Morgunblaðið - 20.04.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
✝
Rúdólf Pálsson,
viðskiptafræð-
ingur, kennari og
ljóðskáld, fæddist 7.
október 1931 í
Lyngfelli í Vest-
mannaeyjum. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 10.
apríl 2021.
Faðir Rúdólfs var
Páll Oddgeirsson,
kaupmaður og út-
gerðarmaður í Vestmannaeyjum,
f. 5. júní 1888, d. 24. júní 1971.
Foreldrar Páls voru hjónin séra
Oddgeir Þórðarson Guðmundsen
prestur á Ofanleiti, f. 11. ágúst
1849, d. 2. janúar 1924, og kona
hans Anna Guðmundsdóttir, f. 9.
júní 1848, d. 2. desember 1919.
Móðir Rúdólfs var Ragnhildur
Skaftadóttir, vinnukona í Lyng-
felli, f. 8. febrúar 1904, d. 12.
október 1939. Foreldrar hennar
voru Skafti Gíslason, bóndi á
Suður-Fossi í Mýrdal, f. 2. janúar
1874, d. 17. júní 1924, og kona
hans Margrét Jónsdóttir hús-
freyja, f. 24. apríl 1877, d. 3.
ágúst 1912.
Hálfsystkini Rúdólfs samfeðra
eru Richard Pálsson, f. 27. sept-
ember 1920, d. 4. mars 1994, Ís-
leifur A. Pálsson, f. 27. febrúar
1922, d. 14. desember 1996, Odd-
geir Pálsson, f. 22. desember
1923, d. 2. júní 2019, Anna Reg-
ína Pálsdóttir, f. 16. maí 1928, og
Bergljót Pálsdóttir, f. 19. janúar
1933, d. 28. nóvember 2017.
Hálfbróðir Rúdólfs sammæðra
var Grétar Skaftason, f. 26. októ-
ber 1926, d. 5. nóvember 1968.
Rúdólf var með móður sinni í
Eyjum, en fluttist með henni að
Suður-Fossi í Mýrdal 1934. Eftir
andlát hennar 1939 ólst hann upp
hjá Sigurjóni Skaftasyni, bónda á
Suður-Fossi, V.-Skaft., móður-
bróður sínum og fósturföður, f.
27. október 1902, d. 14. apríl
1950, og Guðbjörgu Nikulásdótt-
ur, bústýru hans á Suður-Fossi.
Rúdólf tók landspróf við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og
lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólan-
um í Reykjavík
1954. Hann lauk
prófi í forspjallsvís-
indum 1955 og
cand. oecon.-prófi í
viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands
1958. Hann stund-
aði framhaldsnám
við viðskiptaháskól-
ann Norges Hand-
elshøyskole í Björgvin í Noregi
1959-60 og naut í því efni náms-
styrks frá norskum stjórnvöldum
til að kynna sér norskt atvinnulíf,
einkum siglingar og skipaútgerð.
Rúdólf var kennari við Barna-
og unglingaskólann á Blönduósi
1962-63, Gagnfræðaskólann í
Keflavík 1963-64, Barna- og mið-
skólann á Dalvík 1964-65, Barna-
og unglingaskólann í Ólafsvík
1965-66, Barna- og miðskólann á
Patreksfirði 1969-70, Gagn-
fræðaskólann á Sauðárkróki
1970-71 og Barnaskólann og mið-
skólann í Bolungarvík 1971-72.
Hann stundaði síðan ýmis störf í
Reykjavík, einkum skrifstofu-
störf, en lét af störfum vegna
heilsubrests 1989.
Rúdólf var mikilvirkt ljóð-
skáld. Ljóðabækur hans eru: Á
svörtum reiðskjóta, Rvík 1973, Í
víngarði Drottins, Rvík 1988, Í
vitund minni, Rvík 1992, Heaven
and Earth, Rvík 1994, Ved Hor-
isonten, Rvík 1994, Veðrabrigði,
Rvík 1995, Hnattskot og stjörnu-
salli, Rvík 1995, Orðskviðir og at-
hugasemdir, Rvík 1998, Die Welt
und ich, Rvík 1999 og Henad ska-
pelsens vei, Rvík 1999. Allar voru
bækurnar gefnar út af höfundi.
Síðustu æviárin eða frá lokum
október 2016 dvaldi Rúdólf á
hjúkrunarheimilinu Eir en áður
átti hann heimili á Laugavegi
133.
Rúdólf var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Rúdólfs Pálssonar verð-
ur gerð í kyrrþey að ósk hins
látna.
Ég vil minnast nokkrum orð-
um föðurbróður míns Rúdólfs
Pálssonar viðskiptafræðings,
kennara og ljóðskálds. Hann
fæddist 7. október 1931 í Lyng-
felli í Vestmannaeyjum og lést á
hjúkrunarheimilinu Eir 10. apríl
sl.
Barn að aldri missti Rúdólf
móður sína en hún var síðast
sjúklingur á Vífilsstöðum. Hann
var fyrstu árin með móður sinni í
Eyjum, en fluttist með henni að
Suður-Fossi í Mýrdal 1934. Ólst
hann upp að miklu leyti án sam-
vista við föður sinn. Eftir andlát
móður sinnar 1939 ólst Rúdólf
upp hjá móðurbróður sínum Sig-
urjóni Skaftasyni, bónda á Suður-
Fossi, sem gekk honum í föður-
stað, og Guðbjörgu Nikulásdótt-
ur, bústýru hans á Suður-Fossi.
Rúdólf tókst að brjótast til
mennta, gekk í góða skóla og naut
handleiðslu mikilhæfra kennara.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1954 og
lauk kandídatsprófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands 1958.
Lokaritgerð hans við HÍ ber heit-
ið Almennir eignarskattar á Ís-
landi. Hann stundaði framhalds-
nám við Norges
Handelshøyskole í Björgvin í
Noregi 1959-60.
Á árabilunum 1962-66 og 1969-
72 starfaði Rúdólf víða um land
sem kennari barna og unglinga.
Hann stundaði síðan ýmis störf í
Reykjavík en átti löngum við
heilsuleysi að stríða.
Rúdólf Pálsson var mikilvirkt
ljóðskáld. Auðunn Bragi Sveins-
son skáld og bókmenntarýnir
segir frá kynnum sínum af Rúdólf
í einni af þremur greinum sem
hann ritaði um ljóðabækur hans í
dagblaðið Tímann á 10. áratug
liðinnar aldar. Þá hafi Rúdólf fyr-
ir nokkrum árum sent frá sér
ljóðakverið Á svörtum reiðskjóta.
Greinar Auðuns Braga veita gott
yfirlit um bækur Rúdólfs og hann
hikar ekki við að kalla hann skáld
þótt þögnin hafi leikið um verk
hans. Bækur Rúdólfs eru sumar
hverjar miklar að vöxtum. Þær
eru ortar á fjórum tungumálum
auk íslensku. Auðunn Bragi segir
Rúdólf yrkja með hefðbundnum
hætti, og þó mjög fjölbreytileg-
um. Um Rúdólf segir Auðunn
Bragi hann vera „mótaðan af fjöl-
menni og menntastofnunum, þó
hann sé raunar hálfgerður ein-
fari“. Annarri grein sinni lýkur
Auðunn Bragi svo: „Ég hef kynnt
ljóðskáldið Rúdólf Pálsson.“
Ljóðagerð Rúdólfs sýnist bera
vott um skarpan og leitandi huga
og kannski viðleitni til að rjúfa
þögn og einangrun.
Á efri árum naut Rúdólf ómet-
anlegs stuðnings frændsystkina
sinna, Guðbjargar, Ingu og
Skafta Guðbergsbarna, en Þór-
hildur móðir þeirra var móður-
systir Rúdólfs. Síðustu árin naut
Rúdólf umhyggju starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Eir. Áður átti
hann heimili á Laugavegi 133 og
kallar Auðunn Bragi Sveinsson
hann skáldið hjá Hlemmi „– og
sést þar oft“.
Við hæfi er að greinarlokum að
vitna í þessar línur Rúdólfs Páls-
sonar sem er að finna í bók hans
Veðrabrigði:
Vorsins heimur vaknar og hjalar,
víðáttan opnast, heiðríkjan blá
mænir til jarðar og móvindur talar
við moldarbarn sitt, hið veika strá:
Nú hvílir þú aftur við barminn bláa
og brennur af þrá eftir regni og sól
og þú ert fyrirmynd þeirra stráa,
sem þekja í vaxtarþrá laut og hól.
Ég færi ástvinum Rúdólfs inni-
legar samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Rúdólfs Pálssonar.
Ólafur Ísleifsson.
Rúdólf Pálsson
✝
Stefanía Svein-
björnsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. apríl 1932. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Grund
31. mars 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Súsanna
María Grímsdóttir,
f. 6. febrúar 1906,
d. 14. maí 1987, og
Sveinbjörn Karl
Árnason kaupmaður, f. 2. júlí
1904, d. 17. mars 1990. Systur
Stefaníu eru Erna Ingibjörg
Mathiesen, f. 1936, og Karólína
Björg, f. 1940.
Stefanía giftist Einari Flygen-
ring 1956, þau skildu. Hann lést
árið 2000. Börn þeirra eru :
1. Anna María Flygenring, f.
6. ágúst 1956, bóndi, gift
Tryggva Steinarssyni, f. 9. mars
1954, bónda. Þau búa í Hlíð í
Reykjavík. Hún fór í stutt nám
til Danmerkur á hússtjórn-
arskóla og einnig í enskunám til
Bretlands.
Stefanía bjó fyrstu hjóna-
bandsárin í Reykjavík en síðar á
Dalvík, í Hveragerði og Stykk-
ishólmi. Þau hjónin fluttu til
Hafnarfjarðar 1974. Eftir skiln-
að þeirra bjó Stefanía í Hafnar-
firði þar til hún fór á Hjúkr-
unarheimilið Grund þar sem hún
dvaldi síðustu þrjú ár ævinnar.
Stefanía var húsmóðir og
móðir en vann þó oft hlutastörf
með því. Henni stundaði hann-
yrðir af ýmsu tagi. Í Stykkis-
hólmi vann hún á skrifstofu
Frystihúss Sigurðar Ágústs-
sonar í hálfu starfi. Eftir að hún
flutti til Hafnarfjarðar vann hún
á endurskoðunarskrifstofu í
fullu starfi fram á eftirlauna-
aldur.
Hún naut eftirlaunaáranna,
gat ferðast bæði innan og utan-
lands auk þess að dvelja oft hjá
dóttur sinni í Hlíð og í bústað
yngri systkinanna í Borgar-
firði.Útförin fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 20. apríl 2021,
klukkan 13.
Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi. Dætur
þeirra eru: a) Jó-
hanna Ósk, f. 1981,
börn hennar eru
Kolbrá Kara, Valur
Ísak, Þorkell Breki.
b) Helga Katrín, f.
1984, d. 2018, maki
Jón Levy
Guðmundsson,
börn þeirra eru
Árún Emma og
Sivía Lára, c) Guðný Stefanía, f.
1991. 2. Súsanna Sigríður Fly-
genring, f. 7. febrúar 1960, upp-
lýsingafræðingur og garð-
plöntufræðingur. 3. Sigurður
Flygenring, f. 26. febrúar 1963,
flugvirki.
Stefanía ólst upp á Hávalla-
götu 35 í Reykjavík. Hún gekk í
Landakotsskóla sem barn og
unglingur og lærði til stúdents-
prófs í Menntaskólanum í
Minning um góða konu.
Hugsanirnar fljúga og minn-
ingarnar um mömmu koma ein af
annarri. Hún fékk að kveðja dag-
inn fyrir skírdag og var hvíldinni
fegin. Þakklætið er efst í hugan-
um og eftirsjá að góðri konu.
Mamma var sífellt að, öll elda-
mennska og kökubakstur lék í
höndum hennar, ekki var haldin
sú veisla innan fjölskyldunnar að
hún legði ekki til góðmeti af öllu
tagi. Þrátt fyrir að hún ynni fullan
vinnudag á skrifstofu, og færi svo í
hesthúsið um helgar. Því hún var
hestakona, sat hesta sérlega fal-
lega og umgekkst þá af góð-
mennsku og skilningi, enda mikill
dýravinur. Hún sagði mér söguna
af Lubba í Hlíð, þegar hún var
kaupakona þar. Hann var þreytt-
ur og gamall og þá bar hún hann
heim. Síðar spunnu örlögin þann
vef að ég varð bóndi og húsfreyja í
Hlíð, og þá lágu leiðir hennar oft
austur. Umhyggja hennar fyrir
dætrum okkar Tryggva var ein-
stök og fyrir öllu sem var verið að
gera á bænum. Hún tók þátt í
garðræktinni, reytti arfa og
hreinsaði beð, tók upp gulrætur
og kartöflur með okkur og svo fór
hún í réttir á árum áður, helst ríð-
andi og gaf það oft í skyn eða sagði
beinum orðum að hún hefði nú al-
veg viljað fara oftar á hestbak. En
verkin eru mörg á sveitabænum
og útreiðar ekki alltaf fremst á
verkalistanum. Mamma skildi það
auðvitað vel.
Svo var það handavinnan, það
voru bútasaumsverkin, sem við
setjum upp um hver jól, útsaum-
aðir harðangurs- og klausturdúk-
ar og púðar, prjónaðar peysur á
systurnar og langömmubörnin og
hekluðu dúlluteppin, sem eru ger-
semar. Fleira mætti nefna eins og
útsaumaðir stólar. Enda var
mamma meira fyrir að hlusta á út-
varp og tónlist af plötum en að
fylgjast með miðlum í tölvu. Hún
ætlaði bara ekki að læra á slík tól.
Þó vann hún við tölvubókhald
lengst af. Hún æfði sig á píanóið
og hafði mikið yndi af sinfóníutón-
leikum og leiksýningum, reyndi að
komast á þær þegar tækifæri
gafst. Ég undrast það mjög hve
mikið hún komst yfir og þó er enn
ótalið, hún var í Kvenfélaginu
Hringnum í Hafnarfirði, ekki bara
sem óbreytt félagskona heldur
var gjaldkeri og síðar skoðunar-
maður reikninga um árabil. Vin-
konur hennar nutu líka góðs af lip-
urð hennar og þegar sumar þeirra
gátu ekki lengur ekið bíl, fannst
henni sjálfsagt að skutla þeim.
Henni fannst líka gaman að keyra
og gat það sem betur fer langt
fram eftir aldri eða þar til sjónin
sagði henni að keyra bara í góðu
skyggni og ekki að vetrinum. Bíl-
ferðir með Sigga voru hennar
besta skemmtun eftir að hún var
komin á hjúkrunarheimilið á
Grund og þá var minnið óbrigðult:
„Þú átt að beygja hér, Siggi.“
Nú er komið að leiðarlokum og
mamma lögð til hinstu hvílu í
garði sem er umkringdur litlum
túnum, þar sem hestar eru á beit
og fjaran og sjórinn blasa við.
Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku
mamma.
Anna María Flygenring.
Þegar ég kveð kæra tengda-
móður, Stefaníu Sveinbjörnsdótt-
ur, rifjast upp fyrir mér samtal
sem við Hlíðarfólk áttum fyrir
nokkrum áratugum. Tilefnið var
að Níní eins og hún var alltaf köll-
uð var að leita að starfi á bæ fyrir
Önnu Maríu dóttur sína sem var á
leið í bændaskóla og þurfti að fá
smá innsýn í landbúnaðarstörf áð-
ur en námið hæfist. Faðir minn
heitinn hafði kynnst henni þegar
hún var hér í sveit sem kaupakona
og það var ekki laust við að röddin
væri ofurlítið meyr og blik í auga
þegar hann sagði frá þessari glað-
væru og lipru stúlku sem virtust
allir vegir færir. Vegna fyrri
kynna af henni var það honum
kappsmál að gera þeim mæðgum
þennan greiða sem gekk eftir.
Varla þarf að taka það fram að
þetta stutta samtal hafði afleiðing-
ar ekki bara fyrir okkur Önnu
heldur alla fjölskylduna.
Níní rifjaði oft upp þessa sum-
ardvöl sína hér í Hlíð og leyndi því
ekki hvað staðurinn varð henni
kær strax við fyrstu kynni. Hér
gat hún skroppið á hestbak sem
hún hafði mikið yndi af og fékk
besta reiðhestinn á bænum sem
var Jörp sem mér skilst að hafi
verið mikill viljagammur. Seinna
þegar hún var sest að í Hafnarfirði
hélt hún lengi hesta og hér fyrir
austan hafði hún gaman af að
skreppa á bak langt fram eftir
aldri. Nýlega rakst ég á mynd sem
segir meira en mörg orð um hana.
Þar situr hún Ask sem er stærsti
hestur sem okkur hefur fæðst. Er
það með ólíkindum hvernig þessi
kona sem var ekki há í loftinu hef-
ur komist á bak svo stórum hesti,
þá komin á efri ár en alltaf var hún
létt á sér og lipur í hreyfingum.
Nú á kveðjustund er manni efst
í huga þakklæti fyrir að hafa
kynnst þessari konu og fyrir allt
sem hún hefur gert fyrir okkur.
Endalaus vilji að hjálpa til og
leggja lið. Eldamennska, þrif, slát-
urgerð og þannig mætti lengi telja
og ófáar voru ferðirnar út í garð.
En efst á blaði hjá henni var samt
fjölskyldan og velferð hennar.
Þannig minnumst við hennar.
Tryggvi Steinarsson.
Elsku amma mín og langamma,
alltaf samt kölluð amma Níní, nú
hefur þú yfirgefið þessa jarðvist,
ert laus undan líkamlegri þreytu
og gleymsku og minningar hrann-
ast upp hjá okkur hinum. Fyrstu
minningarnar mínar af þér eru all-
ar úr sveitinni þar sem þú eyddir
löngum stundum einkum á sumrin
enda bæði dýraunnandi mikill og
með græna fingur. Það var alltaf
mikill vorboði þegar þú mættir á
svæðið og fórst að hreinsa til í
garðinum og enginn var röskari
eða viljugri til að reyta arfann en
þú. Að loknu góðu dagsverki í
garðinum var svo ekkert annað en
sjálfsagt mál að hreinsa til í eld-
húsinu frá a til ö, þar með talið
endurraða í alla skápana. Oftast
var það þannig að í lokin höfðu all-
ir hlutir verið færðir til og enginn
fann neitt, helst af öllu var þetta
gert með svolítið miklu skarki svo
að öllum væri ljóst að nú væri
amma Níní mætt. Þetta bara til-
heyrði heimsóknum þínum og svo
var setið við handavinnu á kvöldin,
prjónað, heklað, blásið í gler eða
saumuð föt á barbie-dúkkur. Ég
held svei mér þá að það sé ekki til
það handverk sem þú ekki gast
unnið. Algjör fyrirmynd ef þið
spyrjið mig.
Það var ekki lítið á þig lagt þeg-
ar unglingurinn ég ákvað að
leggja land undir fót og fara í
menntaskóla í Hafnarfirðinum og
hefja menntaskólagönguna bú-
andi í litla herberginu á Miðvang-
inum. Þessa þraut leystir þú með
prýði eins og ég held allt í þínu lífi
þó svo að svona eftir á hafi ég
kannski ekki alltaf sýnt mínar
bestu hliðar í sambúð okkar. Ég
eignaðist góðar vinkonur í skólan-
um sem kynntust þér vel og við
fráfall þitt núna sögðu þær allar
sem ein „hún amma þín var ynd-
isleg kona“. Á engan annan hátt
var hægt að lýsa þér.
Svo var það matseldin, krakk-
arnir mínir tala enn um steikta
fiskinn í raspinu og munu sjálfsagt
alla tíð minnast þín fyrir þennan
frábæra mat. Pönnukökurnar,
skúffukakan, bananatertan og
heitu réttirnir. Það var ekki veisla
í fjölskyldunni nema þessar kræs-
ingar mættu á svæðið frá þér og
það langt fram á níræðisaldurinn.
Krakkarnir mínir eiga kannski
ekki jafn margar minningar og ég,
en þau voru mér sammála um að
þær væru allar góðar. Það voru al-
gjör forréttindi fyrir mig með
krakkana litla að íbúðin okkar var
bara hinum megin við götuna þar
sem þú sast löngum stundum við
eldhúsgluggann og fylgdist með
öllu og öllum og það voru ófá
skiptin sem þú reddaðir einhverj-
um krakkanum sem hafði læst sig
úti.
Þá má ég til með að minnast
einnar heimsóknarinnar á Grund
sem því miður urðu allt of fáar en
það var af hattaballinu þar sem
ég, Kolbrá og þú dönsuðum við
harmonikku-undirspil allar með
hálffáránlega hatta á höfðinu. Þú
söngst og trallaðir og kunnir öll
lögin og hikaðir ekkert við að láta
hinar skrautlegustu glósur um
hina dansarana falla. Við skemmt-
um okkur allar konunglega, hver á
sinn hátt.
Ég er alveg viss um að nú sitjið
þið Helga systir saman, mjög lík-
lega með prjóna eða heklunál á
lofti og þið gætið okkar hinna um
ókomna tíð.
Ástarþakkir fyrir allt amma
mín og kveðjur yfir móðuna miklu,
Jóhanna og börnin.
Í dag kveðjum við Níni eftir
langan ævidag.
Við vorum þrjár systurnar,
Níní, Kæja og ég, sem ólumst upp
á Hávallagötu 35. Á uppvaxtarár-
unum bjuggu þar móðurforeldrar
okkar Stefanía og Grímur afi í
kjallaranum og yfir veturinn, í
ömmuherbergi, amma Ingibjörg,
milli þess sem hún dvaldi vestur í
Miðhúsi og Ólafsvík. Á sumrin fór
Níní ung með ömmu vestur. Þar
kynntist hún lífinu á Snæfellsnesi,
fólki, skepnum, landi og útiveru
sem alla tíð síðan var hennar kær-
leiksmál.
Það er margs að minnast á
langri ævi. Við gengum báðar í
Landakotsskóla og síðar urðum
við samferða til Kaupmannahafn-
ar á námskeið í heimilisfræðum.
Þar bjuggum við á heimavistinni í
Den Suhrske Husmoderskole og
áttum saman fróðlegan og
skemmtilegan tíma, sem enn yljar
hjartað. Við Níni kynntumst mök-
um okkar á svipuðum tíma og úr
því varð systrabrúðkaup.
Æskuheimili okkar var alla tíð
miðstöð stórfjölskyldunnar. Þar
var öllum, ættingjum og vinum,
tekið opnum örmum. Oft á tíðum
var margt um manninn, ævinlega
mikið fjör og líflegar umræður.
Þar styrktust vinabönd og ættar-
tengsl.
Við systur eignuðumst börn á
svipuðum tíma og nutum gjarna
samvista á Lynghól við Álftavatn
á sumrin. Kynni barnanna efldust
og styrktust síðan á Hávallagöt-
unni á menntaskólaárum þeirra.
Þar áttu þau skjól og samastað hjá
foreldrum okkar, Sveinbirni og
Súsönnu, á ýmsum skeiðum
þroska og uppvaxtar á leið inn í
fullorðinsárin.
Níní og fjölskylda hennar
bjuggu lengst af úti á landi. Þau
fluttust til Hafnarfjarðar árið
1974 og styrktust þá aftur systra-
böndin. Við gengum saman í
Kvenfélagið Hringinn í Hafnar-
firði þar sem við tókum virkan
þátt í starfinu. Þar voru, auk fjár-
öflunar og góðgerðarmála, skipu-
lagðar sumar- og leikhúsferðir,
þar sem við nutum góðs fé-
lagsskapar.
Allt sem Níní tók sér fyrir
hendur gerði hún af miklum
myndarskap. Hún var dugnaðar-
forkur sem féll aldrei verk úr
hendi. Níní sinnti alla tíð áhuga-
málum sínum og vinnu af sömu
elju. Sérstaklega er minnisstætt
hve hestamennskan var henni
mikilvæg og sameinuðust þar
áhugamál hennar, barna hennar
og síðar barnabarna. Níní undi sér
alltaf vel hjá dóttur sinni, Önnu í
Hlíð. Þar, í sveitasælunni, leið
henni best í samvistum með fjöl-
skyldunni, náttúrunni og skepn-
unum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Að leiðarlokum þökkum við af
heilum hug samfylgdina og send-
um Önnu Maríu og fjölskyldu, Sú-
sönnu og Sigurði okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þín.
Erna Ingibjörg og fjölskylda.
Stefanía
Sveinbjörnsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Stefaníu Sveinbjörns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.