Morgunblaðið - 20.04.2021, Page 22

Morgunblaðið - 20.04.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 ✝ Bryndís Alma Brynjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1932. Hún lést 13. apríl 2021. Foreldrar Bryn- dísar voru Indíana Jónsdóttir, f.1900, d. 1982, og Brynj- ólfur Jónas Gunn- arsson, d. 1932. Fósturfaðir Jóhann Einar Guð- mundsson, f. 1905, d. 1980. Hálfbróðir, samfeðra, Magnús Kjartan Brynjólfsson, f. 1929, d. 1992. Hálfsystur, sam- mæðra: Anna Jóhannsdóttir, f. 1936, Jónína Lilja Jóhanns- dóttir, f. 1937, d. 2015, og El- ínrós Jóhannsdóttir, f. 1941, d. 1964. Eiginmaður Bryndísar var Oddur Benediktsson, f. 1935, d. 2013. Foreldrar hans voru Tómassína Sigurrós Tómas- dóttir (Ása Fjalldal), f. 1913, d. 1984, og Benedikt Oddsson, f. 1913, d. 1970. Bryndís og Oddur kynntust ung er hún var kaupakona í Árnesi við Ísafjarðardjúp og hann á Melgraseyri. Þau giftu sig 29. október 1956. Börn þeirra eru: 1) Ása, f. 1956. Börn hennar: Hulda Jenny Kjartansdóttir, f. 1977. Maki Carlos Anderes Mejia, f. 1979. Dagný Harð- ardóttir, f. 1988, sambýlis- maður Svanur Sigurðsson, f. 1992. Helena Harðardóttir, f. 1989, dóttir hennar Hrafney Ása Daníelsdóttir, f. 2020. Díana Alma Helgadóttir, f. 1997. 2) Axel, f. 1958. Börn hans og Ásgerðar Jónsdóttur: Jón Ásgeir, f. 1992, Tómas, f. 1995, og Bene- dikt, f. 2001. 3) Laufey, f. 1958. Maki Bogi Jóns- son, f. 1958. Börn þeirra: Fríða, f. 1984, unnusti Pétur Arnórsson, f. 1979. Börn þeirra: Bogi Hrafn, f. 2013, og Petra Björk, f. 2015. Oddur, f. 1986, kvæntur Margréti Eddu Yngvadóttur. Börn þeirra Benedikt Þór, f. 2010, Laufey Anna, f. 2011, og Kristín Fríða, f. 2018. Jón Örn, f. 1989, sambýliskona Bjarklind Thor, f. 1971. Axel, f. 1991, sambýliskona Jenny Hrund Hauksdóttir, f. 1991. Björk, f. 1992, sambýlismaður Anders Aanesen, f. 1994. 4) Díana, f. 1960, sambýlismaður Gunnar S. Hrólfsson, f. 1959. Börn þeirra: Bryndís Alma, f. 1987, sambýlismaður Andreas Sinn, f. 1981. Börn þeirra: Elías Thor, f. 2017, og Rafael Thor, f. 2020. Brynjar Thor, f. 1991. Alexandra, f. 1993. Bryndís flutti til Reykja- víkur og vann á saumastofu í Hafnarfirði. Síðan á mat- sölustað og þá í búsáhalda- verslun. Hún tók að sér að sauma úlpur fyrir Hagkaup er börnin voru lítil. Vann síð- an á Hrafnistu og Sjálfsbjörg. Bryndís opnaði sólbaðsstofu, þar sem hún vann ein og var opið frá átta á morgnana til miðnættis, ásamt því að sinna heimilinu. Bryndís Alma verður jarð- sungin í Árbæjarkirkju í dag, 20. apríl 2021, klukkan 13. Elsku amma okkar er fallin frá og dýrmætar minningar streyma fram. Eftir að afi kvaddi árið 2013 varð söknuðurinn mikill hjá ömmu. Hún var kletturinn hans afa og hann var kletturinn henn- ar enda var ástin sterk hjá þeim. Þær stundir sem hún sagði okkur frá æskuárunum fyrir vestan lifa hlýtt í minningum okkar. Frá skólaárunum á Ísa- firði og þau sumur sem hún fór í sveit. Sumarið sem við ferðuð- umst á æskuslóðir ömmu á Drangsnesi var mjög lærdóms- ríkt fyrir okkur krakkana. Að sjá hve mikið var haft fyrir hlutun- um hér á árum áður, enda stopp- aði amma aldrei ef verk var að vinna. Alltaf með prjóna eða hekklunál við höndina í fallegu sólstofunni í húsinu sem afi byggði. Aldrei rykkorn sjáanlegt og garðurinn eins og garðyrkju- meistari hafði tekið hann í gegn. Þegar amma bauð í afmæli sást varla í borðdúk svo mikið var af kökum og öðrum kræsingum. Heita súkkulaðið hennar ömmu var töfrum líkast og við vorum farin að hlakka til mörgum dög- um fyrir afmælisveislu hjá ömmu ef við vissum að heita súkkulaðið yrði á boðstólum. Ferðalög til útlanda voru í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Ferðin sem við systurnar fórum með henni og mömmu fyrir nokkrum árum er í miklu uppá- haldi. Það var erfitt að trúa því að hún væri við áttræðisaldur þegar hún þrammaði um götur London skoðandi söfn, verslanir, kaffihús og markaði, þvílík var orkan og krafturinn í henni. En þannig var amma, mikill dugnaðarforkur. Alltaf var hún amma tilbúin að hjálpa. Þegar fjölgaði í systkina- hópnum okkar flaug hún til Sví- þjóðar, þegar við bjuggum þar, til að hjálpa til á heimilinu fyrstu vikurnar. Ef henni var boðið í veislu var hún mætt nokkrum klukkutímum á undan öðrum til að létta undir. Hún var með græna fingur og hjálpaði mikið við að halda görðunum fínum hjá börnum sínum. Ömmu leið best þegar hún var með fjölskylduna í kringum sig og vildi aldrei vera ein. Það er mikil huggun að vita að mamma hélt utan um hana nótt- ina sem hún kvaddi þennan heim og síðustu dagana var hún um- vafin barnabörnum og börnum sínum. Síðustu dagana var hún orðin mjög veikburða og vildi helst snúa sér að myndinni af afa eins og hún væri að bíða eftir að stundin kæmi að þau hittust á ný hinum megin við móðuna miklu. Fríða, Oddur, Jón Örn, Axel og Björk. Fyrstu kynni mín af Bryndísi voru vorið 1983. Ég hafði nýlega kynnst konunni minni, Laufeyju dóttur hennar. Laufey bauð mér síðla kvölds heim til foreldra sinna. Ég var mjög kvíðinn og vissi ekki við hverju ég mætti bú- ast. Þegar ég kom að heimili for- eldra hennar blasti við mér glæsilegt einbýlishús í Hléskóg- um 1, sem þau byggðu. Gengum við inn um jarðhæðina. Kom ég fyrst að sjónvarpsholi. Þar fyrir voru Axel, bróðir Laufeyjar, og Oddur faðir hennar. Báðir búnir að vinna langan vinnudag. Ég heilsaði með titrandi röddu og fékk stutt og skýr svör til baka: „Sæll, Oddur heiti ég,“ „sæll, Ax- el heiti ég.“ Ég stóð síðan kyrr og hálfvandræðalegur og vissi ekk- ert hvað ég átti að gera, en þá kom Bryndís Alma brosandi og kynnti sig og sagði hlýlega: „Komdu inn í eldhús og vertu vel- kominn.“ Ísinn var brotinn. Mér leið strax betur. Klukkan var 23.30 og mér til undrunar var boðið upp á kaffi og kræsingar sem hún hafði búið til. Allur kvíði hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég spurði hvert væri tilefnið. Hún svaraði: „Við höfum alltaf kvöld- kaffi og með því.“ Okkar kynni ná því 38 ár til baka. Bryndís hefur verið okkur hjónum ómetanlegur stuðningur. Við hjónin vorum 10 ár í Svíþjóð og eignuðumst fjögur af okkar fimm börnum þar. Við þurftum verulega á aðstoð að halda við fæðingu barna okkar og kom hún í hvert sinn til Svíþjóðar fyrir- varalaust. Hún hjálpaði okkur líka við ýmsar framkvæmdir sem við höfum staðið í og sýndi óhemju dugnað og þrautseigju. Þreyta stoppaði hana ekki. Ég minnist hennar af hlýhug. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Bryndísi, og notið samveru hennar og aðstoðar. Blessuð sé minning hennar. Allir sem þér unnu þakkir gjalda ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi óðdauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Guðrún Jakobsdóttir) Bogi. Bryndís Alma Brynjólfsdóttir Atvinnuauglýsingar 569 1100 Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og færni á hljóðfærin, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af að vinnameð börnum. Þá þarf viðkomandi að verametnaðarfullur, áreiðanlegur og áhugasamur. Hægt er að búa til 100% stöðu fyrir fjölhæfan einstakling sem getur kennt á nokkur hljóðfæri. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans um 100. Kennt er á öll helstu hljóðfæri og stór hluti nemenda kemur á grunnskólatíma í kennslustundir. Um er að ræða stöðu fyrir einn eða fleiri einstaklinga, það fer eftir þekkingu umsækjenda. tonhun.is Tónlistarskóli A-Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða kennara á tré- ogmálmblásturshljóðfæri, gítar, bassa og slagverk frá september 2021 Tónlistarkennarar Hæfniskröfur: Tónlistarkennara- menntun eða haldgóð tónlistar- menntun sem nýtist í starfi. Laun: Samkvæmt kjarasamningi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og FÍH. Nánari upplýsingar:Hugrún Sif skóla- stjóri skólans í síma 868 4925 eða hjá tonhun@tonhun.is. Umsóknarfrestur er til ogmeð 30. apríl. Umsóknir og ferilskrár skilist á tonhun@tonhun.is Fjölbreytt tækifæri á Norðurlandi vestra Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Allt að 2.500 tonna framleiðsla af laxi og laxa- seiðum á ári í eldisstöð Laxa Eignarhalds- félags ehf. við Laxabraut, Þorlákshöfn Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Laxa Eignarhaldsfélags er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Smáauglýsingar Dýrahald Snabbi innikisi týndur Snabbi er 2ja ára grábröndóttur fress sem hvarf 12.apríl í 105 Rvk. Ef þið sjáið hann hringið í S 845-9795 (Heiða). SNABBI IS LOST! IF SEEN CONTACT 8459795 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Toyota Verso Live. 5/2016 7 manna. Ekinn aðeins 80 þús km. Sjálfskiptur. Kemur frá góðu heimili og er með topp þjónusta sögu. Verð 2.680.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com með morgun- "&$#!% ✝ Egill Val- geirsson fædd- ist í Reykjavík 7. maí 1996. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 8. apríl 2021. Foreldrar hans eru Þórunn Sigurðardóttir og Valgeir Ásgeirsson. Bróðir hans er Sig- urður, f. 16. júlí 1994, sambýliskona hans er Sunna Björk Karlsdóttir. Bróðir samfeðra er Valur Rafn, sambýliskona hans er Díana Björk Olsen. Egill bjó á Kleppsvegi 36 í Reykjavík til sex ára aldurs, þá flutti hann til Hveragerðis. Hann var við nám við VMA á Akureyri og FSU á Selfossi. Hann var í skátafélaginu Stróki og var alltaf mikill skáti. Egill var mikill dýravinur og hans helstu áhugamál voru mannkynssaga og lestur bóka. Útför Egils fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 20. apríl 2021, klukkan 13. Útförinni verður streymt á https://promynd.is/egill Hlekk á streymi má einnig finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku bróðir, mágur og frændi. Verndarenglunum okkar fjölgaði daginn sem þú kvaddir okkur. Erfitt er að útskýra fyrir litlum dreng, bróðursyni þínum, en við vitum að Egill okkar er kominn til himna og passar okk- ur þar. Þú fallegi góði drengur, alltaf varstu að hugsa um þá sem voru í kringum þig. Minningarnar okkar verða ávallt vel geymdar perlur. Sofðu rótt góði drengur, þú verður okkur alltaf við hlið. Sjáumst seinna, við sendum ást og yl. Sigurður Valgeirsson, Sunna Björk Karlsdóttir og Adam Ingi Sigurðsson. Egill Valgeirsson Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.