Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 25

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 „ÉG ÞARF AÐ OPNA SKURÐINN AFTUR. ÞESSI HÉR KOSTA 10.000 KRÓNUR PARIÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... eina rétta mataræðið. NÝI ÖRBYLGJUOFNINN ER FRÁBÆR! ÉG GET ELDAÐ PYLSU Á 35 SEKÚNDUM! JEMINN ÉG GET ÉTIÐ HANA HELMINGI HRAÐAR HÆTTU ÞESSU! OG ÉG SEM HÉLT AÐ ÞÉR ÞÆTTI GOTT AÐ LÁTA KYSSA ÞIG Á KINNINA! ALLTAF SAMA BRANDARAKERLINGIN, HELGA?! ÚTSALA GARÐYRKJUSTÖÐ „ÞAU ERU Á ÞESSU ASNALEGA UNGLINGASTIGI.“ Páll stundar sund og göngur og les mjög mikið. „Áður fyrr ferð- uðumst við hjónin víða, við sækjum tónleika og erum búin að vera áskrifendur að Sinfóníunni í meira en 30 ár.“ Fjölskylda Eiginkona Páls er Lára Kristín Ingólfsdóttir, f. 25.5. 1939, fv. sölu- fulltrúi hjá Flugleiðum. Þau eru bú- sett í Kópavogi. Foreldrar Láru voru hjónin Margrét Magnúsdóttir, verkakona, f. 14.9. 1899,d. 27.9. 1989, og Ingólfur Árnason, verkamaður, f. 1.3. 1904, d. 21.12. 1995. Þau voru lengst af búsett á Akureyri. Fyrr- verandi kona Páls er Hólmfríður Rósinkranz Árnadóttir, fv. fram- kvæmdastjóri, f. 15.2. 1939. Synir Páls og Hólmfríðar eru 1) Árni Geir viðskiptafræðingur, f. 3.3. 1963, býr í Reykjavík, kvæntur Soffíu Árnadóttur Waag stjórn- sýslufræðingi, f. 22.1. 1965; 2) Kári, fv. framkvæmdastjóri, býr í Reykja- vík, f. 25.12. 1964, kvæntur Guðrúnu Maríu Ólafsdóttur Mortens, MBA.B.EB, kennara, f. 21.10. 1968. Börn Páls og Láru eru 3) Fríða Ingi- björg, öldrunarhjúkrunarfræðingur í Atlanta, Bandaríkjunum, f. 30.6. 1972, gift Helga Gunnari Helgasyni, félagsfræðingi, sem vinnur við svefnrannsóknir í Atlanta, f. 19.11. 1971; 4) Ingólfur, einkaleyfa- sérfræðingur, f. 27.9. 1973, býr í Kaupmannahöfn, sambýliskona er Camilla Ehlers sérfræðingur, f. 15.8. 1972 , fv. eiginkona er Alda Æg- isdóttir markaðsfræðingur, f. 24.9. 1980. Barnabörn og barnabarnabörn eru 12 alls og ein stjúpdóttir. Bróðir Páls er Eggert Ólafur Ás- geirsson f. 6.8. 1929, fv. skrifstofu- stjóri, og kona hans er Sigríður Dag- bjartsdóttir, f. 8.6. 1937, fv. skrif- stofustjóri. Foreldrar Páls voru hjónin Ásgeir Guðmundsson málflutningsmaður, f. 31.8. 1899, d. 8.11. 1935, og Friede Pálsdóttir Briem, forstjóri fjölrit- unarstofu, f. 7.10. 1900, d. 12.9. 1997. Þau voru búsett í Reykjavík. Páll Þórir Ásgeirsson Valgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja Ólafur Þórðarson útvegsbóndi í Nesi við Seltjörn Kristín Ólafsdóttir húsfreyja Guðmundur Einarsson útvegsbóndi í Nesi við Seltjörn Ásgeir Guðmundsson málflutningsmaður í Reykjavík Anna Jónsdóttir húsfreyja Einar Hjörtsson útvegsbóndi í Bollagörðum á Seltjarnarnesi Þórhildur Tómasdóttir húsfreyja Helgi Hálfdánarson sálmaskáld og forstöðumaður Prestaskólans Álfheiður Helgadóttir Briem húsfreyja Páll Jakob Briem amtmaður á Akureyri Ingibjörg Eiríksdóttir Briem húsfreyja Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem sýslumaður í Eyjafirði og Skagafirði Úr frændgarði Páls Ásgeirssonar Friede Pálsdóttir Briem forstjóri fjölritunarstofu í Reykjavík Fyrsti sumardagur 1891“ erfallegt ljóð eftir Matthías Jochumsson og er þetta fyrsta er- indið: Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði! Kom blessaður í dásemd þinnar prýði! Kom lífsins engill nýr og náðarfagur í nafni Drottins, fyrsti sumardagur. Og þessu kvæði lýkur Matthías sjálfum sér líkur! Ég fagna þó, ég þekki, hvað er merk- ast og þykist sjá, hvað drjúgast er og sterkast, að það sem vinnur, það er ást og blíða. Haf þökk míns hjarta, sumargyðjan fríða! „Vorveðrátta“ er yfirskrift þessa erindis eftir Stefán Ólafs- son: Góð veðrátta gengur, geri eg mér ljóð af því; þetta er fagur fengur, fjölga grösin ný; fiskur er kominn í fjörð, færir mörgum vörð: kýrnar taka að trítla út, troðjúgra er hjörð; skepnur allar skarta við skinið sólar bjarta. Öllum þykir okkur vænt um vísu Páls Ólafssonar, sem hann orti til sólskríkjunnar á Neshálsi í ágúst 1898: Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini og hlær við sínum hjartans vini honum Páli Ólafssyni. „Sólaruppkoma“ er ljóð eftir Pál. Það byrjar svo: Upp á himins bláa braut blessuð sólin gengur. Ekki hylur hennar skraut haf né fjöllin lengur. Fuglar kvaka fegins-róm fagna að gott er veður. Tárfellandi brosa blóm, brim við sandinn kveður. Og lýkur svo: Í dag er auðséð –, drottinn minn, dýrð þín gæskuríka. Maður heyrir málróm þinn, maður sér þig líka. Á vormorgni yrkir Páll: Grætur fönn á fjallabrúnum, fossar kveða gleðilag. Blómin gul á grænum túnum gróa, þróast nótt og dag. Kveddu spói kvæðin þín, kveddu blessuð lóan mín. Þið hafið fyrri sungið saman, syngið lengur, þetta er gaman. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á sumardaginn fyrsta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.