Morgunblaðið - 20.04.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
DANMÖRK
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ringköping sýndu mér fyrst áhuga
í desember á síðasta ári þegar þeir
settu sig í samband við umboðsmann
minn,“ sagði hin 24 ára gamla Elín
Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðs-
markvörður Íslands í handknattleik,
í samtali við Morgunblaðið.
Elín Jóna mun leika með Ringköp-
ing í dönsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik á komandi leiktíð eftir þrjú
ár í herbúðum Vendsyssel en Vend-
syssel féll úr dönsku úrvalsdeildinni
á dögunum.
„Ég var lítið að pæla í einhverjum
félagsskiptum á þessum tímapunkti
enda var ég eingöngu að einbeita
mér að því að hjálpa Vendsyssel að
halda sæti sínu í deildinni.
Þegar það varð ljóst að við værum
fallin úr deildinni fór af stað ákveðið
ferli milli umboðsmanns míns og
Ringköping. Þegar Ringköping
tryggði sér svo sæti í dönsku úrvals-
deildinni var samkomulagið svo gott
sem í höfn,“ bætti Elín við.
Á ýmislegt eftir
Elín var eftirsótt af öðrum liðum
þegar ljóst varð að hún myndi yf-
irgefa Vendsyssel.
„Það voru nokkur lið á Íslandi sem
settu sig í samband við mig og vildu
forvitnast um það hvort ég væri
mögulega á heimleið. Eins voru lið í
öðrum löndum sem settu sig í sam-
band við mig en þegar öllu er á botn-
inn hvolft þá var ég ekki tilbúin að
koma heim til Íslands.
Mér líður ótrúlega vel í Danmörku
og það hefur verið virkilega gaman
að spila í dönsku úrvalsdeildinni.
Kórónuveirufaraldurinn hefur sett
stórt strik í reikninginn hérna í Dan-
mörku og mér finnst ég ekki hafa
náð að upplifa allt það sem danska
úrvalsdeildin hefur upp á að bjóða.
Ég var orðin virkilega spennt fyrir
því að spila í þessu umhverfi fyrir
framan fullt af áhorfendum en vegna
faraldursins hefur verið áhorf-
endabann í Danmörku. Ég á þess
vegna ýmislegt eftir hérna.“
Lærdómsríkur tími
Markvörðurinn gekk til liðs við
Vendsyssel frá Haukum sumarið
2018, þá 22 ára gömul.
„Ég átti frábæra tíma hjá Vend-
syssel og liðið er auðvitað bara í
dönsku B-deildinni þegar ég fer
fyrst út árið 2018. Það var mikið um
breytingar á meðan ég var þarna og
ég var með nokkra þjálfara sem
dæmi.
Það var fullt af stelpum sem komu
og fóru en ég ákvað að framlengja
samning minn við félagið í fyrra því
liðið var á leið í dönsku úrvalsdeild-
ina. Ég er gríðarlega þakklát félag-
inu fyrir allt sem það gerði fyrir mig
á þremur árum og ég lærði mjög
mikið á tíma mínum þar.
Það kom til greina að vera áfram
hjá félaginu og þau vildu halda mér.
Á sama tíma skildu þau það vel að ég
vildi spila áfram í dönsku úrvals-
deildinni.“
Áskorun í Danmörku
Markvörðurinn ætlar sér stóra
hluti en ítrekar að hún sé alsæl í
Danmörku.
„Markmiðin mín eru fyrst og
fremst að halda áfram að bæta mig í
handbolta, spila í sterkri deild og við
sterkustu liðin. Mér finnst Danmörk
og deildarkeppnin hérna gríðarlega
heillandi. Ég fíla bæði stemninguna,
handboltann, leikmennina og leik-
stílinn hérna og eins og staðan er í
dag þá er ég ekki að horfa eitthvað
út fyrir Danmörku heldur meira þá á
að spila fyrir sterkustu liðin í land-
inu.
Það er mikil áskorun að spila
hérna, leikmennirnir eru frábærir og
flestir landsliðsmenn hjá sínum þjóð-
um. Hraðinn í leikjunum er mikill og
tilfinningin þegar maður ver boltann
er algjörlega geggjuð, nánast ólýs-
anleg. Ég sanna það fyrir sjálfri mér
í hvert einasta skipti sem ég ver skot
að ég geti vel spilað hérna og það er
svo magnað eitthvað.
Ég held að ein af ástæðum þess að
mér gekk alltaf betur og betur, eftir
því sem leið á tímabilið, var bara
þessi tilfinning sem fylgdi því að
verja frá öllum þessum frábæru leik-
mönnum. Það eru líka margir frá-
bærir markmenn í þessari deild sem
ég lít mikið upp til og það er frábært
að fá tækifæri til þess að vera í sama
umhverfi og þær,“ bætti Elín Jóna
við í samtali við Morgunblaðið.
Ólýsanleg tilfinning
- Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir samdi við Ringköping
- Hefur ekki náð að upplifa allt sem danska úrvalsdeildin hefur upp á að bjóða
Ljósmynd/Robert Spasovski
Landsliðið Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti góðan leik gegn Slóveníu í Lju-
bljana á laugardaginn þar sem hún varði tólf skot í marki Íslands.
Eins og staðan er í dag er ég í
kringum 120. sætið á heimslist-
anum en ég þarf að komast á mót til
þess að fá stig og hækka mig á list-
anum. Því miður er lítið af mótum í
gangi þessa dagana vegna kórónu-
veirufaraldursins og ég hef bara
farið á eitt mót á árinu til þessa sem
er ekki mikið.
Það hefur verið draumur síðan
ég var lítill strákur að komast á Ól-
ympíuleikana og vonandi getur
maður horft til baka einn daginn
stoltur af því að hafa tekið þátt í Ól-
ympíuleikunum,“ sagði Marinó.
„Þú þarft að vera í þrjátíu efstu
sætum heimslistans til þess að kom-
ast inn á Ólympíuleikana eins og
staðan er í dag,“ sagði Marinó
Kristjánsson, landsliðsmaður Ís-
lands í snjóbrettum, í Dagmálum,
frétta- og menningarlífsþætti
Morgunblaðsins.
Marinó var sex ára gamall þegar
hann byrjaði að æfa fimleika en tíu
ára gamall sneri hann sér alfarið að
snjóbrettaíþróttinni.
Þá varð hann fyrsti Íslending-
urinn til þess að taka þátt á HM í
snjóbrettum í Aspen í Bandaríkj-
unum í síðasta mánuði en hann er
einugis tvítugur.
„Ísland gæti líka fengið úthlutað
kvóta fyrir sæti í snjóbrettakeppn-
unum á Ólympíuleikunum 2022 í
Peking þannig að það er alltaf
möguleiki.
Lengi dreymt um Ólympíuleikana
Ljósmynd/SKÍ
HM Marinó tók þátt á HM í Aspen í
Bandaríkjunum fyrir hönd Íslands.
Leeds og Liverpool skildu jöfn, 1:1,
á Elland Road í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gærkvöldi. Liv-
erpool er í sjötta sæti deildarinnar
með 53 stig og Leeds í tíunda sæti
með 46 stig.
Segja má að úrslitin hafi verið
vatn á myllu liðanna þriggja sem
eru rétt fyrir ofan Liverpool: Leic-
ester City, West Ham United og
Chelsea. Úr því sem komið er verð-
ur barátta þessara liða um 3. og 4.
sæti mjög áhugaverð. Til þessa hef-
ur þótt mikilvægt að tryggja sér
sæti í Evrópukeppni. Hvernig það
verður í þetta skiptið er erfitt að
segja til um að svo stöddu. Liver-
pool og West Ham eiga sex leiki eft-
ir en Leicester og Chelsea sjö leiki.
Sadio Mané skoraði fyrra mark
leiksins á 31. mínútu eftir góðan
undirbúning frá Trent Alexander-
Arnold og reyndist það eina mark
fyrri hálfleiks.
Spænski varnarmaðurinn Diego
Llorente jafnaði með föstum skalla
eftir hornspyrnu frá Jack Harrison
á 87. mínútu. sport@mbl.is
AFP
1:1 Diego Llorente fyrir miðju fagnar hér jöfnunarmarki sínu í gær.
Liverpool fékk eitt
stig á Elland Road
Kannski verða tilburðirnir
sem nú eru uppi við að stofna
svokallaða „ofurdeild“ (hér eftir
skrifuð með litlum staf og innan
gæsalappa) það besta sem hefur
hent fótboltann sem íþrótt í
langan tíma.
Þegar tólf risar á brauðfótum
ætla að reyna að bjarga eigin
skinni eftir gegndarlaust tap
vegna kórónuveirunnar undan-
farna tólf mánuði með því að
sölsa meginþorra sjónvarps-
tekna af íþróttinni til sín eru góð-
ar líkur á því að hinn almenni
áhorfandi, á velli sem í sjónvarpi,
segi: Hingað og ekki lengra.
Fótboltinn getur svo auð-
veldlega þrifist og átt bjarta
framtíð án þessara tólf sjóræn-
ingjafélaga. Þau geta hins vegar
ekki þrifist án fótboltans.
Knattspyrnuforystan í
Evrópu þarf að standa í lappirnar
næstu daga og vikur, ásamt
knattspyrnusamböndunum í
stærstu ríkjum Evrópu, og sam-
einast um að kæfa þessa „ofur-
deildartilburði“ í fæðingu. Og
senda félögin tólf út í kuldann ef
þau ætla að þráast við að halda
fyrirætlunum sínum til streitu.
Fótboltinn hefur sem íþrótt
verið á rangri leið í mörg ár. Eftir
að viðskiptajöfrar í Bandaríkj-
unum og við Persaflóann fóru að
kaupa stóru félögin á Englandi
og víðar í Evrópu og dæla í þau
peningum hefur íþróttin fjar-
lægst upprunann jafnt og þétt.
Núna er tækifæri til að snúa
dæminu aðeins við. Vinda ofan af
vitleysunni og færa fótboltann
nær rótum sínum. Nær fólkinu á
götunni, fólkinu sem kemst ekki
lengur á völlinn vegna þess að
það er of dýrt.
Ég er ánægður með stóru
félögin í Þýskalandi, Frakklandi
og Portúgal sem vilja ekki vera
með í þessum skrípaleik þar sem
allt snýst um peninga og ekki er
lengur hugsað um „áhorfendur“,
heldur „neytendur“.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eitt
ogannað
_ Enska félagið Tottenham Hotspur
rak í gær knattspyrnustjórann José
Mourinho en hann hafði stjórnað lið-
inu í sautján mánuði. Tottenham er í 7.
sæti úrvalsdeildarinnar og var slegið
út í 16 liða úrslitum Evrópudeild-
arinnar en á að mæta Manchester City
í úrslitaleik enska deildabikarsins um
næstu helgi. Julian Nagelsmann hjá
RB Leipzig, Brendan Rodgers hjá Leic-
ester og Scott Parker hjá Fulham hafa
verið orðaðir við starfið en Ryan Ma-
son stýrir liðinu fyrst um sinn
_ Guðmundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari karla í handknattleik,
hefur valið átján leikmenn fyrir leikina
þrjá í undankeppni EM í lok apríl og
byrjun maí. Hópinn er að finna á
mbl.is/sport/handbolti.
_ Íþróttasamband fatlaðra mun
senda fimm fulltrúa á Evrópumeist-
aramót IPC í frjálsum íþróttum 1.-5.
júní næstkomandi. Mótið fer fram í
Póllandi. Fulltrúar Íslands verða: Pat-
rekur Andrés Axelsson og Bergrún
Ósk Aðalsteinsdóttir úr FH, Ingeborg
Eide Garðarsdóttir og Hulda Sigur-
jónsdóttir úr Ármanni og Stefanía Da-
ney Guðmundsdóttir úr Eik.