Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 11

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 11FRÉTTIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Á dögunum var gerð breyting á skipuriti og framkvæmdastjórn Sjóvár og var Sig- ríður Vala gerð að framkvæmdastjóra fjár- mála og upplýsingatækni hjá trygginga- félaginu. Fram undan eru ýmsar áskoranir enda samkeppnin á tryggingamarkaði hörð, rekstrarumhverfið krefjandi og tækniþróunin ör. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Það er nýr veruleiki að ávaxta fjármagn í lágvaxtaumhverfi líkt og við búum við í dag en ávöxtun fjármagns er stór og mik- ilvægur hluti af starfsemi okkar. Þá eru að eiga sér stað miklar og örar breytingar í tækniumhverfinu sem og á þörfum við- skiptavina og okkar áskorun að finna og nýta réttu lausnirnar til þess að halda áfram að þróa þjónustuleiðir sem bæta heildarupplifun viðskiptavina okkar sem nú eru þeir ánægðustu á íslenskum vá- tryggingamarkaði. Í svona umhverfi felast að mínu mati mikil tækifæri. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Eftirminnilegasti fyrirlesturinn sem ég sá í vetur var án efa þegar ég hlustaði á Harper Reed á vegum Origo þar sem hann fór yfir hvernig gervigreind getur bætt ár- angur fyrirtækja og er gott dæmi um svið sem er í mikilli sókn en aðgengi fyrirtækja að þeirri tækni er alltaf að verða meira með tilheyrandi tækifærum. Frábær fyrirlestur enda Harper litríkur karakter og skemmti- legur framsögumaður. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Bókin Ride of a Lifetime eftir Robert Iger sem stýrði Walt Disney svo farsæl- lega í gegnum mikla umbreytingu er mér ofarlega í huga. Jafnframt bókin Shoedog eftir Phil Knight stofnanda Nike þar sem svo vel kemur í ljós hvað þarf til að byggja upp stórfyrirtæki og vörumerki. Aðdáun mín á dugnaði og elju frumkvöðla eins og Phils minnkaði síst við lesturinn. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég vinn með mörgu öflugu og reyndu fólki sem ég er alltaf að læra eitthvað af. Hugsa að ég sæki mest af minni faglegu þekkingu til þeirra. Hugsarðu vel um líkamann? Já ég geri það, legg mikið upp úr því að taka frá tíma fyrir hreyfingu sem og að huga að mataræðinu. Það á ekki vel við mig að halda sama prógrammi lengi, því hjóla ég inni á veturna, dreg hlaupaskóna fram á vorin og er í og með alltaf að reyna að fara meira í jóga með misgóðum árangri. Þátt- taka í hlaupa- eða hjólamótum hefur reynst mér ágæt hvatning til að halda dampi í æf- ingum. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Ég hugsa að ég myndi velja eitthvað sem tengdist heilsu og hreyfingu, hef alltaf haft mikinn áhuga á þeim vettvangi. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Hafandi klárað „raungreinaskammtinn“ myndi ég finna mér eitthvað sem tengist mannlegri heðgun. Mér finnst jákvæð sál- fræði til dæmis áhugavert svið sem ég væri mikið til í að kynnast betur. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég les bækur og hlusta á hlaðvörp við/ eftir fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja eða hefur náð langt á sínu sviði, hlusta m.a. mikið á viðtöl við framúrskarandi íþróttafólk. SVIPMYND Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá Vandi að ávaxta fjármagn í lágvaxtaumhverfi Morgunblaði/Arnþór Birkisson Sigríður Vala segir tækniumhverfið og þarfir viðskiptavina tryggingafélaga breytast hratt. NÁM: Stúdentspróf frá Verzl- unarskóla Íslands 2003; BS í iðn- aðarverkfræði frá HÍ 2006; MS í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota 2008; löggiltur verð- bréfamiðlari 2009 STÖRF: Sérfræðingur og síðar verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka 2008-2015; forstöðumaður viðskiptastýringar Creditinfo 2015-2016; forstöðu- maður hagdeildar Sjóvár 2016- 2021, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni frá 2021. Sit auk þess í stjórn hjá HS Veitum og Sýn. ÁHUGAMÁL: Hreyfing og útivera, aðallega á hjóli eða hlaupum og þá helst utanvegar. Toppurinn þegar tekst að gera þetta í góðum félagsskap. Svo förum við fjöl- skyldan mikið saman á skíði á veturna. Eldamennskan er farin að höfða meira og meira til mín og þeim fjölgar alltaf góðu stund- unum í eldhúsinu. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Arnari Gauta Reynissyni og saman eig- um við tvö börn, Eddu Björk og Halldór. HIN HLIÐIN FJÁRMÁLAEFTIRLIT Fjármálaeftirliti Seðlabanka Ís- lands bárust 163 tilkynningar um skortstöður í 13 fyrirtækjum á skipulegum verðbréfamarkaði í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Seðlabankans sem nefnist Fjármálaeftirlit 2021 og er ný skýrsla sem bankinn hyggst gefa út árlega til þess að tryggja „viðeig- andi gagnsæi um störf og áherslur innan bankans á sviði fjármálaeft- irlits með því að skýra frá því hvernig bankinn vinnur að þeim verkefnum sem Seðlabanka Íslands er falið í lögum [...] og upplýsa eft- irlitsskylda aðila um helstu áherslur í yfirstandandi verkáætl- un,“ eins og það er orðað í frétt á vef bankans sem fylgdi útgáfu rits- ins. Viðmiðum breytt tímabundið Tilkynningum um skortstöður fjölgaði mjög á árinu 2020 miðað við árið 2019 og nefnir bankinn að það skýrist m.a. af því að tímabundnar breytingar voru gerðar á viðmið- unarmörkum um hvenær tilkynna skuli um töku skortstöðu. Þannig var ákveðið að þeir sem tækju skortstöður yrðu að tilkynna þegar staða þeirra færi yfir eða félli undir viðmiðunarmörk sem næmu 0,1% af útgefnu hlutafé félags. Til viðbótar þurfti samkvæmt reglunum að senda tilkynningu í hvert sinn sem nettóskortstaða breyttist um 0,1% umfram fyrrnefnd mörk. Ákvörð- unin fól í sér að viðmiðunarmörkin á Íslandi voru 0,1% í stað 0,2%. Frá og með 20. mars 2021 færðust við- miðunarmörkin að nýju í 0,2%. Líkt og meðfylgjandi tafla sýnir voru 53 af 163 tilkynningum sem bárust í fyrra tengdar skorstöðum sem voru á bilinu 0,1-0,2%. Sé tillit tekið til þess fjölgaði skortstöðu- tilkynningum um 16 frá árinu 2019 þegar þær voru 94. Flestar voru tilkynningarnar í september eða 23. Þá voru þær 20 í apríl, júní og október. Fæstar voru þær í febrúar eða þrjár talsins. ses@mbl.is Tilkynningar til Seðla- bankans um skortstöðu 2019 2020 Fjöldi tilk. Fjöldi tilk. Þar af á bilinu 0,1-0,2% Jan. 6 9 0 Feb. 7 3 0 Mars 21 13 1 Apríl 9 20 8 Maí 9 14 4 Júní 0 20 7 Júlí 0 9 4 Ágúst 3 8 4 Sept. 14 23 8 Okt. 14 20 7 Nóv. 5 14 4 Des. 6 10 6 Alls 94 163 53 H ei m ild : F já rm ál a- ef tir lit ið Skortstöður teknar í 13 fyrirtækjum á skipulegum verðbréfamarkaði 2020 Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn fer nú með fjármála- eftirlit eftir sameiningu við FME. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.