundum upp og
maður er aldrei laus við hana.
Stundum þegar ég er að hafa gaman
og er hlæjandi með vinum, þá hugsa
ég til systra minna og verð leiður í
smástund og þegar við fjölskyldan
erum saman er áberandi að þær
vanti, en maður verður að læra að
lifa með sorginni.“
Úr sorginni í grínið
Stuttu eftir að Bergdís lést í vor fór
Hilmir Snær í tökur á bíómynd.
Hann fór og lék í myndinni Allra
síðasta veiðiferðin, við Laxá í Aðal-
dal, en myndin er framhald af Síð-
ustu veiðiferðinni, grínmynd sem
sló í gegn í fyrra.
Spurður að því hvernig það hafi
verið að fara beint úr sorginni eftir
að Bergdís lést, í upptökur á grín-
mynd, segir Hilmir það hafa verið
hálfgert frí frá sorginni. „Hún lést
í maí og í júní fór ég í upptökur á
þessari mynd,“ segir hann.
„Þó að það sé kannski hart að
segja það þá var þetta eins og smá
frí frá sorginni. Við vorum búin að
vera í sorgarferli í átta ár, að glíma
við að þær væru veikar og svo deyja
þær og sorgin tekur yfir, þarna kom
pása frá þessu og það þurfa allir frí
frá sorginni.“
Frægur á einni nóttu
Hilmir Snær hefur tekið að sér fjölda
ólíkra hlutverka í gegnum tíðina,
bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Hann
hefur leikið bæði í gríni og drama og
segist njóta þess til jafns.
„Mér finnst svo gaman að geta
gert hvoru tveggja vegna þess að
stundum er svo gott, þegar maður
er búinn að vera að leika drama og
kannski orðinn svolítið þungur í
sér, að leika eitthvert gamanhlut-
verk. Það er svo skemmtilegt og allt
annar fílingur að koma fólki til að
hlæja, það er svo mikill léttir í því og
það er mjög endurnærandi.“
Hilmir Snær hafði landað sínu
fyrsta hlutverki áður en hann
útskrifaðist úr leiklistarskólanum
vorið 1994. Rétt fyrir útskrift
hringdi Baltasar Kormákur í hann
og bað hann að leika í Hárinu, söng-
leik sem hann var að setja upp í
Gamla bíói.
Hilmir hafði hugsað sér að taka frí
um sumarið en sló þó á endanum til
og þá breyttist allt á einni nóttu.
„Ég var með einhverja fordóma
fyrir söngleikjum af því ég þóttist
vera svo mikill listamaður og var
ekki alveg til í þetta, en á endanum
sannfærði Balti mig og ég sé ekki
eftir því, þetta var svakaleg sýning,“
segir Hilmir.
Upphaflega stóð til að sýna Hárið
í mánuð en sýningin sló í gegn og
var sýnd fyrir fullu húsi mánuðum
Hilmir Snær Guðnason elskar
að veiða og vera á hestbaki.
Hann nýtur þess til jafns
að leika í drama og gríni og
er mikill stemningsmaður.
Hilmir missti tvær systur úr
veikindum og þekkir sorg og
missi vel.
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
26 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ