Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 16

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Uppbygging íbúðar- húsnæðis hefur áhrif á samkeppnishæfni Ís- lands. Lóðaskortur, flókið regluverk, ósveigjanleiki og tafir valda því að uppbygg- ing íbúðarhúsnæðis er ekki í takt við þarfir samfélagsins. Hraða þarf uppbyggingu með því að einfalda um- hverfi byggingar- og mann- virkjagerðar þar sem skortur er á eignarhaldi og yfirsýn yfir mála- flokkinn. Núverandi starfsumhverfi byggingarmála er óskilvirkt og óhóf- leg reglubyrði eykur flækjustig. Boðleiðir eru langar og ákvarðanataka tíma- frek. Stór skref hafa verið tekin í jákvæða átt með sameiningu málaflokka hjá ráðu- neytum og með stofnun Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar en þörf er á að ganga enn lengra. Aðkoma sveitarfé- laga að einföldun í kerf- inu er nauðsynleg enda fara þau með skipu- lagsvald, leyfisveit- ingar og síðast en ekki síst gerð hús- næðisáætlana. Talsvert ósamræmi er nú í afgreiðslu sveitarfélaga hvað varðar byggingareftirlit, skipulags- mál og túlkun þeirra á regluverkinu. Þá þarf ríkið jafnframt að hafa betri yfirsýn yfir málaflokkinn og hafa aukið íhlutunarvald í skipulags- málum. Hvort tveggja, ríki og sveit- arfélög, bera ábyrgð á því að hraða skipulagsferlum. Ríkið ber ábyrgð á að einfalda regluverk en sveitarfélög þurfa að tryggja skjóta afgreiðslu. Skipulagsferli er of þungt í vöfum og tekur of langan tíma. Tryggja þarf styttri afgreiðslutíma og koma í veg fyrir hamlandi skipulagsskilmála sem leiða til aukins kostnaðar og tafa við byggingu húsnæðis og hamla nýsköpun. Sveitarfélög og ríki þurfa að vinna saman að þessu markmiði. Aukinn sveigjanleiki í bygging- arreglugerð, eftirlit byggt á flokkun mannvirkja, innleiðing rafrænnar stjórnsýslu og endurskoðun skipu- lagsferla munu stuðla að lægri kostnaði og aukinni skilvirkni við mannvirkjagerð en samhliða því þarf að auka framboð á nýjum lóð- um. Samtök iðnaðarins hafa lagt til umbætur í uppbyggingu íbúðar- húsnæðis til að ná enn frekari ár- angri. Í fyrsta lagi þarf að fram- lengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. Í öðru lagi þarf að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúðar- húsnæðis með því að auka framboð á nýju byggingarsvæði, bæta rafræna stjórnsýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tímafresti. Í þriðja lagi þarf að innleiða rafræna bygg- ingargátt. Í fjórða lagi þarf að koma í framkvæmd fyrir lok árs 2021 til- lögum átakshóps stjórnvalda og að- ila vinnumarkaðarins frá árinu 2019. Í fimmta lagi þarf að endurskoða lagaumhverfi skipulagsmála og hraða skipulagsferlum sveitarfélaga. Í sjötta lagi þarf að sameina embætti byggingarfulltrúa víða um land og samræma vinnubrögð sveitarfélaga. Árangur í íbúðauppbyggingu styður við nýsköpun og frekari verð- mætasköpun. Með þessum umbótum eflum við samkeppnishæfni Íslands og verðum betur í stakk búin til að endurreisa hagkerfið. Umbætur í íbúðauppbyggingu efla samkeppnishæfni Eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur »Núverandi starfsum- hverfi byggingar- mála er óskilvirkt og óhófleg reglubyrði eyk- ur flækjustig. Jóhanna Klara Stefánsdóttir Höfundur er sviðsstjóri mann- virkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir dóms- málaráðherra birti eins konar varn- argrein fyrir efna- hagsviðbrögð rík- isstjórnarinnar í kórónufaraldrinum hér í Morgunblaðinu hinn 16. apríl síðast- liðinn. Þar hafnar hún því að viðbrögðin hafi verið síðbúnari og kraftminni en í samanburð- arlöndum okkar og segir umfang þeirra hafa verið um níu prósent af vergri landsframleiðslu. Prósentutalan er ekki lýsandi fyrir umfang þeirra efnahags- aðgerða sem ráðist hefur verið í. Samkvæmt yfirliti yfir stærstu efnahagsaðgerðirnar á vef stjórn- arráðsins hafa um 70 milljarðar af sértækum efnahagsúrræðum rík- isstjórnarinnar gengið út, eða 2,4% af vergri landsframleiðslu ársins 2020. Í greinargerð fjár- málaáætlunar kemur fram að að- gerðirnar muni samtals nema 6,3 prósentum af landsframleiðslu ár- in 2020 og 2021. Níu prósenta tal- an fæst þegar taldar eru með að- gerðir sem hefur dregist úr hófi fram að koma til framkvæmda eða stendur til að ráðast í á næsta kjörtímabili. Þá er að vísu litið fram hjá þeim „afkomubætandi ráðstöfunum“ sem boðaðar eru ár- in 2023 til 2025 og verða 34 millj- arðar árlega, samtals 102 millj- arðar eða rúmlega þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Umfang þessara aðhaldsráðstafana, sem munu „hægja á hagvexti“ sam- kvæmt fjármálaáætlun, slagar hátt í allt fjárfestingar- og upp- byggingarátakið sem ríkisstjórnin hefur boðað á tímabilinu 2020 til 2025 (119 milljarðar króna). Ísland naut þess í upphafi far- aldursins að Seðlabankinn hafði verulegt svigrúm til vaxtalækk- ana. Aðgerðir á peningamálahlið- inni, auk skilvirkra sóttvarna á landamærum og uppsafnaðs sparnaðar þeirra sem héldu vinnunni, hafa verið stærsti drif- kraftur almennrar eftirspurnar síðastliðið ár. Viðbrögð rík- isstjórnarinnar voru hins vegar síðbúnari og veikari en í flestum Vestur-Evrópuríkjum. Opinber fjárfesting dróst saman í fyrra og fyrirtæki voru látin bíða í marga mánuði eftir ríkisábyrgðarlánum og rekstrarstyrkjum. Einn vitn- isburðurinn um seinvirkar aðgerð- ir og klaufalegt samspil þeirra er að í fyrra lögðu þróuð ríki að jafn- aði um tvöfalt meira fjármagn í hlutabætur og sams konar aðgerð- ir til að viðhalda störfum og ráðning- arsamböndum en til almennra atvinnuleys- isbóta á meðan þessu var öfugt farið á Ís- landi. Hluta- starfaleiðin reyndist vel fyrstu mánuðina en var eyðilögð með hertum skilyrðum síð- asta sumar um leið og eigendum fyrirtækja voru greiddir rík- isstyrkir til að segja upp starfsfólki. Af- leiðingin er sú að langtum lægra hlutfall vinnuafls á Íslandi var á hlutabótum en víðast hvar í ná- grannalöndunum og atvinnuleysi jókst meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-ríki. Þetta gæti valdið auknum kostnaði ríkissjóðs næstu árin og er hvorki til marks um góðan árangur né „skynsamlega hagstjórn“. Dómsmálaráðherra viðurkennir að nú blasi við „drungalegri mynd“ og segir að langtíma- atvinnuleysi megi ekki festast í sessi. Undir það má taka, og þess vegna skýtur skökku við að rík- isstjórnin skuli leggja fram fjár- málaáætlun þar sem allt kapp er lagt á að þjóðarbúið haldi sig inn- an tiltekins skuldahlutfalls hins opinbera á tilteknum tíma en vart gerð tilraun til að svara því hvern- ig tekist verði á við stærsta og kostnaðarsamasta vandann sem við okkur blasir: atvinnuleysið, sem verður meira og langvinnara næstu árin samkvæmt nýjustu þjóðhagsspá Hagstofunnar en áð- ur leit út fyrir. Full nýting fram- leiðsluþátta er forsenda þess að tekjur þjóðarbúsins vaxi á sjálf- bæran hátt til að mæta óhjá- kvæmilegri skuldasöfnun vegna kórónuveirunnar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er jafn illa til þess fallin að verja og skapa störf og hálfkákið í efnahagsmálum sem við horfðum upp á síðasta vor þeg- ar faraldurinn skall á. Vonandi berum við gæfu til að kjósa nýja ríkisstjórn í haust sem skilur að ábyrg efnahagshagsstjórn snýst um fulla atvinnu, jafnvægi í þjóð- arbúskapnum, velferð og verð- mætasköpun. Hagsaga síðasta árs endurskrifuð Eftir Jóhann Pál Jóhannsson » Fjármálaáætlunin er jafn illa til þess fallin að verja og skapa störf og hálfkákið í efnahags- málum sem við horfðum upp á síðasta vor Jóhann Páll Jóhannsson Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Hinn 7. janúar sl. birti Morgunblaðið grein mína „Grimmur óvinur“. Þar vakti ég at- hygli á nokkrum grunn- atriðum öryggismála sem þurfa að vera í lagi ef nauðsynlegar ráð- stafanir eiga að skila þeim árangri sem stefnt er að. Ég benti líka á hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem þá þegar lék lausum hala í Bretlandi og vitað var að væri bæði bráðsmit- andi og sýnu illvígara en hin upp- haflega gerð hennar. Ljóst var því að bærist hún til Íslands myndi smitum fjölga enn hraðar og veikindi verða mun alvarlegri. Ég leyfði mér að segja að ef þetta afbrigði kæmist inn í landið ættum við Íslendingar enga afsökun – alls enga. Hún kom nú samt. Ef ég man rétt var það rakið til eins ferðamanns, sem „einhvern veginn slapp í gegnum landamærin“ – eins og það var orðað. Þakkir Austfirðingar! Nú nýlega birtist brasilískt afbrigði veirunnar á þröskuldi okkar – landa- mærunum. Það mun vera enn skæð- ara en það breska og ekki einu sinni fullvíst að þekkt bóluefni vinni á því. Þetta nýja afbrigði mun hafa komið með erlendu skipi til Reyðarfjarðar í mars sl. Skipverjar voru skimaðir og reynd- ist um helmingur þeirra veikur með Covid-19. Einn var það veikur að hon- um var strax komið á sjúkrahús en öll- um hinum gert að sæta sóttkví um borð í skipinu. Í tuttugu daga var skipið vaktað til að koma í veg fyrir óviðkomandi um- ferð að og frá borði. Öll þessi árvekni, vinna og agi hefur skilað árangri og því tímabært að segja: Þakkir Aust- firðingar, þarna var vel að verki staðið. Skyldusóttkví? Athygli vakti þegar stjórnvöld tóku nýlega stórt hótel í notkun sem sótt- varnahús og skylduðu þá sem til lands- ins komu til dvalar þar – á kostnað rík- issjóðs – til að hefta útbreiðslu Covid-19-veirunnar. Ekki þekki ég til framkvæmda varðandi flutning fólks og annað sem til móttöku þessara ferðamanna heyrði. Hitt verð ég að segja að miðað við að biðja fólk að fara beint heim eða á hótel sitt og bíða þar niðurstöðu skimunar á landamær- unum eru þessir fólks- flutningar og vistun und- ir eftirliti framför – mikil framför. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Ef miklu skiptir að allir fylgi sett- um reglum eða fyrirmælum, þá þarf einfaldlega að tryggja það með þeim ráðum sem nauðsynleg eru – og það þarf auðvitað að undirbúa vandlega. En bíðum nú við! Nú ber svo við að nokkrir komuf- arþegar vilja ekki sitja í sóttkví yf- irvalda heldur fara í sóttkví heima hjá sér. Yfirvöld segja nei enda misjöfn reynsla af slíku. Fólkið hefur hátt, vitnar í mannréttindi sín og telur að ekki sé stoð í lögum sem heimili þessa skylduvistun. Stjórnvöld telja sig hafa allt á hreinu enda sé nýbúið að ganga frá reglugerð sérstaklega til þess. Þrír lögmenn, f.h. ferðalanganna, bera málið undir Héraðsdóm Reykja- víkur sem kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hafi ekki rétt til að skylduvista ferðamennina í marg- nefndu sóttvarnahóteli. Tveir ráðherrar koma í sjónvarpið og segja úrskurð Héraðsdóms „valda vonbrigðum“! Reglugerðin pottþétta ekki nefnd framar! Eftir að hafa barist við Covid-19 á annað ár og deilt um lögmæti margs- konar aðgerða – boð og bönn – í marg- ar vikur gætu margir ætlað að nægur tími hefði gefist til að „neyðarlög v/ farsótta“ með valdheimildum og öðru nauðsynlegu væru tilbúin til notkunar. En, nei! Ég leyfi mér að segja að þjóðin á ekki skilið það orðspor sem hún fær af þessu máli. Þá eiga landlæknir, sótt- varnalæknir og almannavarnir inni af- sökunarbeiðni hjá stjórnvöldum fyrir að hafa falið þeim verkefni sem ekki stóðst lög. Slíkt á þríeykið ekki skilið. Hvað nú? Fréttir herma að fjöldi erlendra flugfélaga stefni til Íslands strax í byrjun næsta mánaðar með ferða- menn til lengri eða skemmri dvalar. Þau sækja um flugleyfi hjá íslenskum yfirvöldum og auglýsa Ísland sem áfangastað. Íslenskt ferðaþjónustufólk fagnar auðvitað og undirbýr komu við- skiptavina eftir langt hlé. En hvað með íslensk yfirvöld? Hvernig líst þeim á? Er langt komið í undirbúningi verk- lagsreglna, skipulagi móttöku á landa- mærunum, mannahalds/mannafla, húsnæðis og framkvæmd aðgangs- stýringar? Hvað með kynningu á reglum, viðbrögð við reglubrotum o.s.frv. Textagerð, þýðingar, prentun/ netvinnu. Upplýsingaöflun, stað- reynslu, dreifingu, afturköllun, breyt- ingar, vistun. Á að treysta erlendum heilsufars- vottorðum – og hverjum? Hvernig er það í framkvæmd? Ábyrgð flugfélaga varðandi flutning farþega til Íslands án fullnægjandi skilríkja, s.s. heil- brigðisvottorðs, vegabréfs o.fl. Þessi listi er hvergi tæmandi og vonandi er sem mest á honum þegar afgreitt og frágengið. Ég er ekki að reyna að draga kjark úr fólki, aðeins benda á að gott skipu- lag tryggir fumlaus handtök sem aftur eykur líkur á faglegri landamæra- gæslu sem við getum öll verið stolt af. Að lokum Við gerum ráð fyrir að við verðum laus við veiruna þegar bólusetningum verður lokið. Vonandi gerist það. Í ljósi margra stökkbreytinga sem hafa reynst misillvígar mun hins vegar ekki útilokað að við fáum hana aftur. Stönd- um því saman og höldum vöku okkar og vörnum. Óvinurinn enn á kreiki Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson » Vöndum allan und- irbúning vel og tök- um á móti ferðamanna- bylgju sumarsins af íslenskri gestrisni og faglegu öryggi – það liggur mikið við. Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð- arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004. www.landsmenn.is baldur@landsmenn.is Ég þekkti ekki númerið á símanum, en eftir kynningu sagði glaðleg rödd að nú væri komið að því. Ég kipptist við. Átti ég, þrátt fyrir allt, að komast í hóp útvaldra og fá sprautu? Já, sagði röddin, mæta eftir þrjá daga klukkan 11. Ég get það, svaraði ég, en mald- aði þó í móinn og sagði að mér hentaði síðdegið betur. Það klyfi ekki eins daginn. Röddin var enn þolinmóð þegar hún lýsti því að hjá spraututeyminu væri allt þrautskipulagt og áherslan lögð á skilvirkni. Með því að ég væri boðaður væri ég kominn inn í ferli sem yrði að fylgja. Ég áttaði mig og skammaðist mín um leið og kom á réttum tíma. Mjúkar hendur hjúkkunnar hefðu mátt hvíla lengur á handleggnum á mér. Þetta var búið nærri áður en það byrjaði og 15 mínúturnar á eft- ir í öryggisbiðinni liðu líka fljótt við að skoða hausa jafnaldranna yfir grímunum. Það voru hærukollar í því liði og hrukkur á víð og dreif. Það undraði mig stórlega. Heim kominn fann ég að mér var létt, að ég væri sloppinn. Mér er nær að halda það. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Sloppinn?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.