Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 78
Einmanaleikinn er alþjóðlegt vanda- mál hjá eldri borgurum. Fólk er þannig gert að það vill vera í kringum annað fólk. Við erum að tala um öryggi og sam- skipti. Helgi Pétursson, jafnan kenndur við Ríó Tríó, tók nýverið við formannsembætti Landssambands eldri borgara. FRE´TTABLAÐIÐ/VALLI Helgi Pétursson tók við formannsembætti Lands- sambands eldri borgara nú í vor. Hann segir að kynslóðin sem er að detta inn á eftir- laun sé tilbúin til að láta í sér heyra. johannamaria@torg.is „Mitt fyrsta verk sem formaður var að ganga inn í og ganga frá fimm áhersluatriðum í baráttu eldra fólks í kosningunum sem fara fram í dag. Þessi atriði voru samþykkt í öllum félögum Landssambands- ins, sem eru 56 talsins og um land allt. Þá er félagatal alls um 30.000 manns,“ segir Helgi. Umrædd atriði snúa að kjaramálum eldri borgara, aldri við starfslok, heilsugæslu eldri borgara, búsetuskilyrðum og í fimmta lagi að einföldun lagaum- hverfis. Þetta er okkar manifestó „Í fyrsta lagi viljum við að almennt frítekjumark verði hækkað upp í 100.000 krónur. Í öðru lagi er mikilvægt að starfslok miðist ekki eingöngu við aldur viðkomandi, heldur sé tekið tillit til vilja og getu fólks til vinnu. Í þriðja lagi eru það mál heilsu- gæslu fyrir eldri borgara. Við setjum spurningarmerki við þá stefnu að fólk búi heima hjá sér eins lengi og það getur og drögum í efa hvað það merkir. Því eins og staðan er núna þá er hún komin langt úr fyrir æskileg viðmið. Heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem búa í eigin híbýlum er dýr og það hefur reynst erfitt að uppfylla hana almennilega. Við viljum sjá breytingu þar sem heilsugæslan er allt í senn þunga- miðjan í umönnun aldraðra, sem og forvarnar- og eftirlitsaðili. Þá tölum við fyrir því að heilsugæslan taki fólk í skoðun við 50-60 ára aldurinn og svo reglulega eftir það. Okkur þykir ekkert að því að fara með bílinn í tékk árlega ef hann er orðinn ákveðið gamall, en svo hikum við þegar um er að ræða manneskjur. Við erum einnig að biðja um að allir þeir þættir sem snúa að heilsu eldri borgara vinni saman. Það er algerlega fáránlegt að við séum með alla þessa þætti; lækna, hjúkr- unarfræðinga, umönnunaraðila og fleira, við erum að borga fyrir þetta allt saman, en þessir aðilar tala ekki saman. Það stendur allt á milli himins og jarðar okkur til boða en það vantar samnýtinguna og skipulagið. Við erum ekki að biðja um neitt sem er nýtt af nálinni. Fólk er alltaf að tala um peninga, en felst sérstakur kostn- aður í að félagsþjónusta, læknar og fleiri aðilar tali saman?“ Millistig í búsetu „Í fjórða lagi vantar sárlega milli- stig í búsetuúrræðum fyrir eldri borgara. Í dag er staðan sú að þú býrð bara heima hjá þér þar til þú ert bókstaflega að drepast inni í stofu. Þá tekur við hjúkrunar- heimili fyrir aldraða þar sem fólk er innan um háaldrað, veikt fólk. Vissulega er í boði að kaupa einhverjar lúxus þjónustuíbúðir sem eru rándýrar og allt of stórar. Okkar kynslóð er ekki að leitast eftir einhverjum stórum íbúðum. Menn vilja rétt um 50-70 fermetra íbúðir sem eru í beinni tengingu við þjónustu, eins og heilsu- gæslu, sjúkraþjálfara, líkamsrækt, hárgreiðslustofu og fleira. Fólk í þessum búsetuúrræðum myndi hitta annað fólk og kynnast inn- byrðis. Það sem fólk óttast mest í dag og líður allra verst yfir í núverandi kerfi, er einsemdin. Einmanaleikinn er alþjóðlegt vandamál hjá eldri borgurum. Fólk er þannig gert að það vill vera í kringum annað fólk. Við erum að tala um öryggi og samskipti. Í fimmta lagi viljum við að lagaumhverfið í kringum allt sem snýr að eldri borgurum sé ein- faldað. Það hefur verið venjan að flokka eldri borgara og öryrkja undir sama hatt en þetta eru afar ólíkir hópar þegar upp er staðið. Þetta eru okkar áhersluatriði og þetta er okkar manifestó!“ segir Helgi. Fótgönguliðar eldri borgara „Við höfum ekki peninga til þess að standa í auglýsingum. Þess í stað höfum við gengið á milli líkt og fótgönguliðar og komið þessu til skila maður á mann. Undan- farna mánuði höfum við fundað með stjórnmálaflokkum, fólki í framboði, fagfólki, samtökum atvinnulífsins, verkalýðshreyfing- unni, stjórnendum og fleirum og kynnt þeim baráttumál félagsins, það er, þessi fimm áhersluatriði. Ég er sjálfur sáttur við það hvernig flokkarnir sem eru í fram- boði hafa tekið áhersluatriðin upp á sína arma. Sumir hafa tekið nokkur upp á meðan stór hluti hefur tekið öll atriðin til greina. Við munum fylgjast spennt með því komandi ár hvort og hvernig loforðin verða efnd. Það koma margir aðilar að breytingum í þessum málaflokki. Allir virðast vera að bíða hverjir eftir öðrum og eru ósammála um það hver á að byrja.“ Við viljum sjá breytingar „Það er tími til kominn að fólk átti sig á þessari þróun sem hefur verið undanfarin ár og hvernig hún hefur breyst. Þessi stóri hópur er nú tilbúinn að láta til sín taka. Það er nefnilega nýtt fyrir mönnum að þegar fólk stendur á 67-70 ára þröskuldinum, þá geti það horft 25 ár fram í tímann. Þegar ég var tví- tugur blasti það við mér að þegar ég yrði 70, þá væri ég svo gott sem dauður. En svo hefur annað komið á daginn. Þessi kynslóð sem er að detta inn á ellilífeyrinn núna er fullfrísk og á sér áhugamál. Þetta er fólk sem horfir fram á veginn. Ég er bara 72 ára gamall og ég á nóg eftir. Ég vil ekkert búa í einhverju gamalmennagettói. Við eigum að geta hlakkað til að fara á eftirlaun, við eigum ekki að kvíða fyrir því. Kjaralega séð þá erum við að tala um 15 ára bil í launum. Hópurinn sem er að detta inn á eftirlaun er að vakna upp við vondan draum. Við höfum ekki búið við fullburða lífeyrisgreiðslukerfi á bakinu eins og yngri kynslóðir sem munu fá 80-90 prósent af launum sínum sem mánaðarlegar greiðslur. Þetta þarf að leiðrétta. Þessi kynslóð, stundum kölluð hippakynslóðin, þar með talinn ég sjálfur, þetta er hávær kynslóð. Við erum ekki jafnþolinmóð og kynslóðirnar á undan okkur og við munum láta í okkur heyra. Við erum ekki tilbúin í einhver hæg- fara nefndarstörf. Við viljum sjá breytingar,“ segir Helgi að lokum. n Þetta er okkar manifestó Ultra Macular augnvítamín og fjölvítamín Fæst í öllum helstu apótekum ULTRA MACULAR Augnvítamín + fjölvítamín Sannreynd meðferð á aldursbundinni augnbotnahrörnun. Samsetning Ultra Macular er byggð á niðurstöðum rannsóknar á þessu sviði, AREDS2. Ultra Macular er bæði augnvítamín og fjölvítamín og er því heildarvítamínlausn fyrir líkamann. REPOSE LÉTTIR UNDIR MEÐ ÞÉR Byltingarkennd vara fyrir einstaklinga sem eru komnir með þrýstingssár eða eiga í hættu á að fá slík sár. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 6 kynningarblað 25. september 2021 LAUGARDAGUREFRI ÁRIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.