Morgunblaðið - 20.04.2021, Qupperneq 32
Efni í þætti kvöldsins:
Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur talsvert
látið hagsmunamál eldri borgara til sín taka og
hún ræðir m.a. um hvað hægt er að gera af hálfu
Reykjavíkurborgar þegar kemur að sveigjanlegri
vinnutíma sem myndi hugsanlega halda fleirum
lengur á vinnumarkaði, stuðla að auknum tekjum
ríkis og sveitarfélaga og um leið auka á ánægju
þeirra eldri borgara sem vilja vinna lengur en
almennt tíðkast.
Inga Kristjánsdóttir og Íris Gunnarsdóttir hjá
Mulier Fortis fræða áhorfendur um náttúrulyf sem
virka vel á augnþurrk og leggangaþurrk hjá
konum. Einnig er fjallað um mikilvægi notkunar
á handspritti en vörulína þeirra Númer Eitt hefur
notið mikilla vinsælda frá upphafi heimsfaraldur-
sins. Þá er einnig fjallað um mikilvægi notkunar
steinefnasalta sem viðhalda rakajafnvægi í
líkamanum.
Björgvin Halldórsson varð sjötugur þann 16. apríl
og af því tilefni var rætt við hann á fjölum Borgar-
leikhússins rétt fyrir afmælistónleikana sem fram
fóru sama dag þar sem stórsöngvarinn rifjaði upp
tónlistarferilinn á þessum merku tímamótum.
Umsjónarmaður er Sigurður K.Kolbeinsson
Dagskráin
á Hringbraut
Lífið er lag
Fréttir, fólk og menning
á Hringbraut og hringbraut.is
kl. 21.00 á Hringbraut
í kvöld
Kolbrún Baldursdóttir
Björgvin Halldórsson
Samsýning á verkum nemenda 15 leik- og grunnskóla í
Reykjavík verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í dag.
Yfirskrift sýningarinnar er „LÁN – Listrænt ákall til
náttúrunnar“.
Verkin eru sýnd í
porti og fjölnota
sal Hafnarhússins
og í fundar-
herbergi Kjarvals-
staða. Sýningin er
afrakstur sam-
starfs um 800
barna við fjöl-
marga listamenn,
vísindafólk og kennara í leikskólum og grunnskólum í
borginni. Meðal markmiða verkefnisins var að styrkja
sjálfsmynd nemenda, gagnrýna hugsun og trú þeirra á
eigin getu, ýta undir nýsköpun og stuðla að skapandi
kennsluháttum. Sýningin stendur yfir næstu fimm
daga og er aðgangur að henni ókeypis fyrir fullorðna í
fylgd með börnum.
Verk nemenda 15 leik- og grunn-
skóla sýnd í Listasafni Reykjavíkur
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 110. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Óhætt er að segja að sprengju hafi verið kastað inn í
knattspyrnuheiminn í fyrrakvöld þegar tólf af öfl-
ugustu félögum Evrópu tilkynntu að þau ætluðu að
sameinast um stofnun nýrrar „ofurdeildar“ í evrópska
karlafótboltanum. Viðbrögðin hafa verið gríðarlega
sterk og félögunum hefur nú verið hótað brottrekstri
úr mótum og leikmönnum þeirra keppnisbanni. »26
Gríðarlega sterk viðbrögð við
áformum um ofurdeild í fótbolta
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Frænkurnar Sonja Ida Kristins-
dóttir og María Anna Þorsteins-
dóttir hafa það fyrir sið að fara á
kaffihús á þriðjudögum, en þar sem
þær sækjast eftir hnallþórum,
pönnukökum eða vöfflum með
rjóma er oft erfitt að finna stað við
hæfi. „Sonja vill ekki þessar holl-
ustukökur, sem yfirleitt eru í boði,
heldur rjómatertur eins og voru á
Hressingarskálanum í gamla
daga,“ segir María Anna.
María Anna sinnti vel einstæðri
móður sinni sem dó 78 ára. Eftir að
Sonja, sem er 87 ára móðursystir
Maríu Önnu, varð ekkja fyrir
nokkrum árum segist María Anna
hafa heimsótt hana til að stytta
henni stundir. „Við vorum að fletta
myndaalbúmum og rifja upp gamla
tíma, en henni kippir í kynið, finnst
ekki gaman að húka inni heldur vill
fara eitthvað, alveg eins og mamma
og amma voru.“ Sonja hafi viljað
fara á kaffihús og í kjölfarið hafi
kaffihúsaferðirnar orðið fastur lið-
ur vikulega undanfarin um fimm ár.
Aldraðir og umhyggja
Mikilvægt er að huga að öldr-
uðum og María Anna segir að stund
með þeim sé vel varið. Fólk telji sig
oft ekki hafa tíma en það sé of seint
að hugsa um eldri borgara eftir að
þeir eru fallnir frá. „Gamla fólkið á
það skilið að reynt sé að hafa ofan
af fyrir því í stað þess að það sitji
eitt heima.“ Hún leggur áherslu á
að börn og barnabörn Sonju hugsi
vel um hana og hún sé viðbót við þá
umhyggju. „Við Sonja náum vel
saman, hún er skemmtileg og við
getum slegið á létta strengi.“
Sonja ólst upp á Laugaveginum
og lítur á gamla miðbæinn sem sitt
svæði, þótt hún hafi lengi búið í
Garðabæ og undanfarin tvö ár á
Hrafnistu þar í bæ. „Hún vill helst
fara á kaffihús á Laugaveginum
eða nágrenni en aðgengið er svo
erfitt og ómögulegt er fyrir hana að
ganga með göngugrind langa leið
úr bílastæðahúsi,“ segir María
Anna. „Við getum því ekki sótt
kaffistaði, þar sem ekki er hægt að
leggja bíl, og því förum við á staði
sem eru í grennd við bílastæði.“
Kringlan og Smáralind verða oft-
ar en ekki fyrir valinu. „Þar eru
næg bílastæði og aukinheldur fær
Sonja lánaðan hjólastól í verslunar-
miðstöðvunum. Því getum við notað
ferðina, kíkt í búðir og kynnt okkur
nýjustu fatatískuna í leiðinni.“ Þær
hafi þó orðið fyrir vonbrigðum með
nýjustu vortískuna. „Kjólarnir sem
við höfum skoðað eru ekki fallegir,
of víðir og stórir fyrir okkar smekk
en þeir passa kannski á ungar og
grannar konur.“
Café Milanó er uppáhaldsstaður
þeirra, en það er erfitt að gera
þeim til hæfis. „Skammtarnir eru
stórir og við báðar matgrannar,
þannig að við verðum oft að skipta
einni sneið á milli okkar,“ segir
María Anna og bætir við að það sé
ekki alslæmt, því það kosti minna.
„Við förum líka oft í Súfistann í
Hafnarfirði og fáum belgískar
vöfflur á veitingastaðnum Álftanes
Kaffi.“
María Anna segir skiljanlegt að
framboð á rjómatertum og öðru
slíku sé ekki mikið á kaffihúsum,
því ekki sé hægt að geyma þær í
marga daga eins og fyrrnefndar
heilsutegundir. „Napóleonskökur
virðast heyra sögunni til og hnall-
þórur með rjóma sjást varla lengur
fyrir heilsuvörum, en við höfum
augun opin og ég hef beðið um
ábendingar á Facebook.“
Hnallþórur með rjóma
- Fá ekki bílastæði í miðbæ Reykjavíkur og fara því annað
Á Café Milano Sonja Ida Kristinsdóttir og María Anna Þorsteinsdóttir.
Á Álftanesi Kaffi Frænkurnar
gæða sér á góðgæti með rjóma.