Morgunblaðið - 20.04.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.04.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® 94% 96% 99%BESTA MYNDIN Sýnd með íSlenSku og enSku tali 94% Vinsælasta mynd ársins í bíó á Heimsvísu! Stórmynd sem allir verða að sjá í bíó. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Eins og þeir vita sem reynt hafa er bæði róandi og gott að gleyma sér yfir góðu púsluspili. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson sem gaf í febrúar út breiðskífu með skemmtilegum titli, Tónlist til að púsla við eða Jigsaw Puzzle Music eins og hún heitir á ensku. Plötuna má finna bæði á Spotify og vef Band- camp og var hún einnig gefin út í tak- mörkuðu upplagi á vínil. Andri hefur bæði starfað sem sóló- listamaður og með hljómsveitunum Leaves og Náttfara auk þess að fara fyrir eigin sveit, Rifi. Með henni gaf hann út plötuna Yfir djúpin dagur skín árið 2017 þar sem hann söng auk þess að leika á gítar og semja öll lög en fyrsta sólóplatan kom út sjö árum fyrr, árið 2010, og nefndist sú Orr- ustan við Esjuna og var án söngs. Tónlist til að púsla við er nokkuð frábrugðin fyrri plötum Andra, eins og segir í tilkynningu, og segir þar ennfremur að lagt hafi verið upp með að gera þægilega, kósí plötu sem hægt væri að sofna við í síðdegis- blundinum eða púsla við á kvöldin. Grípandi titill „Ég hef dálítið verið í því undan- farin tvö ár, hef fundið dálitla hug- leiðslu í púslinu,“ segir Andri þegar hann er spurður hvort hann púsli mikið. „Ég datt inn á þennan titil fyrst í hálfgerðu gríni en fannst hann svo grípandi.“ Andri er spurður að því hvað hann hafi lagt upp með við gerð plötunnar og segir hann pælinguna hafa verið að gera kósí plötu, þægilega og með litlu áreiti. „Mig hefur alltaf langað til að fá djassaðan fíling þannig að hann var inni í konseptinu líka og kontra- bassa og Magnús,“ segir Andri og á þar við trymbilinn góða Magnús Trygvason Eliassen. Freysteinn Gíslason sá um kontrabassaleikinn og Arnljótur Sigurðsson lék listir sínar á þverflautu. Djassinn er eitthvað alveg nýtt fyr- ir Andra sem segist alltaf hafa kunn- að að meta djass en aldrei farið alla leið. „Ég spilaði bara eins og ég spila og fékk aðallega djassinn frá hinum,“ segir Andri um upptökurnar á plöt- unni en hann er höfundur allra laga og leikur á Martin D-17m-gítar og Kawai K300-píanó. Arnar Guðjóns- son, félagi Andra úr Leaves, sá um hljóðblöndun og eftirvinnsla var í höndum Emils Ásgrímssonar. Hófst rétt fyrir Covid Um tímann sem tók að gera plöt- una, semja lögin og taka upp, segir Andri að hann hafi ekki verið langur. Vinnan hafi byrjað rétt fyrir Covid og henni lokið í fyrrahaust. Andri er að lokum beðinn að setja sig í spor gagnrýnanda og gagnrýna eigin plötu. Hvað myndi hann segja um hana væri hann gagnrýnandi? „Ég myndi segja að hún væri mjög þægileg og fín plata að hlusta á, skemmtilegir „díteilar“ á henni. Hún er djassskotin og svo er flott hljóm- borðssánd, gítarleikurinn í forgrunni og píanó. Þetta er náttúrlega bara fimm stjörnur,“ svarar hann kíminn. Hugleiðsla í púslinu - Andri Ásgrímsson sendir frá sér Tónlist til að púsla við - Djassstemning og lítið áreiti á þægilegri hljómplötu Ljósmynd/Dóra Dúna Hugarró Andri Ásgrímsson segist hafa fundið hugarró í púsluspilum og hef- ur nú gefið út breiðskífu sem fer vel við þá róandi tómstundaiðju. Zuhaitz Akizu, forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði, og Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmda- stjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, flytja hádegis- fyrirlestur í dag klukkan 12 um afleiðingarnar af aur- skriðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember 2020 og hrifu meðal annars með sér stóran hluta Tækniminjasafn- ins. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins og verður einnig streymt í gegnum Teams. Ágústa mun fjalla um aðkomu Þjóðminjasafns, annarra safna og opinberra aðila að björgun og ræðir hlutverk höfuðsafnsins og viðbrögð við hamförum, eins og segir í tilkynningu, og Zuhaitz Akizu lýsir afleiðingum aurskriðanna á safnið og safnkostinn og ræðir hin ólíku skeið björgunaraðgerða allt frá fyrstu dög- unum fram til dagsins í dag. Hann mun einnig gera grein fyrir grisjun safn- kostsins í kjölfar hamfaranna og reifa framtíðarhorfur safnsins. Boðið verð- ur upp á umræður í kjölfar erindanna og er fyrirlesturinn haldinn í samvinnu við námsbraut í safnafræði í Háskóla Íslands. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sæti í síma 530-2202. Fjalla um afleiðingar aurskriðanna Zuhaitz Akizu Leikkonan Helen McCrory er látin, 52 ára að aldri. Á farsælum ferli sínum lék hún á sviði, í sjónvarps- efni og kvikmyndum og má m.a. nefna kvikmyndirnar The Queen, The Special Relationship og nokkr- ar um Harry Potter. Þá lék hún í sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders og His Dark Materials, svo fáeinir séu nefndir. Eiginmaður McCrory, leikarinn Damian Lewis, tilkynnti andlátið á Twitter og að eiginkona hans hefði glímt við krabbamein. Hún hefði dáið líkt og hún lifði; óttalaus. Þau kynntust þegar þau léku saman í leikritinu Five Gold Rings og giftu sig árið 2007. Afar fáir vissu af veikindum McCrory og kom andlát hennar því verulega á óvart. Hafa fjölmargir leikarar og leikstjórar minnst leik- konunnar og lýst henni sem örlátri, góðhjartaðri og spaugsamri. McCrory hlaut fjölda tilnefninga og verðlauna á ferli sínum og þótti afbragðsleikkona. Látin Helen McCrory var af velskum og skoskum ættum en ólst upp í London. McCrory látin af völdum krabbameins Hljómsveitarstjórinn heimskunni Gustavo Dudamel verður næsti tón- listarstjóri Parísaróperunnar og segja fjölmiðlar ráðningu hans vera mikinn sigur fyrir hinn nýja fram- kvæmdastjóra óperuhússins, Alex- ander Neef. Dudamel er frá Venesúela og hlaut tónlistarmenntun sína í El Sistema, hinu fræga tónlistar- skólakerfi landsins þar sem fátæk börn fá ókeypis klassíska tónlistar- menntun. Hann er líklega þekktasti hljómsveitarstjóri heims í dag og nær frægð hans langt út fyrir heim klassískrar tónlistar. Dudamel er listrænn stjórnandi Fílharmóníu- hljómaveitarinnar í Los Angeles og gegnir þeirri stöðu áfram, samhliða hinni nýju stöðu sinni í París. Stjórnandinn Gustavo Dudamel. Dudamel verður tónlistarstjóri í París

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.