Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 29

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jazzhátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur yfir til 24. apríl. Vegna farsóttar og fjöldatakmarkana verður hátíðin með öðru sniði en vanalega og fernir streymis- tónleikar haldnir í sal Tónlistar- skólans í Garða- bæ án áheyr- enda. Listrænn stjórnandi hátíð- arinnar er sem fyrr Sigurður Flosason og er hann einnig meðal þeirra tónlistar- manna sem koma fram á tón- leikum. Með tengsl við bæinn Sigurður er spurður að því hvernig sé fyrir tónlistarmenn að halda tónleika án áheyrenda og segir hann það sérstakt. „En það er bara skemmtilegt og við bara gerum það besta sem við getum úr aðstæðum,“ segir hann. Hátíðin hafi fallið niður í fyrra en nú fái tónlistin að hljóma. Sigurður segist reyna að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta á hverri hátíð og bjóða upp á ólíkar tegundir djasstónlistar. „Við höfum alltaf reynt í Garðabænum að vera með svolítið af fólki sem tengist Garðabæ, fólki sem er annað hvort fætt og uppalið þar, býr þar eða bjó þar lengi. Ansi margir úr ís- lenskum djassspilarahópi tikka í einhver af þessum boxum,“ segir Sigurður. Þá hafi líka verið boðið upp á tónleika fyrir eldri borgara, sem sé ekki hægt að þessu sinni og hljómsveitir úr tónlistarskól- anum sem sjái um upphitun. Vegna kófsins falli þessir liðir nið- ur en fjórar hljómsveitir muni koma fram. ADHD á lokatónleikum Sigurður er beðinn um að nefna hin ólíku stílbrigði djassins á hátíð- inni og nefnir hann tónlist sem sé undir áhrifum frá heimstónlist og blústengda djasstónlist. „Djass er vítt hugtak og svo blandast hann oft ýmsu öðru og við horfum svo- lítið á það róf. Þetta er stór og víð- ur og fjölbreyttur heimur.“ Fyrstu tónleikar hátíðarinnar fara fram í kvöld kl. 20 en þá kem- ur hljómsveitin Sálgæslan fram. Andrea Gylfadóttir, KK, Jógvan Hansen og Rebekka Blöndal syngja með sveitinni. Blús, djass og sálartónlist verða á efnisskránni og eru lög og textar eftir Sigurð sem komu út á plötu Sálgæslunnar í fyrra. Á morgun, föstudag, kl. 20 kem- ur fram Kvintett Jóels Pálssonar og fagnar tíu ára afmæli plötunnar Horn sem hefur að geyma lög eftir Jóel. Laugardaginn 24. apríl kl. 20 treður upp hljómsveitin ADHD sem á fjölda platna að baki en fyrr um daginn, kl. 15, verða haldnir tónleikarnir Meridian Metaphor og mun hljómsveit leidd af kontra- bassaleikaranum Sigmari Matthíassyni flytja lög af nýút- kominni plötu hans með því nafni. Tónleikana má finna sem við- burði á Facebook með því að slá inn í leitarglugga „Jazzhátíð Garðabæjar“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Djassað ADHD á tónleikunum í Múlanum í Hörpu. Sveitin leikur á lokatónleikum Jazzhátíðar Garðabæjar. „Djass er vítt hugtak“ - Jazzhátíð Garðabæjar fer fram í streymi á Facebook - Fernir tónleikar og hin ýmsu stílbrigði djassins Sigurður Flosason Í sýningarrými Glettu í hafnarhús- inu nýja á Borgarfirði eystri hefur verið opnuð sýning þriggja lista- manna undir heitinu Endaleysa. Sýnendur eru þær Elísabet Bryn- hildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir og hafa þær sett í rýminu upp bæði ný og eldri verk út frá samtali þeirra á milli. Endaleysa er fyrsta sýningin af þremur í vor og sumar í sýninga- röðinni Superstructure í sýningar- rými Glettu. Í tilkynningu um sýninguna segir að listamennirnir þrír finni gjarnan tengingar í verkum sínum og hug- myndum í gegnum vangaveltur um tímaupplifanir. Listamennirnir eru „gjarnan undir áhrifum frá ólíkum nálgunum á hefðbundnu list- handverki eða listformum eins og teikningu, vefnaði, bókverkagerð eða litun og þeir rannsaka brautir listformanna sem grunnstef í efnis- legri sköpun sinni“. Sýningunni lýkur 18. maí. Margslungin Eygló Harðardóttir er ein sýnenda í hafnarhúsinu á Borgarfirði. Sýna verk sín á Borgarfirði eystri Lagahöfund- urinn Jim Stein- man, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa samið lögin á plötu Meatloaf Bat Out of Hell, er látinn, 73 ára að aldri. Platan sú, frá árinu 1977, er enn í dag ein vinsælasta plata sögunnar. Steinman samdi lög fyrir marga á ferlinum, þeirra á meðal smell Bonnie Tyler „Total Eclipse of the Heart“, og samdi hann einnig texta fyrir söngleik Andrews Lloyds Webbers, Whistle Down the Wind. Af öðrum smellum sem Steinman orti má nefna „It’s All Coming Back to Me Now“ sem Celine Dion flutti árið 1996 og náði miklum vin- sældum. Verkefnin voru mörg sem Steinman kom að og fjölbreytt, til dæmis grínsöngleikurinn Tanz der Vampire sem henti gaman að kvik- mynd Romans Polanskis The Fear- less Vampire Killers frá árinu 1967. Jim Steinman Lagahöfundur Bat Out of Hell látinn „Þá fæ ég að vita hvers vegna ég er ég og þú ert þú“ er heiti sýningar sem Salbjörg Rita Jónsdóttir hefur opnað í Gallery Grásteini á Skóla- vörðustíg 4. Sýningunni lýkur á sunnudag. Hugarheimur barna, sjálfstæð hugsun og tilvera er rauði þráð- urinn í sýningunni þar sem vefjast saman svarthvítar ljósmyndir, sem Salbjörg tók á árunum 2009-2017 úr hvunndegi sona sinna, við tilvitn- anir og stutt samtöl. Í tilkynningu segir að frjálsleg framsetning sýn- ingarinnar taki mið af efnistök- unum en beri einnig merki bak- grunns Salbjargar sem grafísks hönnuðar en efni sýningarinnar er sett fram á ólíkum efnum s.s. aug- lýsingadúk og lyfseðilspappír, ásamt ljósmyndavinnslu. Salbjörg Rita lærði vöruhönnun í Iðnskólanum í Hafnarfirði og margmiðlunarhönnun í Bauhaus- listaháskólanum í Weimar. Sonur Ein ljósmynda Salbjargar Ritu. Salbjörg Rita sýnir í Gallery Grásteini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.