Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021FRÉTTIR Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Mesta lækkun REITIR -2,45% 67,80 Mesta hækkun KVIKA +2,72% 21,73 S&P 500 NASDAQ -2,21% 13.728,394 -1,06% 4.126,23 -1,77% 6.859,87 FTSE 100 NIKKEI 225 21.10.'20 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 66,34 -1,83% 29.100,38 20.4.'21 70 30 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 41,73 GULLVERÐ ($/únsu) 1.1.'21 20.4.'21 1.500 1.774,9 2.000 1.893,1 Verð sjávarafurða hefur staðið í stað en olían hækkað í verði. Fyrir vikið hafa viðskipakjör á þennan mælikvarða gefið eftir, enda þarf að greiða meira fyrir olíuna við veiðar. Þetta kemur fram í greiningu Analytica fyrir ViðskiptaMoggann. Niðurstöðurnar eru sýndar á tveimur gröfum hér til hliðar. Eins og sjá má hefur verð sjávarafurða farið hækkandi á öld- inni en olíuverðið sveiflast mikið. Verð á olíu er nú undir meðallagi á öldinni en er hátt miðað við lægstu gildi í kórónuveirufaraldrinum. Áfram útlit fyrir hátt verð Friðleifur Friðleifsson, deildar- stjóri hjá Iceland Seafood Inter- national, segir verð sjávarafurða hafa verið sögulega hátt und- anfarið. „Það hefur verið gífurlega hátt verð á afurðum og líklegt að svo verði áfram. Mögulega gæti orðið örlítil verðlækkun í ferskum fiski út af auknu framboði Norðmanna. Annars eru allar afurðir í góðum málum. Við erum til dæmis nýkom- in úr loðnuvertíð sem gaf mikið fyrir þjóðarbúið,“ segir Friðleifur. Markaðurinn með sjávarafurðir hafi verið sterkur í kórónuveiru- faraldrinum sem muni meðal ann- ars birtast í tölum yfir aflaverð- mæti í mars síðastliðnum. Spurður hvaða áhrif tilslakanir á samkomutakmörkunum muni hafa á eftirspurn erlendra veitingahúsa segir Friðleifur að þær muni gjör- breyta stöðunni. „Þá sérstaklega í Suður-Evrópu. Til dæmis eru hnakkastykki dýrasti hlutinn af dýrustu tegundinni okkar, sem er þorskur, hvort sem þau eru fersk eða frosin. Það er dýrasta afurðin sem Íslendingar framleiða og mikið af henni fer á veitingastaði. Þegar veitingahúsageirinn opnast – meðal annars á Spáni, í Portúgal, á Ítalíu og á Grikklandi – munum við sjá góða eftirspurn og sterkan markað. Stígandi í Bandaríkjunum Við erum þegar farin að sjá já- kvæð teikn í Bandaríkjunum en þar er samfélagið hægt og bítandi að opnast hraðar eftir sam- komutakmarkanir en við bjugg- umst við. Sala á sjávarafurðum í gegnum faraldurinn hefur verið glettilega góð. Skýringin er að hluta að það hefur tekist að vega upp minni sölu til veitingahúsa með smásölunni. Þá höfum við lítið fundið fyrir áhrifum faraldursins í Austur- Evrópu en viðskipti með uppsjávarafla hafa gengið mjög vel. Við fengum mjög sterka loðnu- vertíð inn í markað sem var gal- tómur; það hafði ekki verið fram- leiðsla í tvö ár og svo kemur góð vertíð og við sjáum hæsta verð fyr- ir loðnuafurðir í langan tíma. Hærra en fyrir makrílafurðir og síldarafurðir til að mynda,“ segir Friðleifur sem kveðst bjartsýnn á að salan aukist þegar veitingahúsa- geirinn kemur inn af meiri krafti í sumar. Friðleifur kveðst aðspurður með- al annars byggja þetta á samtölum við erlenda viðskiptavini en bjart- sýni sé farið að gæta meðal þeirra. Þær væntingar taki ekki síst mið af áætlunum um bólusetningu en sal- an muni aukast eftir því sem fleiri mega sækja veitingahús ytra. Sterkur markaður í Bretlandi Hvað snertir Bandaríkin sé reiknað með að markaðurinn verði kominn í fullan gang með haustinu. Útlit sé fyrir þokkalega sölu til veitingahúsa vestanhafs í sumar. Heilt yfir hafi markaðurinn með fisk og franskar í Bretlandi staðið upp úr og almennt gangi salan á fiski til Bretlands mjög vel þessa dagana. Loks segir Friðleifur aðspurður að aukið framboð á flugi til Banda- ríkjanna í sumar muni styrkja söl- una. Þá sérstaklega ef það bætist við nýir áfangastaðir. Verðsveiflur en bjart yfir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðhlutfall sjávarafurða annars vegar og olíu hins vegar hefur sveiflast mikið undanfarið. Hins vegar gætir vaxandi bjartsýni á erlendum mörkuðum. Janúar 2000 til febrúar 2021, vísitala janúar 2015 = 100 Verðhlutfall sjávarafurða og Brent-hráolíu 200 175 150 125 100 75 50 25 0 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Refinitiv, Analytica Vísitala sjávarafurða í USD, jan. 2015 = 100 Verð á Brent-hráolíu í USD/fat Verðvísitala sjávarafurða og verð á Brent-hráolíu 140 120 100 80 60 40 20 0 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Refinitiv, Analytica Yngvi Harðarson Friðleifur Friðleifsson LYFSALA Ólafur Adolfsson lyfsali segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á Reykjavíkur Apóteki á Seljavegi. Einnig á hann Apótek Vestur- lands á Akranesi og Apótek Ólafs- víkur, sem verður rekið undir hatti Apóteks Vestur- lands. Ólafur og með- eigendur seldu Högum 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki árið 2019 en hann hélt eftir 10% eignarhlut í fé- laginu. Hann hefur nú keypt til baka 90% hlut. Þá seldu Hagar rekstur Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni til Lyfju en smásölurisinn opnaði það apótek árið 2020 eftir kaupin á 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki árið 2019. Skortur á bílastæðum Ólafur segir framkvæmdir hafa sett strik í reikninginn hjá Reykja- víkur Apóteki á Seljavegi. Við upp- byggingu íbúða gegnt apótekinu, og endurbyggingu gamla Héðinshúss- ins í hótel, hafi verið þrengt að um- ferð og skortur verið á bílastæðum. Borið hafi á því að viðskiptavinir hafi ekið í Skeifuna til að geta verslað við Reykjavíkur Apótek. Ólafur segir að þegar apótekið á Seljavegi hafi náð sér á strik komi til greina að opna fleiri apótek. „Þá ekki síst til að mæta þeirri grimmu samkeppni sem er á mark- aðnum og kröfunni um hagræðingu og stærðarhagkvæmni. Við sjáum tækifæri í nýjum staðsetningum í Reykjavík og munum mögulega bæta við tveimur apótekum,“ segir Ólafur sem á vörumerkið Reykja- víkur Apótek. Fín rekstrareining „Seljavegurinn hefur verið fín rekstrareining. Við erum eina sjálf- stæða apótekið í Vesturbæ Reykja- víkur en það hefur staðið okkur fyrir þrifum að engin bílastæði hafa verið fyrir okkar viðskiptavini um hríð. Nú er búið að taka götuna í gegn og við horfum fram á bjartari tíma,“ segir Ólafur. baldura@mbl.is Íhugar tvö ný Reykjavíkur Apótek Ólafur Adolfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.