Morgunblaðið - 20.04.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Hinn 19. mars síð-
astliðinn hófst eldgos í
Geldingadölum. Hefur
ekki farið fram hjá
neinum. Gosið er ná-
lægt byggð, og þar að
auki höfuðborgar-
svæðinu, og því var
ljóst frá upphafi að
margir myndu leggja
leið sína að gosstöðv-
unum. Björgunar-
sveitir landsins hafa komið að gæslu,
umferðarstýringu, sjúkraflutningum
og öðrum þeim verkefnum sem
verða til við atburð sem þennan og
hef ég notað nokkra sumarfrísdaga
mína í að sinna þessum verkefnum.
Mjög gaman og gefandi að taka þátt
í því. Nú er það svo að þegar slíkir
atburðir hafa staðið lengur en 72
klukkustundir þá greiðir ríkið fyrir
vinnuframlag björgunarsveitanna.
Um er að ræða samning milli Lands-
bjargar og ríkislögreglustjóra, sem
er vel. Miðað er við útseldan tíma
lögreglumanns og fyrir tæki er
greitt samkvæmt kjörum á almenn-
um markaði.
Ríkið tekur sér
langan greiðslufrest
Í þessu eldgosi hafa björgunar-
sveitir landsins lagt fram mörg þús-
und vinnustundir. Bara sveitin mín,
Hjálparsveit skáta í Hveragerði, hef-
ur lagt fram 431 klukkustund.
Grindvíkingar eflaust mörg þúsund
og aðrar sveitir eitthvað þar á milli.
Við í Hveragerði eigum inni í dag
hjá ríkinu um það bil fjórar milljónir
króna. En það er ekki sopið kálið
þótt í ausuna sé komið. Mér skilst að
ríkið gefi sér marga mánuði, stund-
um upp í eitt ár, að greiða kostnað
sem þennan til björgunarsveita
landsins. Veit ekki af hverju, ætli
það sé ekki bara af því bara, þau rök
sem maður því miður fær af hendi
ríkisvaldsins þegar eitthvað er ekki
eins og það á að vera.
Þetta er auðvitað
ekki í lagi og ég mun
skoða hvað er hægt að
gera til að þetta sé
ekki með þessum afar
einkennilega hætti.
Ætli maður fengi ekki
tiltal frá skattinum,
jafnvel lögfræðilegar
innheimtuaðgerðir, ef
maður segðist ætla að
hinkra með skatt-
greiðslur sínar í
nokkra mánuði, jafnvel
eitt ár. Bara svona af því bara, af
því að maður væri að nota aurinn í
eitthvað annað. Því miður er það
svo að það hallar yfirleitt, nánast
alltaf, á þann sem á í samskiptum/
viðskiptum við ríkið. Af því bara.
En þetta þarf auðvitað ekki að vera
svona. Við erum ríkið og við erum
þau sem byggðum öll þessi kerfi
upp.
Breytinga er þörf
En á jákvæðum nótum í lokin og
afsakið neikvæðnina. Eldgosið er
ægifagurt og tignarlegt. Jarðfræð-
ingum finnst það lítið en það er al-
gjörlega þess virði að ganga upp að
því á góðum degi. Veðurfar á Ís-
landi er mjög misjafnt og getur
breyst hratt. Skyggni misgott og
gasmengun getur orðið til þess að
svæðinu er lokað fyrirvaralaust.
Farið og njótið en farið varlega, ég
myndi helst ekki vilja hitta ykkur
þarna upp frá í einhverri neyð.
Eldgosið og aurar
Eftir Gísla
Pál Pálsson
Gísli Páll Pálsson
» Því miður er það svo
að það hallar yfir-
leitt, nánast alltaf, á
þann sem á í sam-
skiptum/viðskiptum við
ríkið. Af því bara.
Höfundur er gjaldkeri
Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.
gisli@grund.is
Öll börn geta allt
og tekið þátt í öllu
þar til annað kann að
koma í ljós. Börn með
„sérþarfir“ er orð-
notkun sem tíðkast
víða í samfélaginu,
bæði í skólakerfinu,
æskulýðs- og tóm-
stundamálum og
tengt þátttöku barna
í íþróttum. Ég veit
ekki um neitt barn sem er ekki
með sérþarfir; fullorðnir eru með
sérþarfir, heldri borgarar eru með
sérþarfir – við erum öll með sér-
þarfir!
Öll börn eru með þarfir – ég vil
tala um ólíkar þarfir barna. Það er
hlutverk okkar fullorðinna að
mæta þörfum allra barna, finna
lausnir og laga umhverfið að
barninu – ekki öfugt. Það er til
fullt af flottum snillingum sem
þurfa sérstaka nálgun og natni frá
samfélaginu svo þeir njóti sín í leik
og starfi. Við getum ekki ákveðið
að einhver geti ekki verið með. Við
verðum að prófa okkur áfram og
þora að taka áskorunum til að
auka lífsgæði allra barna. Flest
börn þora ef þau fá rétta aðstoð og
uppbyggilega nálgun.
Útfært skólasund
Sem dæmi þá getur barn með
litla hreyfigetu alltaf tekið þátt í
skólasundi. Þó svo að sundnámið
verði með aðlögunum og út-
færslum þá er barnið
að taka þátt í fé-
lagslegri athöfn, það
tekur þátt í leikjum og
stöðvaþjálfun, tekur
þátt í umræðum um
sundaðferðir, lærir ný
orð og hugtök sem
notuð eru í sundi og
síðast en ekki síst þá
er að þessu heilsufars-
legur ávinningur fyrir
barnið. Það er hlut-
verk skólastjórnenda
að skapa réttu aðstæð-
urnar og umgjörð.
Það sama á við um hreyfingu og
íþróttir sem fara fram hvort held-
ur sem er utandyra eða innandyra.
Heilsa er líkamleg, andleg og fé-
lagsleg. Þetta er nefnilega allt
spurning um viðhorf okkar sem
leiðbeinum og hæfileika okkar til
að sjá tækifæri í stað vanda –
tækifæri fyrir alla.
Börn með þarfir –
Blár apríl
Eftir Sabínu
Steinunni
Halldórsdóttur
Sabína Steinunn
Halldórsdóttir
» Öll börn eru með
þarfir – ég vil tala
um ólíkar þarfir barna.
Það er hlutverk okkar
fullorðinna að mæta
þörfum allra barna,
finna lausnir og laga
umhverfið að barninu –
ekki öfugt.
Höfundur er M.ed. íþrótta- og heilsu-
fræðingur. Færni til framtíðar.
Sögu hugans má
greina í sameiginlegri
dulvitund mannkyns,
óminnisdjúpinu. Dul-
vitundin birtist í goð-
sögnum og trúar-
brögðum, sem í
fyllingu tímans rötuðu
inn í forna speki, bók-
menntir, þjóðsögur og
ævintýri. Fornleifar
hafa einnig merka
sögu að segja. Þær elstu eru um
fjórtán þúsund ára gamlar.
Nú, þegar afdrifaríkra straum-
hvarfa gætir í vestrænni menn-
ingu, er ekki úr vegi að skoða
þessa sögu. Það mætti hugsanlega
eitthvað af henni læra um tilurð
menningar, kynja og sjálfs.
Í upphafi var myrkvað frum-
hvolfið, einatt táknað með baugi.
Foreldrar alls, himinn og jörð,
greindust að. Frumbyggjar Nýja-
Sjálands nefndu þá Rangi og Papa.
Í þeim áttu öll fyrirbæri náttúr-
unnar, guðir og menn, upphaf sitt.
Í sköpunarsögunum er foreldr-
unum almennt lýst sem tvíkynja
(hermafrodite) veru.
Í indversku trúarritunum (Up-
anishad) stendur: „Við upphaf ver-
aldarinnar var Sálin (Atman) alein
í mynd veru. Þegar hún svipaðist
um, bar ekkert fyrir augu, nema
hana sjálfa. Fyrst varð henni að
orði: „Ég sjálf.“ … Í rauninni var
hún eins mikil um sig og kona og
karl, samslungin. Veran skipti sér í
tvennt. Þannig urðu til eiginkarl
(pati) og eiginkona (patni).“ And-
stæður höfðu skapast. (Erich Neu-
mann: Uppruni og saga vitund-
arinnar.)
Í hugarheimi mannkyns varð
frjómagn jarðar að konu. Á annan
bóginn var jörðin tengd frjósemi,
visku, viðgangi, vexti og veiðum, en
á hinn bóginn eyðileggingu, tortím-
ingu, stríði og gleypni. Það er
kvenlyndið, kvensálin. Aftur á móti
var himinninn gæddur föðurlegum
eigindum, frjósemi, andagift og
stríði. Það er karlsálin, karllyndið.
Sundurgreiningin opinberast í
táknum. Jörðin varð Mikla móðir.
Hún var fjöllynd og hafði margar
ásjónur. Tunglið varð dæmigert
móðurtákn, svo og
ýmiss konar holrými
og dýr eins og kýr,
gylta og dreki. Him-
inn varð faðir. Dæmi-
gerð tákn föðurins eru
sól, snákur, uxi og
hross. Fuglinn var
sérstakt tákn frjóvg-
andi andvara. Hann
varð að orði himna-
föður.
Frjósemi skipaði
skiljanlega stóran sess
í lífi frummannsins.
Honum varð ljóst, að regnið skipti
meginmáli fyrir jarðargróðann.
Það skýrðist enn frekar, þegar
konurnar fóru að stunda landbúnað
fyrir rúmlega tíu þúsund árum.
Blóð og sæði öðluðust töframátt,
bæði í tengslum við æxlun og land-
búnað. Blóð var nauðsynlegt fyrir
gróður jarðar. Því urðu til frjósem-
ishátíðir.
Í upphafi var fólki fórnað, síðan
dýrum, guðir blótaðir. Frjósem-
ishátíðir fólu í sér kyn- og átsvall.
Þar réð kvensálin ríkjum í ógn-
arafli og algleymi dulvitund-
arinnar, sem einkennist af taum-
leysi, draumórum og tortímingu.
Þessi ásýnd Miklu móður er
ófreskjan eða drekinn. Á Vest-
urlöndum er hokin, skorpin og
hrum kerling táknmynd hennar, ís-
lenska Grýla lifandi komin.
Á frjósemishátíðunum var reð-
urátrúnaður áberandi. Gyðjur
skreyttu sig skeggi og belli til að
öðlast karlmáttinn. Reðrar karla
og dýra voru þurrkaðir til blóta.
Konurnar rifu í sig karlana og
drukku blóð þeirra. Útvöldum
körlum var einkum fórnað, t.d.
konungum, sem þótti skorta frjó-
semi. Það sama átti við um börn.
Það er ekki nema rétt öld síðan
mannát var bannað í Eyjaálfu sem
og sá siður frumbyggjamæðra í
Ástralíu að deyða frumburðinn og
leggja sér til munns til að glæða
frjósemi sína.
Á frumskeiðum sögunnar virðast
konur að töluverðu leyti hafa ráðið
ríkjum í veröldinni, þ.e. kvensálin,
kvenaflið, kvenlyndið. Kvenræðið
var umgjörð mannlífsins. Fólk lifði
og hrærðist í algleymi dulvitund-
arinnar. Gildi karla fólst í frjósemi,
vernd og fæðuöflun. Þeir voru
fylgi-, ást- og reðursveinar kvenna.
Veiðar stuðluðu að hópmyndun
meðal karla, bræðralag og karl-
mannsvígsla sá dagsins ljós. Lögð
var áhersla á þrótt til sálar og lík-
ama – og tengsl við lífsandann á
himni, hinn glæðandi frjóvgunar-
anda, andvarann, sem fyrir tilstilli
sólar blés körlum í bjóst áræði og
andagift og frjóvgaði konur. Það
örlaði á vitund, frumglæði ein-
staklingssjálfsins.
Maður árroðans var í burð-
arliðnum, fyrsti vísir menningar-
innar. Háleit karlmennska hafði
kviknað. Afreka hennar gætir nú
hvarvetna. Baráttunni fyrir sjálf-
stæði frá dulvitundarfrenjunni,
styrkingu sjálfsins, er dæmigert
lýst sem viðureign hetjunnar við
drekann. Það er leitin að hinu tor-
fundna, stundum hinni eftirsókn-
arverðu konu, sem skiptir sköpum
fyrir þroskun vitundar og sjálfs.
Hetjan er karlkennd, en oft er
hin góða móðir bandamaður henn-
ar, t.d. í líki systur. Þessi ásýnd
Miklu móður birtist sem Soffía eða
Fjallkona. Viska Miklu móður birt-
ist Grikkjum sem viskugyðjur.
Þegar forngríski spekingurinn Só-
krates barðist við drekann, kenndi
Díótíma frá Mantíneu honum um
ástina. Sókrates kenndi skynsemi,
Díótíma ást. Þau eiga enn brýnt
erindi í mannheimum.
Nú eru viðsjár. Vestræn menn-
ing á undir högg að sækja. Grafið
er undan skynsemi, þekkingu, rök-
um og vönduðum vísindum. Í nafni
rétttrúnaðar er fólk þaggað niður
og því útskúfað og dæmt í útlegð.
Grýla kyrjar sinn ófagra söng.
Þeirra er þörf.
Eftir Arnar
Sverrisson » Það er vá fyrir dyr-
um vestrænnar
menningar; tjáningar-
frelsi er fótum troðið,
útskúfun er daglegt
brauð, skynsemi og
vönduð vísindi á undan-
haldi.
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Grýluveldið