Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 28
Ég reyndi eitthvað við háskóla, skráði mig í íslensku eins og pabbi, en stóð mig arfailla og mætti aldrei. Ég var svona 15 ára þegar ég ákvað að fara í þetta,“ segir Hilmir Snær Guðna-son leikari. Hann ólst upp í Reykjavík ásamt for- eldrum sínum og þremur systrum. „Ég fæddist reyndar á Patreksfirði en mamma og pabbi f luttu svo til Reykjavíkur ári síðar, svo ég er alinn upp á mölinni,“ segir hann. Hilmir Snær ólst upp í miðbænum og þar býr hann enn. Þegar hann var barn skrifaði hann leikrit og leikstýrði vinum sínum á bekkjar- kvöldum í skólanum. „Svo gleymdi ég því alveg þangað til ég fór í gagn- fræðaskóla að ég hefði áhuga á þessu og var eiginlega bara í íþróttum,“ segir hann. „Svo voru tveir vinir mínir að fara að skemmta saman og af einhverj- um ástæðum fengu þeir mig með sér og þá kviknaði áhuginn aftur og ég fór á fullt í leiklist,“ bætir Hilmir Snær við. Hann fór í leikfélagið í Hagaskóla og heyrði þar af því að hægt væri að mennta sig sem leikari, sem hann svo gerði og útskrifaðist úr leiklistarskólanum 1994. „Ég útskrifaðist úr menntaskóla og reyndi eitthvað við háskóla, skráði mig í íslensku eins og pabbi, en stóð mig arfailla og mætti aldrei,“ segir hann og hlær, en faðir Hilmis er Guðni Kolbeinsson, íslensku- fræðingur og þýðandi. Sorgin hverfur aldrei Hilmir Snær býr í næstu götu við foreldra sína, sem hann segir hafa gefið þeim systkinunum gott rými til að læra og starfa við það sem Gott að eldast í heimi leiklistar Hilmir Snær hefur á síðustu fjórum árum misst tvær af þremur systrum sínum. Hann segir sorgar- ferlið hafa kennt sér að hægt sé að vera sorgmæddur og glaður á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI vakti áhuga þeirra. „Það var aldr- ei neitt sagt við því að ég ætlaði að verða leikari, en reyndar sagði pabbi við mig þegar ég fór í inntökupróf í leiklistarskólann og ég var alveg handviss um að ég kæmist inn, að sniðugast væri að vona það besta en búast við því versta,“ segir hann og hlær. Það besta gerðist þó og Hilmir komst inn í fyrstu tilraun. Systur Hilmis menntuðu sig og störfuðu á ýmsum ólíkum sviðum innan lista, fjármála og sálfræði. „Ég átti þrjár systur, en því miður á síð- ustu fjórum árum hafa tvær þeirra dáið úr krabbameini, nú erum við bara eftir ég og yngsta systir mín.“ Ásdís systir Hilmis lést úr krabba- meini árið 2017 og Bergdís lést í maí síðastliðnum. „Hún fékk krabba- mein fyrir átta árum síðan, svo hún var lengi veik og búin að berjast lengi, en Ásdís dó fyrir fjórum árum og það tók snöggt af eftir að hún greindist, svo þetta er búið að vera mikið álag á fjölskylduna,“ segir Hilmir Snær. „Það er erfitt að lýsa þessu en það hefur verið mikill doði yfir allri fjölskyldunni í þessi ár, en það er nú samt þannig að maður verður að halda áfram og við höfum verið að vinna okkur í gegnum sorgina,“ segir hann og bætir við að foreldrar hans hafi tekið missinum af miklu æðruleysi. Upp og niður Fjölskyldan hafi gefið sorginni rými en hafi lært að hægt sé að vera sorg- mædd og glöð á sama tíma. „Maður hefur komist að einu í gegnum þetta tímabil, að maður getur ekki verið sorgmæddur á hverjum degi, það fer alveg með mann,“ segir Hilmir. „Enda vorum við, ég og fjölskyld- an, öll oft glöð og hlæjandi á þessu tímabili og gátum slegið ýmsu upp í létt grín og þær gátu það líka þó þær væru svona veikar,“ útskýrir hann. „Við erum öll þannig gerð að við förum upp og niður og eins leiðin- legt og það er að þetta hafi gerst, þá verðum við að halda áfram að lifa, sama hvort okkur líkar það betur eða verr, því að við erum enn þá lif- andi,“ segir Hilmir og bætir við að hann sé meðvitaður um að systur hans hefðu viljað að hann héldi áfram að lifa, skemmta sér og hafa gaman. „Þær hefðu ekki viljað að ég myndi aldrei aftur skemmta mér eða halda matarboð, en auðvitað kemur sorgin stundum upp og maður er aldrei laus við hana. Stundum þegar ég er að hafa gaman og er hlæjandi með vinum, þá hugsa ég til systra minna og verð leiður í smástund og þegar við fjölskyldan erum saman er áberandi að þær vanti, en maður verður að læra að lifa með sorginni.“ Úr sorginni í grínið Stuttu eftir að Bergdís lést í vor fór Hilmir Snær í tökur á bíómynd. Hann fór og lék í myndinni Allra síðasta veiðiferðin, við Laxá í Aðal- dal, en myndin er framhald af Síð- ustu veiðiferðinni, grínmynd sem sló í gegn í fyrra. Spurður að því hvernig það hafi verið að fara beint úr sorginni eftir að Bergdís lést, í upptökur á grín- mynd, segir Hilmir það hafa verið hálfgert frí frá sorginni. „Hún lést í maí og í júní fór ég í upptökur á þessari mynd,“ segir hann. „Þó að það sé kannski hart að segja það þá var þetta eins og smá frí frá sorginni. Við vorum búin að vera í sorgarferli í átta ár, að glíma við að þær væru veikar og svo deyja þær og sorgin tekur yfir, þarna kom pása frá þessu og það þurfa allir frí frá sorginni.“ Frægur á einni nóttu Hilmir Snær hefur tekið að sér fjölda ólíkra hlutverka í gegnum tíðina, bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Hann hefur leikið bæði í gríni og drama og segist njóta þess til jafns. „Mér finnst svo gaman að geta gert hvoru tveggja vegna þess að stundum er svo gott, þegar maður er búinn að vera að leika drama og kannski orðinn svolítið þungur í sér, að leika eitthvert gamanhlut- verk. Það er svo skemmtilegt og allt annar fílingur að koma fólki til að hlæja, það er svo mikill léttir í því og það er mjög endurnærandi.“ Hilmir Snær hafði landað sínu fyrsta hlutverki áður en hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum vorið 1994. Rétt fyrir útskrift hringdi Baltasar Kormákur í hann og bað hann að leika í Hárinu, söng- leik sem hann var að setja upp í Gamla bíói. Hilmir hafði hugsað sér að taka frí um sumarið en sló þó á endanum til og þá breyttist allt á einni nóttu. „Ég var með einhverja fordóma fyrir söngleikjum af því ég þóttist vera svo mikill listamaður og var ekki alveg til í þetta, en á endanum sannfærði Balti mig og ég sé ekki eftir því, þetta var svakaleg sýning,“ segir Hilmir. Upphaflega stóð til að sýna Hárið í mánuð en sýningin sló í gegn og var sýnd fyrir fullu húsi mánuðum Hilmir Snær Guðnason elskar að veiða og vera á hestbaki. Hann nýtur þess til jafns að leika í drama og gríni og er mikill stemningsmaður. Hilmir missti tvær systur úr veikindum og þekkir sorg og missi vel. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 26 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.