Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að þau hefðu flutt stjórnarandstæðinginn Alexei Na- valní á sjúkrahús í öðru fangelsi en því sem hann var upphaflega vist- aður í, en stjórnvöld í Bandaríkjun- um sem og Evrópusambandið höfðu áður hótað Rússum að þeir yrðu gerðir ábyrgir fyrir því ef Navalní dæi í haldi stjórnvalda. Sagði í tilkynningu fangelsisstofn- unarinnar að ástand Navalnís væri „ásættanlegt“ og hann hefði sam- þykkt að taka inn vítamín, en hann hefur verið í þriggja vikna hungur- verkfalli. Hefur stofnunin til þessa neitað læknum Navalnís að skoða hann. Þá sagði Dmítrí Peskov, tals- maður Vladimírs Pútín Rússlands- forseta, að heilsa sakamanna í Rúss- landi væri ekki málefni sem kæmi erlendum ríkjum við. Áhyggjur af Úkraínu Örlög Navalnís voru meðal þess sem utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna ræddu á fjarfundi sínum í gær, en þau eru einungis einn af ásteytingarsteinum vestur- veldanna og Rússa um þessar mund- ir. Joseb Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, varaði þannig við því að Rússar hefðu nú um 150.000 manna herafla við landa- mæri sín að Úkraínu og á Krímskag- anum, og hefði fjöldinn aldrei verið meiri. Dmytro Kuleba, utanríkisráð- herra Úkraínu, sótti fjarfundinn og ræddi þar stöðuna sem komin væri upp. Sagði Kuleba á Twitter-síðu sinni að hann hefði lagt fram áætlun í nokkrum skrefum til þess að fæla stjórnvöld í Moskvu frá því að auka spennuna frekar. Sagði Kuleba með- al annars nauðsynlegt að leggja á frekari viðskiptaþvinganir, sem beindust að ákveðnum geirum frek- ar en einstaklingum. Borrell sagði hins vegar að á þess- ari stundu væri ekki verið að skoða tillögur að nýjum refsiaðgerðum gegn Rússum. Sendiráðsmenn sendir heim Þá ræddu ráðherrarnir einnig stöðuna í samskiptum Rússlands og Tékklands eftir helgina, en Tékkar ráku 18 rússneska sendiráðsmenn úr landi á laugardaginn, og svöruðu Rússar því með því að reka 20 Tékka úr landi. Saka Tékkar sendiráðsstarfs- mennina um að vera viðriðnir dul- arfulla sprengingu árið 2014 í skot- færageymslu tékkneska hersins, en tveir létust í kjölfar hennar. Var í fyrstu talið um slys að ræða, en Tékkar telja sig nú geta sannað að útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi verið þar að verki. Hafa tékknesk lögregluyfir- völd lýst eftir tveimur Rússum í tengslum við sprenginguna, en þeir eru einnig taldir tengjast eitur- vopnaárásinni á Skrípal-feðginin í Englandi árið 2018. Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar sakað Tékka um „ögrandi hegðun“. AFP Stirð samskipti Josep Borrell ræðir hér við fjölmiðla eftir fjarfund utan- ríkisráðherra sambandsins, en samskiptin við Rússa voru þar efst á baugi. Navalní fluttur á sjúkrahús - Stirð samskipti Rússa og vesturveldanna í brennidepli - ESB segir 150.000 hermenn við landamæri Úkraínu - Tékkar saka GRU um skemmdarverk Útgöngubann tók gildi hjá íbúum Nýju-Delí, höfuðborgar Indlands, og varir það fram til næsta mánudags vegna stóraukins fjölda tilfella kórón- uveirunnar. Arvind Kejriwal, ráð- herra yfir málefnum höfuðborgarinn- ar, sagði að heilbrigðiskerfi borgarinnar væri komið að fótum fram vegna faraldursins, og nauðsyn- legt væri að grípa í taumana núna. Rúmlega 15 milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni á Indlandi, hið næstmesta af öllum ríkjum, en þar búa um 1,3 milljarðar manns. Var til- kynnt í gær um 273.810 ný tilfelli í landinu, og var það fimmti dagurinn í röð sem fleiri en 200.000 ný smit voru greind. Ríkisstjórn landsins hyggst opna fyrir bólusetningu fyrir alla fullorðna einstaklinga frá og með 1. maí næst- komandi, en nú er hún takmörkuð við fólk eldra en 45 ára að aldri. Um 65% þeirra sem smitast hafa að undan- förnu í landinu eru hins vegar undir þeim aldri, en vísindamenn greinir á um hvort það sé vegna frekari áhættuhegðunar, eða vegna nýs af- brigðis veirunnar, sem nú hefur rutt sér til rúms á Indlandi. Bresk stjórnvöld brugðust við í gær með því að setja Indland á svo- nefndan „rauðan lista“, en ekki er tekið við farþegum frá ríkjunum á þeim lista nema þeir séu breskir eða írskir þegnar, og eru þeir skikkaðir til tveggja vikna dvalar í sóttvarnahúsi. Bandaríkin á viðkvæmum stað Bandaríkjamenn fögnuðu því um helgina að tekist hefði að bólusetja um helming allra fullorðinna einstak- linga í landinu minnst einu sinni, og er nú öllum einstaklingum yfir 18 ára aldri heimilt að láta bólusetja sig. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir landsins, varaði hins vegar við því í fyrrinótt að Bandaríkin væru „á við- kvæmum stað“, þar sem 7 daga með- altal nýrra smita væri nú yfir 60.000 talsins. „Við þurfum að gæta að því að fólk hætti ekki að passa sig og hrósi sigri of snemma. Nú er ekki rétti tím- inn til þess.“ Höfuðborgin í sóttkví í viku - Bretar loka á ferðalög frá Indlandi AFP Bólusetning Nýtt afbrigði á Ind- landi leggst meira á yngra fólk. Höfundar nýrrar rannsóknar- skýrslu sem stjórnvöld í Rúanda létu gera um þjóðarmorðið árið 1994 segja að Frakkar beri „um- talsverða ábyrgð“ á því, og að enn þann dag í dag neiti þeir að við- urkenna hvert þeirra rétta hlut- verk var. Segir í skýrslunni að Frakkar hafi verið „vitorðsmenn“ Hútúa, sem hafi lagt á ráðin um hreinsanir á allt að 800.000 manns af ættbálki Tútsa. Þá er því hafnað að frönsk stjórnvöld hafi ekki vitað um fyrirætlanir bandamanna sinna meðal Hútúa fyrir fram. Skýrslan byggir á fjölmörgum skjölum og rúmlega 250 vitn- isburðum um hina hryllilegu at- burði. Höfundar fundu þó ekki nein sönnunargögn fyrir því að Frakkar hafi tekið beinan þátt í fjöldamorð- unum. RÚANDA AFP Rúanda Þjóðarmorðið í Rúanda 1994 skók heimsbyggðina á sínum tíma. Segja Frakka bera umtalsverða ábyrgð Græningjar í Þýskalandi út- nefndu í gær Annalenu Baer- bock sem kansl- araefni sitt, en hún er annar af tveimur formönn- um flokksins. Hin fertuga Baerbock er fyrsta kansl- araefni flokksins, en Græningjar hafa mælst vel í skoð- anakönnunum undanfarið. Sagði Baerbock að hún myndi leggja áherslu á umhverfisvernd, næði hún kjöri. Þá sagðist hún vera boðberi endurnýjunar eftir 16 ára valdatíð Angelu Merkel. Gert er ráð fyrir að bandalag kristilegu demókrataflokkanna muni útnefna kanslaraefni sitt í dag. ÞÝSKALAND Græningjar útnefna Baerbock til forystu Annalena Baerbock Vísindamenn hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni NASA glöddust mjög í gærmorgun eftir að þeir náðu að láta Hugvit, drónaþyrlu sína á yfirborði Mars, hefjast á loft undir eigin afli. Afrekið átti sér stað um hálf- áttaleytið að íslenskum tíma og lyft- ist flugfarið um þrjá metra upp af yf- irborðinu, sveif þar um og lenti eftir 39 sekúndur og einu sekúndubroti betur. Þyrlan sendir myndir af flugi sínu til baka til jarðar, en það tók um þrjár klukkustundir að taka við þeim. Hér til hliðar má sjá eina af myndunum sem þyrlan sendi, og sést þar skuggi hennar vel á yf- irborði Mars. Verkefnið hefur verið sex ár í bí- gerð og sagði MiMi Aung, yfirverk- fræðingur þess, við teymi sitt að þau gætu nú loksins fagnað sinni eigin „Wright-bræðra stund“, og vísaði þar til fyrstu flugferðarinnar hér á jörðu árið 1903, en þá náðu bræð- urnir Orville og Wilbur að fljúga við bæinn Kitty Hawk í Norður- Karólínu. Bútur af klæði sem var í flugvél þeirra var settur í Hugvits- þyrluna sem heillagripur. Fyrsta flugferðin á öðrum hnetti - Hugvitsþyrlan tókst á loft á yfir- borði Mars og sendi myndir til jarðar AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.