Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
✝
Páll G. Guð-
mundsson
fæddist í Reykjavík
30. júlí 1941. Hann
lést á heimili sínu
15. mars 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríður
Fanney Sigurð-
ardóttir húsmóðir,
fædd í Vest-
mannaeyjum 30.
janúar 1912, d. 28.
maí 1968, og Guðmundur Pálsson
sjómaður, fæddur á Seyðisfirði 4.
maí 1908, d. 12. febrúar 1985.
Páll átti þrjú systkini en þau
eru Sigurður, f. 1938, Margrét, f.
1944, og Eygló, f. 1953.
Páll kvæntist 30. desember
1967 Ástu Jónsdóttur leikskóla-
kennara, f. 15. nóvember 1943 á
Miðhúsum í Mýrasýslu. Tengda-
foreldrar Páls voru Nellý Péturs-
dóttir, f. 1. júní 1903, d. 29. apríl
1981, og Jón H. Jónsson, f. 13.
september 1898, d. 28. febrúar
1989, bændur á Miðhúsum.
Börn Páls og Ástu eru 1) Nellý,
f. 26. maí 1967, hennar dóttir er
Alexandra Ásta, f. 1995. 2) Sigríð-
ur Fanney, f. 27. september 1972,
maki Árni Böðvarsson, f. 23. jan-
úar 1971. Börn þeirra eru a) Þór-
unn Ásta, f. 2001, b) Guðrún Pála,
Seyðisfirði. Eftir útskrift frá Vél-
skólanum var Páll á Haferninum
til ársloka 1967. Þá vann hann í
Sameinuðu bílasmiðjunni við
breytingar á strætisvögnum áður
en hægri umferð var innleidd.
Eftir það vann hann í Vélsmiðj-
unni Dynjanda þar til hann hóf
störf í Vélsmiðju Einars Guð-
brandssonar 1970. Þar starfaði
hann þar til hann hóf störf hjá
hernum á Keflavíkurflugvelli,
fyrst á Diesel-verkstæði og síðan í
Rafstöðinni. Þegar herinn fór af
landi brott var Páli sagt upp
störfum. Þá fór hann aftur í Vél-
smiðju Einars Guðbrandssonar
og lauk starfsævinni þar árið
2011.
Páll sat í stjórnum ýmissa fé-
laga, má þar nefna Félag járn-
iðnaðarmanna og Vélstjórafélag
Íslands, þar sem hann var einnig í
skemmtinefnd um árabil. Þá var
hann í stjórn handknattleiks-
deildar KR og formaður ungling-
aráðs í mörg ár þar sem hann
skipulagði og sá um, ásamt öðr-
um, barna- og unglingamót sem
KR hélt.
Hann var í stjórn og um tíma
formaður Dansklúbbs Heiðars
Ástvaldssonar, einnig í stjórn hjá
dansklúbbnum Kátt fólk.
Síðustu ár glímdi Páll við veik-
indi og í þeim átti hann athvarf í
Ljósinu.
KR-messa til heiðurs Páli verð-
ur í Seljakirkju í dag, 20. apríl
2021, klukkan 13. Aðeins þeir
sem haft hefur verið samband við
eru velkomnir í messuna.
f. 2004, c) Arna
Fanney, f. 2011, 3)
Anton Gylfi, f. 19.
ágúst 1976, maki
Hanna Andr-
ésdóttir, f. 2. júlí
1983. Börn þeirra
eru 1) Emilíana
Guðrún, f. 2008, 2)
Jakob Jarl, f. 2011.
Dóttir Páls frá
fyrra hjónabandi er
Dröfn Snæland, f.
28. september 1960, maki Jón Ari
Eyþórsson, f. 1961. Börn Drafnar
eru 1) Svanhildur, f. 1985, börn
hennar eru a) Viktor Berg, f.
2011, b) Soffía Kristey, f. 2014, 2)
Eyþór, f. 1992, hans börn eru a)
Isabella Karin, f. 2017, b) Talía
Móeiður, f. 2020, 3) Eygló, f. 1996.
Páll ólst upp í Camp Knox til
unglingsára, en þá fluttu for-
eldrar hans í Ásgarð 43. Hann
gekk í Melaskólann, Gagnfræða-
skóla Verknáms og lauk gagn-
fræðaprófi þaðan 1957. Hann
lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni
Héðni og lauk sveinsprófi þaðan
1964. Páll fór í Vélskólann og út-
skrifaðist úr rafmagnsdeild 1966.
Meistararéttindi hlaut hann 1973.
Meðan Páll stundaði nám í Vél-
skólanum vann hann á sumrin hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins á
Elsku Palli minn.
Hjartans þakkir fyrir lífsdans-
inn okkar saman í 55 ár þar af 52 í
hjónabandi. Ég vil einnig þakka
þér fyrir „dansinn“ sem við stund-
uðum saman í yfir 40 ár og færði
okkur bæði gleði og góða samveru.
Þar réðst þú ferðinni, varst við
stjórnina á dansgólfinu eða eins og
Heiðar sagði; „daman á að fylgja
herranum þótt hann stígi feilspor“.
Okkur tókst vel að stíga taktinn
bæði í dansinum og lífinu.
Þú settir fjölskylduna ætíð í
fyrsta sæti, studdir börnin okkar í
leik og starfi og vildir hag þeirra
sem bestan. Síðan tók við stuðn-
ingur við barnabörnin. Þú varst
óþreytandi að leika við þau og
gæta þeirra meðan heilsan leyfði.
Við fjölskyldan erum hamingju-
söm yfir að hafa getað uppfyllt þá
ósk þína að vera heima síðustu vik-
urnar og auðveldað þér þannig síð-
ustu sporin á lífsgöngunni.
Vertu kært kvaddur, elsku vin-
ur minn og eiginmaður. Megir þú
lifa í ljósinu og kærleikur Guðs
umvefja þig.
Þín eiginkona,
Ásta.
Elsku pabbi minn. Nú kveð ég
þig í dag með miklum söknuði
ásamt gleði. Gleði yfir því að þú
sért nú laus frá þínum þjáningum
og gleði yfir öllum þeim minning-
um sem ég geymi með mér. Ég bið
góðan Guð að geyma þig. Þú varst
svo ótrúlega sterkur og kærleiks-
ríkur og ég á þér margt að þakka. Í
gegnum huga minn fara ótalmarg-
ar minningar um það sem við höf-
um brallað saman. Þú kenndir mér
ýmislegt, eins og til dæmis að
skipta um rafmagnskló sem mér
þótti ekki merkilegt á sínum tíma
en hefur reynst mér vel í gegnum
árin. Einnig lærði ég að með-
höndla hin ýmsu verkfæri þegar
ég var að aðstoða þig við hitt og
þetta. Þeir voru margir laugardag-
arnir sem við eyddum saman úti í
bílskúr og vorum að bóna fjöl-
skyldubílinn, þar lærði ég mikið af
þér.
Þú ólst mig upp sem mikinn
KR-ing. Þú fórst með mig unga að
árum út í KR þar sem ég fór í
knattspyrnuskólann og í fram-
haldinu byrjaði ég að æfa fótbolta
hjá KR og stuttu seinna líka hand-
bolta. Þegar ég byrjaði að keppa
með KR þá voruð þið mamma allt-
af fyrst til að mæta á völlinn og
hvöttuð mig áfram, fyrir það er ég
óendanlega þakklát. Þegar þú
varst formaður unglingaráðs
handknattleiksdeildar KR þá
vannstu óeigingjarnt starf sem þú
smitaðir okkur systkinin af.
Við ferðuðumst mikið saman,
bæði innanlands og erlendis. Vorið
2002 ákvaðstu að skella þér í
enskuskóla í Englandi og í fram-
haldi af því þá komstu í heimsókn
til okkar til Jersey þar sem við átt-
um yndislegar stundir saman.
Þér leið best með fullt hús af
þínu fólki og þau voru ófá skiptin
sem við hittumst öll saman til að
horfa á íþróttir í sjónvarpinu. Afa-
börnin þín voru þér mjög kær og
elskaðir þú ekkert meira en að fá
þau í heimsókn. Ef afabörnin voru
að keppa þá voruð þið mamma
mætt á svæðið til að styðja þau og
skipti þá ekki máli hvort um var að
ræða mót á höfuðborgarsvæðinu
eða úti á landi, takk fyrir það.
Þú varst algjört jólabarn og
elskaðir að skreyta húsið með jóla-
ljósum bæði innan- og utanhúss.
Það var umtalað hvað húsið ykkar
var alltaf flott og fínt. Fyrst um
sinn sástu alfarið um að setja ljósin
upp sjálfur, en síðustu ár þá þáðir
þú aðstoð frá okkur öllum í fjöl-
skyldunni.
Eitt sem auðkenndi alltaf húsið
ykkar mömmu er KR-fáninn. Allt-
af þegar meistaraflokkar karla og
kvenna í knattspyrnu áttu heima-
leik þá flaggaðir þú, þannig að það
fór ekki framhjá neinum að þarna
byggju miklir KR-ingar. Það voru
líka margar bílferðirnar á afmæl-
isdögum barna minna sem ég fór
með þeim til að kíkja hvort afi
hefði ekki örugglega flaggað ís-
lenska fánanum þeim til heiðurs.
Þar klikkaðir þú aldrei og gladdir
hjörtu stelpnanna minna mikið.
Þú vildir allt fyrir okkur gera og
getum við í dag, þegar við kveðjum
þig, yljað okkur við allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum sam-
an. Ég þakka þér fyrir allt elsku
pabbi minn, hvíl í friði.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Áfram KR,
þín dóttir,
Sigríður Fanney.
Elsku pabbi, ég get varla komið
orðum að því hversu sársaukafullt
það er að missa þig. Þú barðist við
þennan sjúkdóm af þvílíku æðru-
leysi pabbi, já þvílíka hetjan. Alveg
sama hvað gekk á í þínum veik-
indum þá varstu alltaf að passa
upp á aðra og láta þeim líða sem
best. Já svona varst þú elsku
pabbi, þú varst bestur.
Börnin eignuðust besta afa sem
hægt var að hugsa sér. Ég man
þegar ég eignaðist Emilíönu og
Jakob hvað þú varst stoltur og
glaður. Umvafðir þau kærleik og
hlýju.
Þú gerðir allt fyrir þau, alveg
sama hvenær, en það var bara ein
regla, ef það skaraðist ekki á við
KR-leik þá varstu alltaf tilbúinn.
Allt sem þú gerðir fyrir mig í
gegnum tíðina, öll ferðalögin og
ævintýrin okkar saman. Alveg
sama hvað bjátaði á þá varstu allt-
af tilbúinn að koma og laga það
sem þurfti að laga, stóra hluti jafnt
sem smáa.
Í seinni tíð var ég farinn að
reyna að gera þetta sjálfur með
misgóðum árangri og til þess
þurfti ég verkfæri. Þér var farið að
leiðast þófið að ég færi að skila
þeim þannig að þú varst farinn að
gefa mér verkfæri í jólagjafir. Allt-
af fannst mér þú og mamma hitta í
mark.
Síðasta sumar þá mættir þú til
Vestmannaeyja á fótboltamót.
Þetta gerðir þú þó að heilsan hafi
ekki leyft það. Þú ætlaðir og þú
skalt, þvílíka harkan. Ég man að
ég horfði á þig og hugsaði að ná-
kvæmlega svona afi ætla ég að
verða. Þú mættir á alla viðburði
hjá barnabörnum þínum og alltaf
studdir þú þau í gegnum súrt og
sætt. Það varst þú sem klappaðir
þeim á bakið þegar vel gekk og það
varst þú sem leiðbeindir þeim þeg-
ar illa gekk. Þú varst besti afinn.
Við létum drauminn rætast fyr-
ir ári síðan og fórum saman út á
leik með mömmu og Emilíönu
Guðrúnu. Fyrsti leikurinn erlendis
hjá barnabarninu og það var eitt-
hvað sem þú ætlaðir ekki að missa
af. Everton – Man Utd á Goodison
og þú grjótharður Man Utd-mað-
ur. Við keyrandi þig um í hjólastól
hingað og þangað. Það stoppaði
þig ekkert. Þessi ferð mun alltaf
sitja í hjarta mínu og mikið er ég
þakklátur fyrir þessa stund okkar
saman.
Elsku pabbi, ég á svo erfitt með
að skrifa þessi orð. Þetta tekur
mig svo sárt því ég sakna þín svo
mikið. Ég gæti rifjað upp enda-
laust af sögum og minningum.
Hjartað mitt er fullt af góðum
minningum sem ég mun geyma
alla ævi.
Ég trúi því og treysti að það hafi
verið tekið vel á móti þér og þú
sért umvafinn englum. Þú vakir yf-
ir okkur og passar upp á okkur.
Passar upp á litlu afagullinn sem þú
umvafðir ást og hlýju alveg sama
hvað bjátaði á.
Takk fyrir allt elsku pabbi, ég
elska þig.
Bænar bið ég þér að ávallt geymi þig guð
í hendi sér.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn sonur,
Anton Gylfi.
Elsku pabbi minn, mikið á ég
eftir að sakna þín en á sama tíma er
gott fyrir þig að fá hvíldina, samt
svo sárt.
Það er margs að minnast, þú
varst besti pabbinn sem studdir
mig í einu og öllu sem ég tók mér
fyrir hendur, hvort sem það var
skólinn, dans, handbolti eða hvað
sem var.
Mér fannst þú vera ofur-pabb-
inn og afinn sem gat allt, gerðir t.d.
við bílana, málaðir íbúðir fyrir okk-
ur systkinin, bjóst til kertastjaka,
passaðir dóttur mína nokkurra
vikna svo ég gæti klárað skólann
svo fátt eitt sé nefnt.
Þegar að ég fékk fyrsta klarin-
ettið mitt og var að reyna að ná
hljóði úr því og æfa mig, komstu
stundum og lokaðir hurðinni hljóð-
lega, en lést þig ekki vanta með
mömmu á allar uppákomurnar og
seinna meir á lúðrasveitartónleika
þótt þér þætti þetta stundum vera
aðeins of mikill hávaði.
Ég var 12 ára þegar að ég fór á
mína fyrstu handboltaæfingu hjá
KR og gladdi það þig mikið enda
mikill KR ingur. Ferðirnar úr
Breiðholtinu út í KR eru ófáar enda
fékk ég mikinn stuðning frá ykkur
mömmu og þið tókuð virkan þátt í
íþróttabrölti okkar systkina og
varst þú fljótlega kominn í ung-
lingaráðið hjá handboltanum, sást
um „turneringar“ og dómaramál og
sendir okkur systkinin á dómara-
námskeið sem þú varst búinn að
sitja á, svo við gætum tekið þátt og
hjálpað þér í mótunum. Þegar að
við vorum að keppa voru þið alltaf
mætt í stúkuna til þess að hvetja
okkur og liðið áfram og síðar
barnabörnin, sem þú skráðir öll við
fæðingu í KR.
Þið mamma voruð svo samstíga,
voruð mikið dansáhugafólk og vor-
uð í dansskóla í mörg ár enda var
dásamlegt að fylgjast með ykkur
svífa um dansgólfin, svo glæsileg.
Þið mamma voruð einnig dugleg að
mæta á KR völlinn og hvetja okkar
menn og konur áfram, þú við grind-
verkið og við hin í stúkunni og
flaggaðir stoltur KR fánanum í
Breiðholtinu þegar að meistara-
flokkarnir í fótbolta spiluðu heima-
leiki. Einnig voru þið alla tíð dugleg
að fara í útilegur, ferðir erlendis en
það sem veitti þér einna mestu
gleðina var samvera fjölskyldunn-
ar, jólaljós og flugeldar. Það má
með sanni segja að þú hafir verið
frekar á undan þinni samtíð hvað
varðar að skreyta húsið með jóla-
seríum og allskonar jóladóti, flott-
asta húsið í Breiðholtinu.
Undanfarin ár varstu mikið í
Ljósinu, t.d. í ræktinni og að tálga,
þar leið þér vel.
Elsku pabbi minn, nú kveð ég
þig í bili og geri mitt besta í að
hugsa um mömmu.
Takk fyrir að hafa verið pabbi
minn,
þín dóttir
Nellý.
Elsku hjartans afi minn,
það sem ég á eftir að sakna þín,
bæði í daglegu lífi og á stórum
stundum. Þú átt svo stóran hlut í
hjarta mínu og munt alltaf gera.
Þakklæti er mér efst í huga þeg-
ar ég hugsa til þín. Takk fyrir að
vera svo miklu meira en bara afi
minn.
Takk fyrir allar sundferðirnar
þar sem þú syntir óteljandi ferðir
með mig á bakinu, fyrir öll ljúfu og
góðu samtölin okkar um allt og
ekkert í gegnum tíðina, fyrir allar
útilegurnar, ferðalögin, utanlands-
ferðirnar, skemmtilegu brandar-
ana þína, böllin hjá Kátu fólki, KR-
leikina, hlýju og góðu faðmlögin og
bara að njóta tímans saman. Jólin
eiga eftir að vera afar tómleg héð-
an í frá þar sem við eyddum þeim
alltaf saman, alveg frá því að ég
fæddist, ég, þú, mamma og amma.
Þessar stundir varðveiti ég svo
fast í hjarta mínu.
Þú studdir mig alltaf í öllu sem
ég tók mér fyrir hendur, hvort sem
það var handboltamót, tónleikar
eða bara í skólanum, þá varstu allt-
af tilbúinn að styðja mig og ég
kunni svo mikið að meta það.
Ég minnist þess þá helst að þú
sagðir alltaf við mig að nám væri
vinna og að einkunnir væru út-
borganir og ég hef tileinkað mér
þessi orð frá þér síðan. Enda var
ég alltaf svo spennt að segja þér
einkunnirnar mínar úr skólanum.
Ég hélt alltaf að ég myndi eign-
ast börn áður en þú myndir kveðja
og að börnin mín fengju að kynn-
ast þessum frábæra og yndislega
afa sem þú varst, en ég mun halda
minningunni um besta afa í heimi
lifandi og segja þeim allar sögurn-
ar af þér.
Ég dáist að því hversu mikil
hetja þú varst alveg fram að sein-
asta andardrættinum, því mun ég
aldrei gleyma, elsku afi minn.
Takk fyrir að passa alltaf svona
vel upp á mig og ég veit að þú gerir
það áfram frá Sumarlandinu.
Þín afastelpa,
Alexandra Ásta.
Í dag kveðjum við kæran bróð-
ur!
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Minningar eru dýrmætar, en
seinna hittumst við aftur.
Ástu og fjölskyldunni sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd systkina og maka
þeirra,
Eygló Guðmundsdóttir.
Fallinn er frá heiðursmaðurinn
og KR-ingurinn Páll Guðmunds-
son. Palli hefði sennilega talið
þetta samnefni enda er útilokað að
til hafi verið meiri KR-ingur en
Palli. Mögulegt er að einhverjir
hafi verið jafn miklir KR-ingar en
enginn meiri, því það var ekki
hægt. Þegar ég byrjaði að æfa fót-
bolta og handbolta með KR var
Palli allt í öllu í barna- og unglinga-
starfinu og í ýmsum mismunandi
hlutverkum. Við strákarnir lærð-
um fljótt að Palli var maður sem
hægt var að treysta á og hann stóð
þétt við bakið á okkur, utan vallar
sem innan.
Við KR-ingar getum seint feng-
ið fullþakkað það mikla og óeigin-
gjarna starf sem Palli og Ásta hafa
alla tíð sinnt fyrir félagið og iðk-
endur þess. Það er fólk eins og þau
sem gera íþróttafélög að því mikla
afli sem þau eru í samfélagi okkar
og þótt margir leggi hönd á plóg,
eru menn eins og Palli vandfundn-
ir og dýrmætir eftir því.
Í seinni tíð hittumst við á
mannamótum í KR-heimilinu og
var þar alltaf jafn gott að hitta
Palla og Ástu, hvort sem það var á
KR-leikjum, í getraunakaffi eða á
Þorrablóti. Þétt handtakið, hlýjan
og glettnin í Palla gerði þann dag-
inn enn betri. Hann var reyndar
stundum aðeins stressaður fyrir
leiki og gleymi ég seint einhvern
tímann þegar leikar stóðu tæpt og
ég sá Palla hreinlega á hnjánum
með spenntar greipar að biðja til
æðri máttarvalda fyrir hagstæð-
um úrslitum. Þessi minning lýsir
Palla reyndar ágætlega, ekkert til
sparað þegar möguleiki var á að
aðstoða KR.
Ég votta Ástu og fjölskyldu
þeirra samúð mína. Minningin um
þennan góða dreng mun lifa lengi.
Áfram KR!
Einar Baldvin Árnason.
Lífsklukka vinar míns, Páls
Guðmundssonar, hefur stöðvast
og nú skilur leiðir að sinni.
Þau eru liðin nokkuð mörg árin
frá því við Palli kynntumst, svo
mörg að ég man varla hvenær það
var. Ég man hins vegar vel hvar
við kynntumst og hvers vegna,
sem og hvað það var sem tengdi
okkur saman.
Í gegnum uppáhaldsfélag okkar
beggja, KR, lágu leiðir okkar sam-
an fyrir margt löngu þegar ég var
þá að dunda við að þjálfa ungdóm-
inn þar í handbolta. Palli og hans
kona, Ásta, voru þar fyrir, ásamt
fjölda annarra foreldra og vel-
unnara í sterkri bakvarðarsveit
handknattleiksdeildarinnar og
lögðu á sig ómælda og endalausa
vinnu við rekstur yngri flokkanna
enda var allt starf deildarinnar
með miklum sóma.
Palli var þá og síðar alltaf til
staðar og ætíð var hægt að leita til
hans ef einhverja aðstoð vantaði.
Hann var drífandi, uppörvandi og
sífellt hvetjandi bæði leikmenn og
þjálfara til að ná árangri. Gladdist
vel og innilega yfir öllum sigrum
sem unnust, en kunni líka að taka
ósigrum, þótt erfitt væri að sætta
sig við slíka niðurstöðu oft og tíð-
um.
Palli var KR-ingur með stóru K.
Hann fylgdist með öllu starfi
innan félagsins, var sífellt að
breiða út boðskapinn og hvatti allt-
af alla félaga af lífi og sál. Þau
hjónin hafa verið áberandi í öllu
starfi hjá KR, hafa fylgt félaginu á
leiki hvarvetna í öllum greinum og
öllum aldursflokkum. Slíkur áhugi
er til mikillar eftirbreytni.
Samverustundum með Palla
fækkaði á seinni árum þegar ég
var við störf úti á landi en alltaf
voru miklir fagnaðarfundir þegar
við hittumst. Síðustu árin hittumst
við síðan reglulega á Kanarí, en
þar dvöldu þau hjónin sér til
gagns, hressingar og gamans
nokkrar vikur á hverjum vetri.
Síðast vorum við þar samferða fyr-
ir um ári og þó að Palli væri vissu-
lega þrotinn kröftum þá tók hann
þátt í mörgu af því sem þar er í
boði þar fyrir ferðalanga og alltaf
var stutt í glensið og gamanið hjá
honum líkt og fyrr.
Að leiðarlokum, þegar ég hugsa
til allra þeirra góðu stunda sem ég
átti með Palla, þá vil ég þakka fyrir
þær allar af heilum hug því þær
voru mér eins og öðrum KR-ing-
um mikils virði.
Elsku Ásta mín. Um leið og ég
þakka þér og Palla fyrir samfylgd-
ina undanfarin ár þá sendi ég þér,
börnunum ykkar og barnabörnum
innilegar og einlægar samúðar-
kveðjur.
Minningin um stórbrotinn og
mætan mann, mikinn karakter og
skemmtilegan og sannan KR-ing
lifir í hjörtum okkar allra. Áfram
KR.
Karl Rafnsson.
Kveðja frá Knattspyrnufélagi
Reykjavíkur
Í dag kveðjum við mætan KR-
Páll G.
Guðmundsson