Morgunblaðið - 20.04.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 20.04.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 ✝ Hafþór fæddist á Laugavegi 71 í Reykjavík 7. apríl 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans Foss- vogi 5. apríl 2021. Foreldrar hans voru Jón Indriði Hall- dórsson, f. 13. júní 1909, d. 1. mars 1989, og Geirný Tómasdóttir, f. 1. september 1912, d. 29. júlí 1995. Systkini Hafþórs voru: Magnea f. 16.11. 1932, d. 21.10. 2016, Elínborg, f. 18.9. 1934, Ásthildur Ása, f. 23.7. 1936, d. 27.6. 1993, Hafdís f. 28.10. 1939, d. 9.7. 2004, Guð- björg, f. 29.12. 1942, óskírður drengur, f. 13.6. 1945, d. 26.6. 1945, Jóna Geirný, f. 2.8. 1947, d. 15.5. 2017, Dagfríður Ingibjörg, f. 9.7. 1950, Halldóra, f. 29.7. 1952. Hafþór kvæntist hinn 6.5. 1972 Lilju Hjördísi Halldórsdóttur, f. 7.5. 1951, og eignuðust þau tvö börn, Þórunni Jónínu, f. 28.1. 1976, d. 7.4. 1991, og Viðar Þór, f. maður varðskipanna þar til 8. maí 1972 en þá var honum falið að starfa við almannavarnir af Pétri Sigurðssyni þáverandi for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Árið 1969 starfaði Hafþór um sex mánaða skeið ásamt Guðjóni Petersen við að meta hættu og staðsetja neyðarskýli fyrir al- menning víðsvegar um land vegna geislunar af kjarnorku sem þá var helsta hætta sem talin var steðja að heiminum. Hafþór starfaði óslitið við almannavarnir frá maí 1972 til 30. apríl 2004, fyrst sem fulltrúi og síðar sem deildarstjóri. Eftir hann liggja í megindráttum neyðaráætlanir sem enn er stuðst við vegna ým- iskonar hættu. Frá maí 2004 til september 2012 starfaði Hafþór sem kirkju- vörður í Áskirkju. Hafþór verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 20. apríl 2021, klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins hans nánustu við út- förina. Útförinni verður streymt á: https://youtu.be/gKCanjki8lw Steymishlekk á útför má finna á: https://www.mbl.is/andlat 15.12. 1978, d. 14.1. 1983. Fyrir átti Haf- þór soninn Tómas Bolla, f. 28.11. 1967, með Sigríði Guð- mundsdóttur, f. 4.12. 1948, d. 4.6. 2020. Lilja gekk Tómasi í móðurstað þegar hún giftist Hafþóri. Tómas er giftur Edward Duncan Subben, f. 13.7. 1980. Hafþór ólst upp í Laufholti við Ásveg í Reykjavík, þar sem nú er Dragavegur 4. Hann gekk í Laugarnesskóla og síðan Lang- holtsskóla þegar hann var full- byggður. Hann útskrifaðist sem gagnfræðingur úr Gagnfræða- skóla verknáms. Hafþór hóf nám í Stýrimannaskólanum 1962 og lauk námi með fullum réttindum til skipstjórnar og að auki fjórða bekk sem gefur rétt til að verða skipherra á varðskipum. Hafþór hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1960 og að námi loknu varð hann þriðji, annar og fyrsti stýri- Elskulegi bróðir minn lést 5. apríl síðastliðinn. Mikil er sorgin núna hjá okkur öllum. Við systkinin vorum níu, átta systur og þú prinsinn. Við ólumst upp í Kleppsholtinu og það var bara eitt og hálft ár á milli okkar svo það var margt sameiginlegt með okkur, þú varst svo ljúfur drengur Daddi minn. Við gátum nú samt prakkarast; fyrir jólin þegar við læddumst niður í stofu til að skoða í pakkana og pota smá göt í þá og gá hvað við sæjum. Margs er að minnast. Eins og allir vita vorum við þrjú systkini gift þremur systkinum, það var mikill samgangur á milli okkar allra. Við ferðuðumst mikið saman, innan- lands og utan, alltaf var jafn gam- an að hlusta á þig lýsa öllu sem fyrir augu bar. Lilja og Daddi, það var alltaf sagt Lilja og Daddi, ekki hægt annað. Þau héldust alltaf í hendur og gerðu allt saman og voru svo hjálpsöm við allt og alla. Lífið hef- ur ekki alltaf leikið við þau. Þau eignuðust þrjú börn; Þórunni Jón- ínu og Viðar Þór sem eru látin og taka nú á móti pabba sínum, þar verður mikið knúsast, og Tómas Bolla, sem er nú stoð og stytta mömmu sinnar ásamt Edward sínum. Síðasta árið sem Diddi bróðir Lilju lifði í baráttu sinni við krabbamein buðu Daddi og Lilja honum í mat oft í viku og bættu okkur Ella Má í hópinn. Síðar þró- aðist það í að við borðuðum hvert hjá öðru þrisvar í viku. Við vorum í mat hjá Ella okkar síðasta kvöldið sem Daddi lifði á laugardegi, allir voru glaðir og kátir. Svo kom sím- talið daginn eftir að hann hefði fengið heilablóðfall og lést hann mánudaginn 5. apríl. Daddi bróðir minn var einstakur maður í alla staði. Ég sakna hans mikið, hugur minn er núna hjá Lilju, Tomma og Edward. Guðbjörg (Gugga systir). Við kveðjum og minnumst okk- ar ástkæra Hafþórs Jónssonar eða Dadda bróður eins og við köll- uðum hann jafnan innan fjölskyld- unnar. Hann var ekki aðeins einkabróðir í stórum systrahópi heldur okkar allra því það að eiga bróður í raun er ómetanlegt. Hann var kletturinn í fjölskyld- unni og naut þar mikillar virðing- ar fyrir sína einstöku mannkosti. Það hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn okkar sem ekki verður fyllt. Vart er hægt að nefna Dadda án þess að minnast á Lilju konu hans. Þau stóðu ávallt saman sem eitt. Þau hjónin hafa verið höfð- ingjar heim að sækja alla tíð þar sem hlýja og kærleikur tók á móti okkur með þéttu faðmlagi, fögrum orðum og góðum veitingum. Daddi var mjög hagmæltur og lætur hann eftir sig fjölda ljóða sem hann var óspar á að gefa frá sér við ýmis tilefni. Hafa margir fengið frá honum falleg ljóð þar sem ást, trú, von og kærleikur hafa verið meginstefin ásamt hvatningu og virðingu fyrir við- komandi. Skipulag og vandvirkni voru hans einkenni og nutum við þess fjölskyldan og allir ástvinir í rík- um mæli. Hann hélt utan um niðjatal Laufholtsfjölskyldunnar og uppfærði reglulega eftir því sem hópurinn stækkaði og hafi hann ævarandi þakklæti fyrir. Daddi átti langan og farsælan feril sem stýrimaður hjá Landhelgis- gæslunni og síðan fulltrúi og deildarstjóri hjá Almannavörnum ríkisins. Það má segja að hann hafi marga ölduna stigið og leyst verk- efni sín af stakri prýði. Um leið og við þökkum okkar ástkæra bróður og mági ómetan- lega samfylgd í lífinu vottum við Lilju, Tomma, Edward og öllum ástvinum dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur og varð- veita um ókomna tíð. Dagfríður og Árni. „Og þarna er Daddi bróðir. Sérðu hvað hann naut sín vel?“ sagði amma Ásta með blik í auga þegar við sátum saman og skoð- uðum ljósmyndir úr fimmtugsaf- mæli hennar fyrr um sumarið. Ár- ið er 1986 og hún hafði haldið mikla veislu heima hjá sér í Kefla- vík. Amma hélt ekki margar veisl- ur á sinni stuttu ævi og henni var mikið í mun að vel tækist til enda hafði hún vikum saman hlakkað til að hitta alla fjölskylduna. Ég sá að það gladdi hana að innstu hjarta- rótum hvað bróðir hennar skemmti sér vel. Íslenskan er auðugt tungumál en samt finnst mér ég ekki finna réttu lýsingarorðin sem fanga nógu vel hversu hjartahlýr og ein- stakur maður hann frændi minn var í alla staði. Það bókstaflega geislaði af honum gæskan og fagn- aðarfundir í hvert sinn sem við hittumst. Opinn faðmur og koss á kinn. Gáskafullur húmor og glettni einkenndu hann í sam- skiptum en Hafþór var líka heill hafsjór af fróðleik. Hann var örlát- ur á viskubrunninn sinn og fræddi yngri kynslóðir Laufholtsættar- innar um allt góða fólkið okkar sem á undan fór. Við þekkjum því uppruna okkar og sögu vel og þökkum það Dadda frænda. Daddi og Lilja urðu fyrir því óbærilega áfalli að missa tvö börn sín úr sama erfðagalla. Það er ofar skilningi okkar meðalmanna hvernig hægt er að sættast við önnur eins örlög en það gerðu þessi hjón af slíkri fágun að það vekur ævarandi aðdáun allra sem næst þeim stóðu. Hvorki biturð né harðneskja náði bólfestu í brjóst- um beggja. Til þess voru þau of kærleiksrík, auðmjúk, samhent og trúuð á skapara lífsins sem fyrir öllu sér. Það dofnaði aldrei birtan yfir þeim, lífsgleðin og dillandi hláturinn var áfram á sínum stað. Ég get ekki talið fjölda þeirra skipta á lífsins leið sem ég hef freistast til að detta í svolitla sjálfsvorkunn eða bölsýni og hef þá getað rétt af kúrsinn með því að hugsa til fordæmis Dadda og Lilju. Það hefur ætíð gefið mér brosið og bjartsýnina á nýjan leik. Eftir fráfall langafa og lang- ömmu urðu Daddi og Lilja ætt- arhöfðingjarnir. Þau tóku okkur öll í fangið og héldu hópnum sam- an. Of margt af okkar fólki hefur kvatt alltof snemma og þá hafa Daddi og Lilja huggað og miðlað af reynslu sinni. Þeirra vegna höf- um við haldið keik áfram og aldrei glatað þeim góðu eiginleikum sem prýtt hafa fjölskylduna frá Lauf- holti kynslóð fram af kynslóð. Margs er að minnast og efst í huga er þakklætið. Við Símon geymum á tryggum stað fallegt ljóð sem Daddi samdi handa okk- ur á giftingardaginn okkar sem var einmitt 25 árum eftir fimm- tugsafmælið góða. Aftur stór- veisla í fjölskyldunni og amma Ásta með í anda. Daddi frændi naut sín vel og það gladdi mig að innstu hjartarótum. Nú hafa þau systkinin sameinast á ljóssins lendum með yndislega fólkinu okkar. Minning þeirra er sú stjarna sem áfram vísar veginn í anda þess sem öll vor ráð hefur í hendi sér. Elsku Lilja og Tommi. Við Sím- on vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að varðveita ykkur. Guðfinnur Sigurvinsson. Ekkert varir að eilífu, það á einnig við um lífið og þann tíma sem við fáum hér á jörðu. Það er bæði erfitt og skrýtið að hugsa hvað skal segja þegar maður stendur frammi fyrir því að kveðja frænda sinn sem var um leið ein- stakur og góðhjartaður vinur. Margs er að minnast og brölluð- um við svo sannarlega margt sam- an í áranna rás. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að vera samferða Dadda frænda og Lilju frænku í gegnum lífið. Betri hjón er ekki hægt að hugsa sér, ein- staklega hlý, hjálpsöm og yndis- leg. Alltaf fyrst til að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Matarklúbburinn okkar er mér sérstaklega minnisstæður, sem ber það skemmtilega nafn Hrukkudýrafélagið. Ég var kos- inn formaður með öllum greiddum atkvæðum og tek það embætti mjög alvarlega. Við hittumst um páskana, borðuðum saman, hlóg- um og skiptumst á sögum sem margar hverjar voru missannar. Daddi frændi lék á als oddi og var þetta sannkölluð gæðastund. Erf- itt er að sætta sig við að nú sé hann farinn. Elsku Lilja mín, Tommi og Ed- ward, missir ykkar er mikill, en í sársaukanum er ríkidæmi að eiga hafsjó af minningum um mann sem var okkur öllum sönn fyrir- mynd í mildi sinni og kærleika. Elsku Daddi minn, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég bið algóðan Guð að leiða þig inn í ríki sitt, þar sem hið heil- aga ljós skín skærast. Hafðu þökk fyrir allt og hvíldu í friði. Þín frænka, Ólöf Inga (Olla). Skjótt skiptast veður í lofti. Við vorum að borða hjá mér „covid- kúlan“ á laugardagskvöld. Á sunnudagsmorgun kvartaði Daddi um höfuðverk. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést um klukkan 14 á mánudegi af heilablæðingu. Við Daddi vorum ungir þegar leiðir okkar lágu saman. Gugga systir hans og Halli bróðir minn voru par. Stuttu síðar hitti ég syst- ur þeirra, bað hennar og fékk. Síð- ar heillaði Daddi litlu systur okkar og gengu þau í farsælt hjónaband. Það ríkti alltaf samheldni og vin- átta á milli okkar í þessum systk- inahjónaböndum. Laufholtsstór- fjölskyldan, Hafþór, systur, makar og afkomendur, var sér- staklega samheldinn hópur. Gott er að minnast jólaboða og þorra- blóta. Byrjaði allt í heimahúsum en endaði í sölum þegar afkom- endum fjölgaði. Sumarútilegur byrjuðu á lítilli eyri í Kjósinni en fluttust fljótlega á stærri tjald- svæði. Hafþór var þar fremstur meðal jafningja, söng, sagði sögur og lék, samdi spurningar og stjórnaði keppni. Hafþór var hag- mæltur. Allir nánustu fengu kveðjur í bundnu máli á afmælum, stundum gráglettnar. Hann sendi jólakveðjur í bundnu máli á hverju ári og orti reglulega falleg ástar- ljóð til konunnar sem hann unni. Frá því að ég kvæntist Jónu og hann síðar Lilju höfum verið mikið saman. Ferðast saman innanlands og utan. Ógleymanlegar ferðir eru þegar Tommi og Edward buðu okkur Jónu, Hafþóri og Lilju til London. Þeir fóru með okkur um Ermarsundsgöng til Belgíu og víðar. Seinna þegar Jóna mín og Halli bróðir voru látin tóku þeir hús á leigu skammt frá heimili sínu og buðu mér, Guggu, Hafþóri og Lilju til Windsor. Þar fórum við víða gangandi og akandi. Þegar Tommi stjórnar ferðinni er aðeins farið á valin veitingahús. Okkur bræðrum tókst að fá hann með okkur í Strætókórinn, þar fór hann beint í 1. tenór. Í Strætó- kórnum áttum við margar skemmtilegar stundir með góðum mönnum og konum. Hafþóri var skipulag einkar lagið. Hann varð fljótlega ritari Strætókórsins og síðar tókum við að okkur stjórn á norrænu kórasambandi vagn- og sporvagnsstjóra, NSSF. Þá tóku við ferðalög um Norðurlönd á stjórnarfundi, söngmót og gagn- kvæmar heimsóknir til vina í öðr- um kórum. Hafþór og Lilja voru einstök. Mættu alltaf fyrst, í gleði og í sorg. Umvöfðu syrgjendur, mundu öll barnaafmæli, fóru viku- lega á Grund til að greiða og gleðja Dúnu, yndislega aldraða frænku. Gáfu Hringnum andvirði jólagjafa sem látin börn þeirra hefðu fengið ef þau hefðu lifað. Ég gæti haldið lengi áfram. Stóra gleðin í lífi Hafþórs og Lilju, fyrir utan Tomma og Edward, var fjöl- skyldan á Otrateig. Tryggðatröllið Vilborg, æskuvinkona Þórunnar heitinnar, hélt alltaf sambandi við Lilju og Hafþór. Þetta samband þróaðist í einlæga elsku og vináttu milli þeirra allra, Hafþórs, Lilju, Vilborgar, Davíðs eiginmanns hennar og barnanna. Það veitti Hafþóri og Lilju endalausa gleði að fá að fylgjast með Emil í fót- bolta, Steinunni Ástu í fimleikum, fá að sækja Hauk Tuma í leik- skóla. Þessi vinátta og gagn- kvæma elska gaf Hafþóri og Lilju mikið. Hafþór, kæri vinur, takk fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Már Elías M. Halldórsson. Örlögin réðu því að börnin mín eiga aukasett af ömmu og afa. Tvær stúlkur sín á hvorum aldr- inum, sem hvorug bjó í Hlíða- hverfi, stunduðu báðar nám í Hlíðaskóla af ólíkum ástæðum og með þeim myndaðist svo sterkur vinskapur að hann entist fram yfir andlát annarrar og blómstraði í ást og vináttu við Hafþór og Lilju, for- eldra Þórunnar Jónínu sem lést árið 1991 og bróður hennar Tómas Bolla. Örlögin réðu því að ég og Vil- borg Helga fluttum í Laugarnes- hverfið 2004 þar sem Hafþór og Lilja hafa búið í um 40 ár og sam- gangur við þau hjón jókst með hverju árinu, sér í lagi eftir að börnin okkar Emil, Steinunn Ásta og Haukur Tumi komu í heiminn. Börnin og við hjónin nutum góðs af ást og umhyggju Hafþórs og Lilju, fólki sem hefur kennt okkur svo mikið á lífið og tilveruna, fólki sem kann að umgangast gleði og sorg af æðruleysi og virðingu, fólki sem gekk hlið við hlið í 50 ár, hönd í hönd, samrýnd hjón sem elskuðu hvort annað. Það er ekki hægt annað en að dást að, elska og vera þakklátur fyrir Hafþór og Lilju. Já örlögin réðu því að ég kynnt- ist Hafþóri Jónssyni í gegnum konu mína sem eftir andlát vin- konu sinnar heimsótti vini sína í Brekkulæknum reglulega. Á fal- legu heimili þeirra hjóna, sem stendur vinum þeirra ætíð opið, prýða fjölskyldumyndir veggi og hillur í bland við fallegan texta og tákn sem minnir okkur á að í lífinu skiptast á skin og skúrir. Hafþór var maður hátíðisdaga og gerði af- mælis- og aðra tyllidaga eftir- minnilega með því að semja ljóð til vina og búa um þau á fallegum kortum. Hann gaf af sér alla daga, alltaf. Hann var þakklátur fyrir vinskap annarra og óhræddur að tjá sig með orðum sem opnuðu á hug hans og hlýju í garð vina sinna. Í dag reyni ég að fylgja for- dæmi hans og þakka fyrir mig með þessum orðum, fyrir þá vináttu sem hann sýndi mér og þá lexíu sem líf hans er mér og öðrum. Örlögin réðu því að Hafþór kvaddi okkur of snemma um páskahelgina síðustu. Skyndilega er líf okkar breytt. Skyndilega er samvera með Hafþóri orðin að minningum einum. Það er erfitt að takast á við þá staðreynd en þá er gott að leita í reynslubanka og lær- dóm Hafþórs og Lilju sem hafa haldið á lofti minningu barna sinna, Þórunnar Jónínu og Viðars Þórs, á svo eðlilegan og fallegan hátt. Þannig lifum við áfram með vitneskjunni um að dauðinn er hluti af lífi okkar og gleðjumst yfir því hvað tilveran getur verið falleg í sorg og í gleði. Örlögin réðu því að ég eignaðist vin að eilífu, fram yfir líf og dauða, í Hafþóri Jónssyni. Ég verð að ei- lífu þakklátur fyrir vináttu Haf- þórs, Lilju og Tómasar Bolla. Hvíl í friði, elsku vinur. Faðm- aðu Þórunni og Viðar frá mér. Ég skal faðma fólkið þitt hérna megin! Davíð Hauksson. Í dag er kvaddur einn af okkar bestu vinum og nágranni til fjölda áratuga, Hafþór eða Haffi eins og við kölluðum hann. Hann var snill- ingur á svo margan hátt. Maður kom aldrei að tómum kofunum í samræðum við hann. Hafþór var einstaklega ljúfur og hlýr maður sem mikill missir er að úr fjölskyldu- og vinahópnum. Hann var fljúgandi hagmæltur og góður penni. Höfum við öll vinir hans og félagar notið góðs af því í afmælum og á öðrum gleðistund- um. Hann hefur verið félagi í Strætókórnum til fjölda ára og unnið fyrir hann bæði hér og er- lendis í samverkefnum norrænna kóra. Nú hefur allt félagsstarf og kórastarfsemi legið niðri vegna heimsfaraldursins, svo minna hef- ur verið um hópa, samveru og gleðistundir. Aldrei vitum við hvenær okkar endastöð er í þessu jarðlífi. En ekki grunaði okkur að þetta yrði okkar síðasta samverustund sem við áttum fyrir örstuttu á heimili okkar hjóna þar sem við vorum að gleðjast og njóta með þeim ásamt öðrum vinum með því að rifja upp gamlar minningar úr svo fjöl- mörgum ferðum sem við höfum farið í saman innanlands og er- lendis. Gömul myndbönd voru spiluð frá mörgum mismunandi tímabilum og upplifðum við ynd- islegar minningar af æviferli okk- ar í þeim. Þessi kvöldstund var dásamleg og verður dýrmæt okk- ur öllum í minningabankanum. Það hefur alltaf verið gaman og gott að skreppa til þeirra hjóna í kaffi á þeirra fallega heimili og oft- ar en ekki hefur maður kvatt með gjafir, holl ráð og blessunarorð. Göngutúrarnir þeirra hjóna eru alþekktir hjá okkur í Laugarnes- inu og margar kveðjur borist okk- ur frá börnunum okkar og vinum sem búa í hverfinu sem hafa hitt þau á þeirra daglegu göngu. Elsku Lilja mín og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir liðnar stundir. Eygló og Reynir. Í dag kveðjum við Hafþór Jóns- son eða Dadda eins hann var kall- aður meðal okkar sem þekktum hann best. Með honum er genginn tryggur vinur og samferðamaður sem við kynntumst eftir að leiðir hans og Lilju frænku okkar lágu saman fyrir tæplega hálfri öld. Hafþór var ljúfur maður með einstaklega gott skopskyn. Hann var áhugasamur um menn og mál- efni og í raun skipti ekki máli hvert umræðuefnið var, pólitík, trúmál, þjóðmál eða jafnvel heimspeki; maður kom aldrei að tómum kof- unum þar sem Hafþór var annars vegar. Hann var traustur og greið- vikinn og því er ekki að undra að honum hafi verið falin ábyrgðar- störf á lífsleiðinni, fyrst sem stýri- maður hjá Landhelgisgæslunni frá árinu 1960 og síðar sem deildar- stjóri almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra. Eftir hann liggja neyðaráætlanir sem enn er stuðst við á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hafþór og Lilja voru samrýnd hjón, félagslynd og gáfu af sér mikla hlýju og vináttu. Eitt skær- asta ljósið í minningu um hann eru jólakortin frá þeim hjónum sem ævinlega innihéldu hugljúf ljóð sem Hafþór orti á aðventunni. Trú hans var sterk og það sem einkenndi ljóð hans voru „trú, von og kærleikur“ sem lýstu svo vel lífssýn þessa ljúfa manns. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með einlægu og einstöku sambandi þeirra hjóna við systkin beggja og hefur þessi hópur haldið góðu sambandi í gegnum tíðina með matarboðum, ferðalögum og öðrum samvistum þar sem slegið hefur verið á létta strengi. Við þökkum þeim hjónum, Haf- þóri og Lilju Hjördísi, vináttu og kærleika sem þau hafa ávallt sýnt okkur öllum. Sér í lagi viljum við þakka þá alúð og umhyggju sem þau hafa veitt undirritaðri, móður okkar, á liðnum árum á Dvalar- heimilinu Grund. Með Hafþóri er nú fallinn frá traustur og vandaður maður sem er sárt saknað; það eru mikil for- réttindi að hafa fengið að kynnast honum. Við vottum Lilju, Tómasi Bolla, Edward Duncan og fjölskyldunni allri innilega samúð og vonum að minningin um góðan mann verði þeim huggun í harmi. Guðrún Eyjólfsdóttir (Dúna) og fjölskylda. Hafþór Jónsson - Fleiri minningargreinar um Hafþór Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.