Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00.
DAGSKRÁ
1. Almenn aðalfundarstörf sam-
kvæmt 15. grein samþykkta
félagsins.
2. Heimild aðalfundar fyrir
félagsstjórn til kaupa á eigin
hlutabréfum.
3. Þróunarmál og hönnun.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í
Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim
hlutahafa sem þess óskar.
Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að
stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru
verður fyllstu varúðar gætt.
Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða
í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt.
Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og
skriflegt umboð.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá
skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á
fundardag.
Mosfellsbæ, apríl 2021.
Stjórn ÍSTEX hf.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð samþykkti á síðasta
fundi sínum að veita Bjargi íbúða-
félagi vilyrði fyrir lóðum undir fjöl-
býlishús á tveimur stöðum í borg-
inni. Annars vegar er um að ræða
lóð á horni Háaleitisbrautar og
Safamýrar, gegnt verslunarmiðstöð-
inni Miðbæ, og hins vegar á þróun-
urreit við Seljakirkju í Breiðholti.
Á báðum lóðunum áformar Bjarg
að reisa fjölbýlishús með 60 íbúðum.
Báðir þessir reitir eru í nýsam-
þykktu aðalskipulagi Reykjavíkur
frá í mars sl. og mun Reykjavík-
urborg vinna deiliskipulag reitanna í
samvinnu við Bjarg.
Skipulagsvinna er hafin
Fram kemur í greinargerð skrif-
stofu borgarstjóra og borgarritara
að vinna við deiliskipulag lóðar sem
afmarkast af Safamýri, Háaleitis-
braut og Miklubraut sé hafin. Þá er
sömuleiðis umhverfis- og skipulags-
svið að vinna við gerð hverfisskipu-
lags Breiðholts og er sú vinna langt
komin. Gert er ráð fyrir að Félags-
bústaðir og almenn leigufélög skipti
með sér hluta íbúðanna sem nánar
verður ákveðið í úthlutunarbréfi um
byggingarréttinn.
Á sama fundi borgarráðs voru
lagðar fram tillögur matsnefndar
vegna umsókna Bjargs um stofn-
framlög. Niðurstaða matsnefndar-
innar er sú að Bjarg uppfylli öll skil-
yrði. Matsnefnd mælir með að
borgarráð samþykki umsókn um
stofnframlag að upphæð krónur
241.509.898 á grundvelli framan-
greinds mats vegna hússins við
Háaleitisbraut. Sama upphæð er
lögð til vegna fjölbýlishússins í
Seljahverfi. Stofnframlag kemur til
útborgunar þegar fyrir liggur samn-
ingur við Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun og við Reykjavíkurborg.
Nýbyggingarverkefnum Bjargs
við Háaleitisbraut og í Seljahverfi er
ætlað að tryggja tekjulágum ein-
staklingum og fjölskyldum á vinnu-
markaði, sem eru fullgildir félags-
menn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB,
aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í
langtímaleigu. Um er að ræða svo-
kölluð leiguheimili að norrænni fyr-
irmynd.
Með lögum 52/2016 um almennar
íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og
ríkið gætu komið að fjármögnun
íbúða á leigumarkaði með framlög-
um til sjálfseignarstofnana eða lög-
aðila sem ekki eru rekin í hagn-
aðarskyni. Bjarg er slík sjálfs-
eignarstofnun. Við veitingu stofn-
framlags er framlag ríkisins 18% en
framlag sveitarfélaga 12% af heild-
arkaupverði eða -byggingarkostnaði
íbúða.
Bjarg fær vilyrði fyrir
lóðum undir fjölbýli
- Lóðir við Háaleitisbrautina og Seljakirkju í Breiðholti
Morgunblaðið/sisi
Háaleitisbraut Bjarg fær úthlutaða lóð í framhaldi af húsaröð við Safamýri.
Vinir Vatnshólsins komu saman á
hólnum á Sjómannaskólareitnum
um helgina til að mótmæla fram-
kvæmdum við íbúðablokk á horni
Vatnsholts og Háteigsvegar.
Talið er að um 150 manns hafi
látið sjá sig, fullorðnir sem börn.
Var áletruðum trékrossum stungið
niður í moldina. Vildu íbúar þann-
ig benda á með táknrænum hætti
að verið væri að taka af leiksvæði
barna, sem hafa rennt sér niður
hólinn á snjóþotum að vetrarlagi.
Á krossunum stóð m.a. „Ævintýrin
okkar“ og „Hjarta hverfisins“. Frá
því framkvæmdir hófust við blokk-
ina fyrir um mánuði hafa börn úr
hverfinu tekið sér stöðu við hólinn
til að minna á sinn málstað.
Ung stúlka í hverfinu bauð
borgarstjóra og borgarfulltrúum í
útsýnisferð um svæðið sl. laug-
ardag. Borgarstjóri mætti og fimm
aðrir borgarfulltrúar. Bergrún
Tinna Magnúsdóttir, ein tals-
manna Vina Vatnshólsins, segir að
mótmælunum verði haldið áfram.
Kallað verði eftir því að ásýnd
hólsins og næsta umhverfis verði
bætt. „Við viljum til dæmis fá skýr
svör frá borginni á því af hverju
10 metra helgunarreitur Vatns-
hólsins sé ekki virtur,“ segir
Bergrún.
Vatnshóllinn Íbúar úr hverfinu tóku sér stöðu á hólnum um helgina til að
mótmæla framkvæmdum við hólinn. Krossum var stungið í moldina.
Íbúar mótmæltu
á Vatnshólnum
- Sex borgarfulltrúar létu sjá sig