Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 8
Fyrir rösku ári, í mars 2020, fjallaði
ég um 15 ára gamalt Glenlivet
French Oak Reserve og fræddi les-
endur um hrífandi ávaxta- og
hnetutóna þessa vel heppnaða
Speyside-viskís.
Við sama tækifæri benti ég á hve
dapurlegt það væri að af þeim fjór-
tán tegundum sem Glenlivet fram-
leiðir væri aðeins ein – Founder‘s
Reserve – í boði hjá Vínbúðunum.
Er gaman frá því að segja að síðan
þá hefur vörunúmerum Glenlivet
hjá ÁTVR fjölgað um 100% svo að
Íslendingum standa núna tvær
gerðir til boða!
Founder‘s Reserve er á sínum
stað en viðbótin er 12 ára Glenlivet
Double Oak og er merkilegt nokk
seld í lítraflöskum. Er úrvalið enn
betra í fríhöfninni þar sem má finna
þrjár sérútgáfur frá framleiðand-
anum, en þar eru aftur á móti ekki
fáanlegar staðalútgáfurnar tvær
sem seldar eru í Vínbúðunum.
Óhætt er að kalla 12 ára Glen-
livet góða viðbót við íslensku viskí-
flóruna enda á margan hátt eins
klassískt viskí og hugsast getur.
Flaskan er snotur en karamellu-
ljósgylltur liturinn ögn gervilegur.
Um nefið leika sætir tónar í bland
við ögn af súrum ávöxtum, nýslegnu
grasi, og gott ef ekki vott af kardi-
mommu.
Sopinn er í sætara lagi, eikin
nokkuð sterk án þess að vera
römm, og þróast yfir í kanil-,
krydd- og vanillutóna. Eftirbragðið
er heitt og meðallangt, eikin áfram í
fyrsta sæti en ávaxtatónar komast
að. Eins og með margar skemmti-
legri viskítegundir bætast við nýjar
víddir með hverjum sopa. Eikin
mætir fyrst á sviðið, síðan taka
ávextirnir við, og undir lokin mild
karamella.
Bragðið er aðgengilegt og virðist
í fyrstu einfalt, en dýptin kemur
smám saman í ljós. Skrifar fram-
leiðandinn bragðgæðin m.a. á það
að viskíið þroskast fyrst í hefð-
bundnum evrópskum eikartunnum
en er svo fært yfir í tunnur úr
bandarískri eik sem mýkja viskíið
og bæta vanillu við bragðflóruna.
Eins klassískt viskí
og hugsast getur
HIÐ LJÚFA LÍF
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021SJÓNARHÓLL
M
eð frumvarpi um lögfestingu svokall-
aðrar tilgreindrar séreignar skv.
kröfu Alþýðusambands Íslands (ASÍ)
eru algjörlega virtar að vettugi athugasemdir
meirihluta hagsmunaaðila, sem lögðu fram um-
sagnir um frumvarpsdrögin árið 2019. Í þessum
athugasemdum bentu þeir á að hinum nýju
lagaákvæðum fylgdi aukið flækjustig, dýrara
lífeyriskerfi og skerðing á valfrelsi sjóðfélaga.
Fyrirkomulagi lífeyrisréttinda
tuga þúsunda sjóðfélaga raskað
Frumvarpið felur m.a. í sér að sjóðfélögum
lífeyrissjóða skuli vera heimilt að ráðstafa mót-
framlagi launagreiðanda, allt að 3,5 prósentu-
stigum af 15,5% skylduiðgjaldi, í svokallaða til-
greinda séreign sem við útgreiðslu skerðir ekki
ellilífeyri almannatrygginga. Samhliða þeirri
breytingu er gerð sú breyting á útgreiðslum
annarra tegunda séreignar en viðbótarlífeyr-
issparnaði, að þær muni skerða ellilífeyrinn (sjá
töflu). Að öllum líkindum leiðir þetta til þess að
stærsti hluti sjóðfélaga lífeyrissjóða ráðstafi
3,5% iðgjaldinu í tilgreinda séreign. Slík breyt-
ing raskar fyrirkomulagi lífeyrisréttinda hjá
tugum þúsunda sjóð-
félaga, sem í dag ráð-
stafa 3,5% iðgjaldinu í
frjálsa séreign, sem
samkvæmt frumvarp-
inu mun skerða ellilíf-
eyrinn. Með því að
greiða iðgjöldin í til-
greinda séreign er val-
frelsi og sveigjanleiki
sjóðfélaganna í út-
greiðslum skert veru-
lega. Ráðstöfun 3,5% iðgjalds í viðbótarsparnað
í stað tilgreindrar séreignar væri betri fyrir
sjóðfélaga en hún er ekki heimil skv. frumvarp-
inu.
Þrengri útborgunarreglur
tilgreindrar séreignar
Hvers vegna væri betra fyrir sjóðfélaga að
ráðstafa 3,5% iðgjaldinu í viðbótarsparnað frek-
ar en í tilgreinda séreign? Ástæðan er m.a. sú
að þrengri útborgunarreglur gilda fyrir til-
greinda séreign en viðbótarsparnað. Tilgreind
séreign er ekki laus fyrr
en frá 62 ára aldri sjóð-
félaga og laus til útborg-
unar á að lágmarki fimm
árum skv. frumvarpinu.
Viðbótarsparnaður og
frjáls séreign er aftur á
móti laus frá 60 ára aldri
og laus til útgreiðslu skv.
óskum sjóðfélaga.
Stjórnvöldum og ASÍ
hefur margoft verið bent
á að fyrir sjóðfélaga er mun hagstæðara að ráð-
stafa 3,5% iðgjaldi í viðbótarsparnað með rýmri
útborgunarreglum af því að aðstæður fólks eru
mismunandi. Í mörgum tilvikum getur hentað
sjóðfélögum betur að taka séreignina út tveim-
ur árum fyrr en gert er ráð fyrir í frumvarpinu
og á styttri tíma en fimm árum. Einnig hefur
verið bent á að auðvelt er að halda 3,5% iðgjald-
inu í viðbótarsparnaði aðgreindu frá 4%-6% við-
bótarsparnaðinum í tölvukerfum sjóðanna yrðu
gerðar kröfur um slíkt.
Aukið flækjustig með tilgreindri séreign
Eitt af því sem hefur þótt ámælisvert við líf-
eyriskerfið er hversu flókið það er. Aukið
flækjustig torveldar fólki að skilja lífeyris-
kerfið, gerir sjóðfélögum erfiðara um vik að
taka ákvarðanir um ráðstöfun og útgreiðslur
sparnaðarins, skaðar ímynd lífeyriskerfisins og
dregur almennt úr áhuga fólks á lífeyrissparn-
aði.
Önnur ástæða þess að betra sé að bjóða sjóð-
félögum að ráðstafa 3,5% iðgjaldinu í viðbót-
arsparnað er að lögfesting tilgreindrar sér-
eignar felur í sér að lífeyriskerfið verður
einmitt flóknara að óþörfu. Viðbótarsparnaður
hefur verið við lýði frá 1999 og launafólk þekkir
almennt vel þær reglur sem um hann gilda og
því væri tilvalið að nýta hann fyrir 3,5% iðgjald-
ið. Þannig ættu sjóðfélagar auðveldara með að
taka ákvarðanir og átta sig á uppbyggingu á líf-
eyrissparnaði sínum á sama tíma og sveigj-
anleiki og valfrelsi í útgreiðslum yrði aukið hjá
sumum en varðveitt hjá öðrum eftir því hvaða
lífeyrissjóðs þeir greiða til.
Með frumvarpinu verða til fimm tegundir
séreignar sem um gilda mismunandi reglur
varðandi útborgun, skerðingar á lífeyri al-
mannatrygginga og húsnæðiskaupa- og lánaúr-
ræði eins og sjá má í töflunni hér á eftir.
Lesendum kann að þykja erfitt að skilja efni
töflunnar en það endurspeglar það flækjustig
sem nú er fyrirhugað að bjóða sjóðfélögum líf-
eyrissjóða, lífeyrissjóðunum og öðrum hags-
munaaðilum upp á. Það er þó jákvætt að núver-
andi lög og frumvarpið heimila sjóðfélögum að
ávaxta allar tegundir séreignar hjá vörsluaðila
að eigin vali.
ASÍ fer gegn hagsmunum launafólks
Fjármálaráðherra sagði í umræðum um
frumvarpið að það væri ágætishugmynd að
launafólk ætti að hafa val um að setja 3,5% ið-
gjaldið í viðbótarsparnað og hann hefði ekkert á
móti því en ASÍ væri því mótfallið. Svo virðist
sem ASÍ sé með lífeyriskerfið í algjörri gíslingu
og stjórnvöld fái ekki neitt við ráðið. Vald ASÍ
yfir lífeyriskerfinu vekur furðu í ljósi þess að
aðeins sjö af 21 lífeyrissjóði eru á samningssviði
ASÍ og SA og bæði eignir og árleg iðgjöld þess-
ara sjö sjóða standa undir minna en helmingi af
eignum og árlegum iðgjöldum allra lífeyris-
sjóða. Óhætt er að halda því fram að flestir
hinna 14 lífeyrissjóða og vörsluaðila séreign-
arsparnaðar séu mótfallnir lögfestingu til-
greindrar séreignar og kysu að sjóðfélagar
þeirra gætu ráðstafað 3,5% iðgjaldinu í viðbót-
arsparnað. Í raun er umhugsunarvert að ASÍ
berjist fyrir breytingum sem skerða frelsi
launafólks til að ákveða fyrirkomulag á úttekt
sparnaðar síns, auk þess að beita sér fyrir því
að þvinga fram neikvæðar breytingar á upp-
byggingu lífeyrissparnaðar hjá lífeyrissjóðum
sem ekki eru á forræði þeirra.
Að framansögðu má sjá hversu mikilvægt
það er að Alþingi beri gæfu til að hafna ákvæð-
um frumvarpsins um lögfestingu tilgreindrar
séreignar – lífeyriskerfinu og öllu launfólki til
heilla og hagsbóta.
LÍFEYRISMÁL
Arnaldur Loftsson,
framkvæmdastjóri
Frjálsa lífeyrissjóðsins
Flækjustig aukið og valfrelsi launafólks skert
”
Með því að greiða ið-
gjöldin í tilgreinda sér-
eign er valfrelsi og
sveigjanleiki sjóðfélag-
anna í útgreiðslum
skert verulega.
Tegund séreignar og mismunandi reglur
Viðbótar-
sparnaður*
Frjáls
séreign**
Tilgreind
séreign***
Bundin
séreign***
Erfða-
séreign
Laus til útgreiðslu
– aldur sjóðfélaga
60 ára 60 ára 62 ára
60-85
ára
Alltaf
Skerðir lífeyri
almannatrygginga
Nei Já Nei Já Já
Má nýta í fyrstu
fasteignakaup og
lánagreiðslur í 10 ár
Já Nei Já Nei Nei
Má nýta í fasteignar-
kaup og lánagreiðslur
til júlí 2023
Já Nei Nei Nei Nei
*Iðgjald sem nemur 2-4% frá sjóðfélaga og 2% frá launagreiðanda, samtals 4-6%.
**Iðgjald sem hluti af 15,5% skylduiðgjaldi annars vegar og viðbótarmótframlag launagreiðanda
umfram 2% hinsvegar. ***Hluti af 15,5% skylduiðgjaldi. Heimild: Frjálsi lífeyrissjóðurinn.