Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 10

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverðir biðlistar eru eftir aðild hjá mörgum golfklúbbanna á höfuð- borgarsvæðinu. Á síðustu árum hef- ur mikil gróska verið í golfinu og iðkendum fjölgað hratt. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir brýnt að golfklúbbar hugi að frekari mannvirkjagerð í samvinnu við sveitarfélög, en lítið sé í píp- unum hvað varði gerð golfvalla, sem sé bæði tímafrek og kostnaðarsöm uppbygging. Agnar áætlar að um þúsund manns séu nú á biðlistum eftir aðild að golfklúbbum á höfuðborgar- svæðinu og sam- kvæmt grófum útreikningi áætl- ar hann að nýjan 18 holu golfvöll þurfi á sjö ára fresti til að anna eftirspurn. Agnar segir að eftir árvissa fjölg- un í nokkur ár hafi orðið sprenging í golfiðkun á síðasta ári eftir að far- aldurinn skall á. Skýringarnar segir hann meðal annars öflugt unglinga- starf og að margir hafi rúman tíma og vilji nýta hann til að byrja í golfi, sem bjóði upp á hreyfingu og holla útivist í góðum félagsskap. Aðrir taki þráðinn upp að nýju eftir að hafa lært íþróttina á yngri árum. Margir hafi áður spilað mikið er- lendis, en meðan ekki séu tök á því spili fólk meira hér heima. Einnig megi nefna að golf sé á margan hátt sniðið að sóttvörnum þar sem að- gangi að útiveru sé stýrt og aldrei séu fleiri en fjórir í hópi og auðvelt sé að halda nauðsynlegri fjarlægð. Lítil viðbót framundan Agnar segir að nú sé staðan þannig að nokkur hundruð ein- staklingar vilji byrja í golfi árlega umfram þá sem hætta. Hann áætlar að nú séu um eða yfir þúsund manns á biðlista á höfuðborgarsvæðinu. Agnar hefur starfað hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) í níu ár og nú er í fyrsta skipti biðlisti, alls um 100 manns. Félagar eru um 2.200 og þar af eru 1.300 fullborg- andi og eiga þá möguleika á að fá tíma á teig á „besta tíma“. Börn, unglingar og „heldri borgarar“ nýta þá tímann fyrir klukkan 16. Agnar segir að 1.300 fullborgandi sé há- markið hjá GKG til að fólk geti kom- ist að, en klúbburinn er með 27 hol- ur, 18 holu völl og 9 holu völl. Áformað er að á næstu árum verði byggt á landinu þar sem Setbergs- völlur er nú og hafa verið viðræður um nýtt land fyrir völl Golfklúbbs Setbergs. Nýr níu holu völlur er fyrirhugaður á Norðurnesi á Álfta- nesi og kæmi sá völlur í stað eldri vallar á Álftanesi, sem að mestu verður tekinn undir íbúðarhús og opin svæði þegar nýi golfvöllurinn verður kominn í gagnið. Í nokkur ár hefur verið unnið að undirbúningi að uppbyggingu útivistarsvæðis og stækkun golfvallar Oddfellowa á Urriðavelli við Heiðmörk um níu holur. Jaðarklúbbar á stór-höfuðborgar- svæðinu á borð við Þorlákshöfn, Hveragerði, Leiruna, Sandgerði, Voga, Akranes og Borgarnes hafa fengið mikla umferð kylfinga af Reykjavíkursvæðinu á undanförnum árum. Gæti bitnað á nýliðun Miðað við þessa óvísindalegu samantekt myndu níu holur bætast við á næstu árum á höfuðborgar- svæðinu, en hæpið er að það dugi miðað við þróunina að mati Agnars. Hann segir brýnt að sveitarfélög og forystumenn í golfhreyfingunni setj- ist niður og fari yfir þessa stöðu. Það sé verkefni sveitarfélaganna að út- vega land, en klúbbanna að skila þangað félagsmönnum og ekki ætti að verða hörgull á þeim. Hefjast verði handa sem allra fyrst við að hefja byggingu fleiri golfvalla, ann- ars stefni í óefni og nýliðun í íþrótt- inni verði þrautin þyngri. Fjárfesting til framtíðar Agnar segir að öflugt starf meðal barna og ungmenna í golfklúbbun- um sé sannarlega fjárfesting til framtíðar. „Ein ástæðan fyrir því að golfið hefur haldið áfram að vaxa á Íslandi þrátt fyrir skakkaföll víðsvegar um heiminn er sú staðreynd að íslenskir golfklúbbar hafa lagt mun meiri metnað en aðrar þjóðir í barna-, unglinga- og íþróttastarf,“ segir Agnar. „Við getum tekið sem dæmi að um 830 börn og unglingar nýta sér þjónustu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) á meðan sá golfklúbbur sem best sinnir þessum málum í Danmörku er með um 211 börn og unglinga á sínum snærum. Fyrir utan það að þarna eru íslensk- ir golfklúbbar að sinna forvarnar- starfi mun betur en erlendir golf- klúbbar, þá leiðir þetta starf af sér að kylfingum mun fjölga verulega á næstu misserum. Ef við höldum áfram að taka GKG sem dæmi, þá hefja 100 börn og ung- lingar golfiðkun á hverju ári. Við vit- um að afföllin eru mikil þegar kemur að unglingsárunum eða um 95% og ástæðan er sú að einstaklingar hefja nám og stofna fjölskyldu. Sumum finnst mikið lagt í þetta starf án þess að það skili sér inn í starfið, en það er ekki rétt. Fram eftir öllum aldri Golfið hefur það umfram flestar aðrar íþróttagreinar að hægt er að stunda það fram eftir öllum aldri. Þegar þeir einstaklingar sem voru í golfi á yngri árum hafa komið sér fyrir og um hægist hjá þeim eru miklar líkur á því að þeir hefji golf- iðkun að nýju, þá sem hluta af tóm- stundagamni, hreyfingu og útiveru. Ætla má að um 70% þeirra sem hætta í golfi vilji með þeim hætti byrja aftur í íþróttinni.“ Agnar segir að þeir sem læri golf ungir búi að því alla ævi, líkt og þeir sem einu sinni læri að hjóla. Síðan komi margir á hverju ári og vilji byrja í golfi án þess að hafa haldið á kylfu áður. Um þúsund manns á biðlistum - Sprenging í golfinu í faraldrinum - Þörf á fleiri völlum - Barnastarfið skilar sér til framtíðar Agnar Már Jónsson Fjöldi kylfinga á Íslandi frá 1932 til 2020 Hvað ungur nemur... 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 Heimild: GKG Heimild: Golf- samband Íslands Golfleikja- námskeið Barna- og unglingastarf Hinn almenni kylfingur Öldungar Miðað er við að 100 ný börn og unglingar taki á hverju ári þátt í barna- og ung- lingastarfi, 90 hafa áður verið á golfleikjanám- skeiðum. Að unglingsárum loknum hætta 95 þessara einstak- linga í golfi Um eða upp úr fertugu byrja 70% eða 67þessara einstaklinga aftur í golfi 65% vilja komast í sinn heimaklúbb eða 43 á ári Fimm einstak- lingar halda áfram og sumir verða afrekskylfingar 1940: 250 1960: 500 1980: 900 2020: 19.837 2000: 8.500 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Golf Kylfingum hefur fjölgað mjög á síðustu árum eins og sjá má á efri myndinni. Á þeirri neðri má sjá að stór hluti úr hópi 100 barna kemur til baka í golfið og verður virkur í íþróttinni þegar um hægist á miðjum aldri. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sumarið er komið Þeir sem læra golf ungir búa að því alla ævi. Skóflustunga var tekin í Akranesi í vikunni að 31 íbúð ásamt bílakjallara sem Leigufélag aldraðra byggir á Dalbraut 6. Um er að ræða 22 tveggja herbergja íbúðir og níu þriggja herbergja íbúðir. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til leigu á þriðja ársfjórðungi 2022. Leigufélagið hefur átt samstarf við Akraneskaupstað við undirbún- ing verkefnisins. Áhersla hefur verið lögð á samvinnu við heimamenn. Þannig koma að verkinu fyrirtækin Alhönnun, Snókur, BM Vallá, Rafpró og Ylur. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að Leigufélagið er einnig að hefja bygg- ingu á 51 íbúð við Vatnsholt 1-3 í Reykjavík en þar koma við sögu að- ilar af Akranesi. Samtals hefur Leigufélagið samið við fyrirtæki og iðnaðarmenn frá Akranesi í þessum tveimur verkum fyrir hátt í tvo millj- arða króna. Á Akranesi en nú eru ríflega 400 íbúðir í byggingu eða að fara í bygg- ingu á lóðum sem hefur verið úthlut- að síðustu mánuði og misseri. Ljósmynd/Skessuhorn Akranes Skóflustunga tekin, f.v.: Ólafur Örn Ingólfsson frá Leigufélagi aldraðra, bæjarfulltrúarnir Valgarður Lyngdal Jónsson, Ólafur Adolfsson og Elsa Lára Arnardóttir, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Bragi Þórðarson, heiðursborgari Akraness. Aldraðir á Akra- nesi fá 31 íbúð - Aldraðir byggja blokk við Dalbraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.