Morgunblaðið - 20.04.2021, Page 24

Morgunblaðið - 20.04.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 70 ára Ólafur fæddist í Borgarnesi en ólst upp í Reykjavík og býr í Hólahverfi í Breið- holti. Hann er með BA- próf í íslensku og sagnfræði frá HÍ. Ólaf- ur var kennari í Lauga- skóla í Dalasýslu 1976-83 og íslensku- kennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1985-2018. Maki: Guðlaug Björg Björnsdóttir, f. 1950, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Stjúpdóttir: Áslaug Helgadóttir, f. 1970, hún á fjögur börn. Foreldrar: Jón Benediktsson, f. 1923, d. 2019, símsmiður, og Kristólína Ólafs- dóttir, f. 1930, fv. iðnverkakona, búsett í Reykjavík. Ólafur Hjörtur Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur verið of góð/ur við sjálfa/n þig því þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir fríið. Finndu út hvað það er sem þú virkilega vilt. 20. apríl - 20. maí + Naut Loksins er allt komið í þann farveg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú hefur alveg burði til þess að ráða fram úr erfiðu dæmi sem þér verður falið í dag. Talaðu beint frá hjartanu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er kominn tími til að slaka á og hafðu engar áhyggjur því heimurinn ferst ekki rétt á meðan. Ósætti brýst upp á yfir- borðið, en það stendur stutt. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er alltaf gaman að koma öðrum skemmtilega á óvart. Taktu þér góðan tíma til að slaka á. Heilsan skiptir máli. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gættu þess að tala tæpitungulaust svo enginn þurfi að fara í grafgötur um hvað það er sem þú vilt. Líttu í kringum þig og sjáðu hvað lífið er í raun dásamlegt og gaman að taka þátt í því. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag. Láttu söguna kenna þér, þú þarft ekki að finna upp hjólið. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú skellir hjartanu í lás. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ágreiningur milli þín og ann- arrar manneskju gæti breyst í alvarlegar deilur í dag. Skrifaðu, málaðu, syngdu, allt eftir þínu höfði, og þú munt yngjast um mörg ár! 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær allar að raunveruleika. Nú þarftu að bretta upp ermar og skella þér í vorverkin í garð- inum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú færð tækifæri til að auka við menntun þína. Stökktu á það. Gakktu þó ekki fram af þér. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Vertu raunsær í peningamálum og láttu ekki freistast til þess að slaka á klónni. Þú þráir ævintýri í líf þitt og það bíður handan hornsins. kláraði þar sérnámið í heimilislækn- ingum. Hann var þar yfirlæknir við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 1998-2004. „Það var mjög skemmti- legur en einnig krefjandi tími. Hornafjörður var þá reynslusveit- arfélag þannig að stjórnun og skipu- lag heilbrigðisþjónustunnar var með meira sjálfstæði en víðast annars staðar og var gaman að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem þá átti sér stað. Hornfirðingar voru og eru með eindæmum gestrisnir og taka aðkomufólki vel og eftir veru okkar þar þá teljum við fjölskyldan okkur vera hálfgildings Hornfirðinga og eignuðumst við þar góða vini. Hornafjörður er sérlega fallegur staður og víðfeðmt læknishérað, m.a. fór maður reglulega í læknisvisitasíu á heilsugæsluselið á Hofi í Öræfum en þangað eru 100 km frá Hornafirði. Eins fór maður marga eftirminnilega björgunarleiðangra á Vatnajökul og í fjölmargar sjúkraflugsferðir áður en komið var á formlegri læknamönnun í sjúkraflugi frá FSA á Akureyri. Maður lenti ósjaldan í því að stökkva í útkall og komast ekki aftur heim til sín fyrr en eftir einn og allt að þrjá sólarhringa.“ Eftir 10 ár á Hornafirði fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur á vormánuðum 2004 þar sem Baldur starfaði sem heimilislæknir við Landhelgisgæslunnar, sem er eftir- minnilegur tími. Ég var smá tíma köfunarlæknir á eyju í Miðjarðarhaf- inu og er það eina læknisstarfið sem ég hef stundað sem ekki var er- ilsamt.“ Baldur var um tíma mikið að spá í sérnám í bráðalækningum eða í handarskurðlækningum enda starf- aði hann mikið á slysadeildinni á þessum árum. „Ég hneigðist þó að lokum að heimilislækningum og sér- lega eftir að hafa kynnst því að starfa sem landsbyggðarlæknir.“ Baldur byrjaði snemma á ferlinum sem afleysingalæknir á Höfn í Hornafirði og líkaði þar mjög vel og fékk fasta stöðu þar í júní 1995 og B aldur Pétur Thorstensen fæddist 20. apríl 1961 í Reykjavík og ólst upp í Stigahlíð 16 við ástríkt uppeldi. „Hlíðarnar voru barnmargt og fjörugt hverfi. Ég var Valsari eins og sæma þótti í Hlíðahverfinu og hef síðan haldið með rauðum liðum eins og Sindra á Hornafirði og Liverpool. Ég bjó að því að komast snemma í sveit og var tíu sumur á Barði í Miðfirði hjá syst- ur minni Evu og manni hennar heitn- um, Böðvari Sigvaldasyni, sem var mikill höfðingi. Ég fékk þar gott at- læti og mikla reynslu sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af.“ Eftir 16 ára aldurinn starfaði Baldur mörg sumur við ýmis störf hjá BP (sem síðan varð OLÍS) í Laugarnesi og fyrstu háskólaárin starfaði hann á sumrin hjá Plast- prenti. Baldur gekk í Hlíðaskóla og síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð og út- skrifaðist þaðan sem stúdent frá náttúrufræðibraut 1982. „Eftir menntaskóla var ég mjög tvístígandi um hvort fyrir valinu yrði jarðfræði eða læknisfræði og tók ákvörðun nánast á tröppunum á HÍ á innskrift- ardegi að velja læknisfræðina og hef ekki séð eftir því þótt jarðfræðin hefði eflaust einnig orðið spennandi.“ Hann útskrifaðist sem cand.med. frá Háskóla Íslands 30.6. 1990 og hlaut almennt lækningaleyfi 4.12. 1991 og sérfræðingsleyfi í heimilislækningum 6.4. 1998. Starfsferillinn Baldur starfaði á náms- og kandi- datstímanum á ýmsum sjúkrastofn- unum og víða úti á landi. Eftir að lækningaleyfi var komið starfaði hann mest á Borgarspítalanum sem síðar varð að Sjúkrahúsi Reykjavíkur og tók þar stóran hluta sérfræði- námsins. „Á þeim árum var skemmti- legur rígur á milli hinna þriggja sjúkrahúsa í Reykjavík sem voru Landspítalinn, Borgarspítalinn og Landakot. Ég var semsagt „Bogga- maður“ en líkaði þó einnig mjög vel á Landspítalanum. Hlaut góða reynslu á hinum ýmsu deildum þar og var m.a. um tíma læknir í þyrlusveit heilsugæsluna í Grafarvogi næstu 10 árin eða fram til 2014 að hann gerðist heimilislæknir við heilsugæsluna í Salahverfi. „Hvorir tveggja mjög góðir vinnustaðir og starfsandinn á Salastöðinni er með eindæmum góð- ur.“ Jafnframt þeim störfum hefur Baldur starfað sem læknir á Lækna- vaktinni sem nú er í Austurveri og á Læknavaktarbílnum og auk þess sem læknir á hjúkrunarheimilinu Eir. „Eitthvað hefur maður komið nálægt félagsstörfum þessu viðkom- andi og var um tíma í stjórn Félags íslenskra heimilislækna og auk þess innifelur starfið í sér heilmikla kennslu og þróunarstörf.“ Áhugamálin Áhugamál Baldurs hafa verið t.d. að fara á tónleika, útivist, veiði og ferðalög innanlands sem utan. „Ég komst á bæði EM í Frakklandi með syni mínum og á HM í Moskvu með eiginkonunni og eru það eftirminni- legar ferðir. Á Hornafjarðarárunum vorum við í skemmtilegum ferðahóp sem fór í margar skemmtilegar reis- ur um landið með sína ferðavagna og fjör og eins stunduðum við áður ferð- ir á breyttum jeppa upp á Vatnajökul og víðar. Þær eru orðnar ótal hring- ferðirnar um landið og eins höfum við farið víða um hálendið. Um tíma vor- um við í golfinu en höfum lítið sinnt því vegna anna síðustu árin en mögu- lega verður gerð bragarbót á því þar sem við erum nú komin með sum- arbústað á Flúðum. Það er mikill sælureitur og í röltfæri við golfvöllinn þar. Við dveljum þar eins oft og við getum og ekki síður að vetri en sumri. Við fjölskyldan reynum samt að fara sem mest í ferðalög innanlands á sumrin með okkar ferðavagn og reynum helst ekki að ferðast erlendis yfir stutta sumarið okkar. Ómissandi eru árlegar Veiðivatnaferðir með kærum kollegum mínum. Þá iðka ég badminton tvisvar í viku eða með skemmtilegum félagsskap sem nefndur er Hrollaugur í höfuðið á landnámsmanni Hornfirðinga. Covid hefur náttúrlega sett sitt mark á allt þetta og ekki síður á vinnuna mína en öllu má aðlagast.“ Baldur P. Thorstensen heimilislæknir – 60 ára Hjónin Baldur og Halldóra stödd við Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hornafjarðarárin eftirminnileg Að Fjallabaki Gengið í Jökulgili. 30 ára Lilja fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Stykkishólmi. Hún býr í Bökkunum í Breiðholti. Lilja er óp- erusöngkona frá Tón- listarskólanum í Reykjavík, með BA- próf í þýsku og þýðingarfræði frá HÍ og er meistaranemi í kennslufræði við HÍ. Lilja vinnur í leikskólanum Regnboganum og er í Kór Íslensku óperunnar. Maki: Babacar Gueye, f. 1972 í Senegal, lærði lögfræði og endurskoðun. Stjúpsonur: Franklin Amadou, f. 2018. Foreldrar: Hólmfríður Friðjónsdóttir, f. 1964, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfell- inga, söngkona og kórstjóri, og Walter Rie- del, f. 1960, d. 2018, kokkur í Þýskalandi. Lilja Margrét Riedel Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Nói Guðmunds- son fæddist 24. maí 2020 kl. 20.50. Hann vó 3.405 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Guðmundur Helgason og Yrsa Stelludóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.