Morgunblaðið - 20.04.2021, Qupperneq 28
Ljósmynd/Sigurður Stefán Jónsson
Þrymskviða Donna Cruz og Blær Jóhannes-
dóttir leikkonur í hlutverkum sínum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Við ætlum að minnast þessa merka dags, að
fyrir nákvæmlega fimmtíu árum, 21. apríl
1971, komu fyrstu handritin aftur heim frá
Danmörku til Íslands. Í fyrsta kassanum var
Konungsbók eddukvæða, sem má segja að sé
flottasta bókin, því í henni er efni sem er
hvergi annars staðar að finna. Á hátíðinni
ætlum við að kynna þennan dýrgrip fyrir
grunnskólanemum og þann fjársjóð sem við
eigum öll saman í þessum handritum,“ segir
Ólafur Egill Egilsson en hann er handrits-
höfundur og leikstjóri handritaheimkomuhá-
tíðar sem haldin verður í Hörpu á morgun,
miðvikudag. Verkefni Ólafs Egils er að miðla
efni þessarar dýrustu bókar landsins til
grunnskólanema og munu ýmsir listamenn
og skemmtikraftar taka höndum saman um
það á hátíðinni. Dagskráin verður á RÚV og
henni verður streymt til allra grunnskóla á
landinu kl. 10 á morgun.
Þegar Ólafur Egill er spurður að því hvort
börn séu opin fyrir þessu efni, segir hann að
vissulega séu sennilega fáir krakkar að rýna
í handritin sjálf, en að þau þekki í ýmsum
myndum það efni sem sprettur upp úr bók-
inni eða eru endursagnir á þessum gömlu
sögum.
„Til dæmis úr bíómyndum eins og The
Avengers og fleiri slíkum, líka úr tölvu-
leikjum, teiknimyndinni um Þór og svo mætti
lengi telja. Þetta er heill heimur og hann lifir
góðu lífi í dag, hann hefur gengið í endurnýj-
un lífdaga með ýmsum formerkjum. Við
ákváðum að setja saman dagskrá sem fjallar
um hinar ýmsu birtingarmyndir þessa arfs
okkar í dag eins og hann birtist krökkum,
frekar en nákvæmlega það sem stendur í
gömlu handritunum, þó við förum auðvitað
líka í það.“
Þór í kjól til að endurheimta hamar
Ólafur Egill segist vera með einvalalið með
sér til að gera hátíðina skemmtilega.
„Ég valdi fólk út frá aldri þeirra sem eiga
að njóta efnisins, þetta er listafólk sem
markhópurinn ætti að þekkja vel. Steiney
Skúladóttir, uppistandari og allrahanda
skemmtikraftur, heldur utan um dagskrána
og er sögumaður og þarna koma fram mið-
aldafréttamennirnir sem krakkarnir þekkja,
Snorri Másson og Jakob Birgisson. Við feng-
um líka til liðs við okkur Beggu og Mikka,
sem gera Krakkaskaupið frábæra, og tónlist-
arkonan unga, Gugusar, flytur nýtt lag sem
hún samdi upp úr Völuspá. Donna Cruz og
Blær Jóhannsdóttir eru líka með í hópnum,
báðar frábærar leikkonur.“
Ólafur Egill segir að Steiney, Mikki og
Begga, ásamt Donnu Cruz, ætli að leika
Þrymskviðu.
„Þar segir frá því þegar Þór fer í kjól til
að endurheimta hamarinn sinn úr Jötun-
heimum, en í þeirri sögu er frábær boð-
skapur um að til dæmis sé yfirleitt betra að
vera tilbúin/n til að prófa eitthvað nýtt.
Stundum getur það reddað málunum að ein-
hver skelli sér í kjól eða umbreyti sér með
öðrum hætti, endurskoði sig. Þetta er líka
um það að hver og einn þarf að bera ábyrgð
á sínum hlutum, til dæmis hamrinum sínum
og því að endurheimta hann. Sagan er einnig
áminning um að það er ekki sniðugt að
skipta á manneskju og hlut, eða ástargyðju,
en það stendur til að skipta á Freyju og
hamrinum, en það mansal er reyndar stopp-
að af.“
Stundum þarf að berja í borðið
Þegar Ólafur Egill er spurður að því hvort
eitthvað af þessu efni sé mögulega vafasamt
fyrir börn, til dæmis senan með Loka þar
sem guðirnir pissa hver á annan, segir hann
að það sé einmitt eitt af því sem sé svo
skemmtilegt við þennan hugmyndaheim, að
hann sé ekki pólitískt réttur.
„Kjarninn í þessum sögum er þó alltaf
sammannlegur, það er það sem skiptir máli,
burtséð frá tíma og ólíkum siðvenjum, og
hann lifir. Þessi sena með Loka fjallar um
það að stundum þarf að berja í borðið og
segja hlutina eins og þeir eru, jafnvel þó um
sé að ræða guði eða merkilegt fólk, enginn er
yfir það hafinn að þurfa stundum að fá orð í
eyra og heyra gagnrýni. Loki er mikill
hrekkjalómur, hann er að stríða og fer
kannski fram úr sér þarna í lokasennu, en
um leið er kannski einhver sannleiksbroddur
í því sem hann er að segja. Krakkar tengja
ágætlega við slíka persónu sem eitthvert fútt
er í.“
Ímyndunarafl gott á tímum ragnaraka
Eitt af atriðum hátíðarinnar felst í því að
Steiney spjallar við allskonar fólk um tengsl
þess við norrænu gömlu guðina og þeirra
ótrúlegu ævintýri. Meðal annars talar hún
við Ævar vísindamann, Kára í Íslenskri
erfðagreiningu, Vigdísi forseta, Bassa Maraji
og fleiri.
„Við þekkjum öll þennan sagnaheim og
getum sótt í þessar gömlu sögur kraft og
innblástur, þó við séum ekki að hugsa um
hann á hverjum degi. Þetta er partur af því
hver við erum, leynt og ljóst, og hvaðan við
komum, og þetta er lifandi menningararfur,
með einum eða öðrum hætti. Ég held að við
höfum náð að setja saman lifandi og
skemmtilega dagskrá, sem líka minnir
krakkana á að við eigum öll saman þennan
arf og það er um að gera að láta þessar sög-
ur örva ímyndunaraflið til sköpunar, sem er
ekki lítils vert á þessum tímum. Ekki veitir
af til dæmis að geta ímyndað sér að hlutirnir
geti orðið skemmtilegri og betri heldur en
þeir eru akkúrat þessa stundina, þegar ham-
farir og heimsfaraldrar og önnur ámóta
ragnarök dynja yfir.“
Heill heimur sem lifir góðu lífi í dag
- Ólafur Egill Egilsson leikstýrir handritaheimkomuhátíð sem haldin verður í Hörpu á morgun
- Tónlistarkonan unga, Gugusar, flytur á hátíðinni nýtt lag sem hún samdi upp úr Völuspá
Morgunblaðið/Eggert
Leikstjórinn „Kjarninn í þessum sögum er þó alltaf sammannlegur, það er það sem skiptir máli,
burtséð frá tíma og ólíkum siðvenjum, og hann lifir,“ segir Ólafur Egill Egilsson.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Flestum viðburðum sem áttu að
vera á hinni árlegu hátíð Myrkum
músíkdögum í vikunni hefur verið
aflýst vegna veirufaraldursins.
Tveir viðburðir verða þó og sá
fyrri, málþing um bandaríska tón-
skáldið Anthony Braxton, verður
haldið í dag kl. 18 og því streymt á
Facebook. Er málþingið á vegum
Myrkra músíkdaga, International
Contemporary Ensemble og
Listaháskóla Íslands en á morgun,
21. apríl, verða síðan haldnir tón-
leikar í streymi með International
Contemporary Ensemble & Skerplu
Ensemble ásamt gestum þar sem
flutt verða verk eftir Braxton auk
þess sem frumflutt verður nýtt verk
eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur.
Þátttakendur á málþinginu um
verk Braxtons eru flautuleikarinn
Berglind María Tómasdóttir, saxó-
fónleikarinn Darius Jones, hljóð-
listakonan Fay Victor, fiðluleik-
arinn Josh Modney, stjórnandinn
James Fei og slagverksleikarinn og
listræni stjórnandinn Ross Karre,
ásamt meðlimum International
Contemporary Ensemble. Mál-
þingið verður í streymi á facebook-
síðu Myrkra músíkdaga og heima-
síðu hátíðarinnar.
Anthony Braxton (f. 1945) er frá
Chicago og þykir hafa verið eitt af
byltingarkenndustu tónskáldum
síðustu hálfrar aldar og fjölbreyti-
leiki verka hans sagður eiga sér
nær enga hliðstæðu í samtíma-
tónlist. Hefur hann leitt fjölda hópa
og verkefna sem talin hafa verið
leiðandi í tónlistarnýsköpun. Hann
er sagður afar vel metinn í
tilraunatónlistarsamfélaginu fyrir
byltingarkennd gæði í verkum sín-
um og fyrir leiðbeiningar og inn-
blástur sem hann hefur veitt kyn-
slóðum yngri tónlistarmanna.
Braxton var undir ólíkum áhrifum
allt frá John Coltrane til Karlheinz
Stockhausen en hefur búið til ein-
stakt tónlistarkerfi og afar fjöl-
breytileg verk.
Fjallað um Anthony
Braxton á málþingi
Tónskáldið Málþingið um Braxton í
dag er á Myrkum músíkdögum.
78%
landsmanna á degi
hverjum ...
... og rúmlega
92%
vikulega. *
Vissir þú að miðlar
Árvakurs ná til um
*
G
a
llu
p
Te
lm
a
r
4
Q
2
0
2
0
ÁRVAKUR