Morgunblaðið - 23.04.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
✝
Guðbjörg
Kristinsdóttir
fæddist á Kirkju-
bóli í Staðardal í
Steingrímsfirði 17.
febrúar 1937. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu á Akranesi
9. apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Sveinsson, bóndi og
síðar starfsmaður í
frystihúsinu á Hólmavík, f. 1901,
d. 1994, og Gunnlaug Helga Sig-
urðardóttir húsmóðir, f. 1901, d.
1991.
Systkini Guðbjargar voru
Lilja Bjarklind, Sveinn, Sig-
urður og Guðmundur Trausti.
Þann 2. nóvember 1959 giftist
Guðbjörg Sverri Björnssyni, f. 1.
janúar 1932.
Foreldrar hans voru Björn
Guðmundsson,
bóndi í Braut-
arholti í Hrútafirði,
og Anna Sigríður
Guðmundsdóttir
húsmóðir.
Börn Guðbjargar
og Sverris eru:
Björn Ingi, maki
Margrét Guð-
mundsdóttir, Krist-
ín Anna, Ásgeir,
maki Karthrin
Schmitt, og Alda Berglind, maki
Lárus Jón Lárusson. Barnabörn
þeirra eru tólf talsins og barna-
barnabörnin sex.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Staðarkirkju í Hrútafirði í
dag, 23. apríl 2021, kl. 14.
Streymt verður á:
https://tinyurl.com/wm2tp8
Streymishlekk má líka finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þetta er ótrúlega sár sakn-
aðartilfinning sem ég upplifi
núna. Mamma er komin til
pabba sem enginn efar að hafi
tekið vel á móti sinni heittelsk-
uðu Dúddu. Það er huggun að
vita að þau krúttast saman í
sumarlandinu núna. Ég gríp
símann og ætla að hringja en
það er enginn sem svarar. Það
verður erfitt að fylla upp í það
tómarúm sem hefur myndast.
Það að geta ekki tekið létt spjall
í lok dags og farið yfir hvað á
daginn og veginn hafi drifið því
umræðuefnin voru ekki af
skornum skammti. Það verða
ekki fleiri sögustundir né fleiri
söngstundir þar sem við sitjum
og syngjum með gítarinn og þú
raddar. Það verða ekki fleiri
stundir þar sem við drekkum
saman kaffibollana okkar og
spilum ólsen ólsen. Ég var næst-
um því farin að trúa því að hún
myndi lifa dauðann af. Hún var
búin að bíta af sér þrjú krabba-
mein, stórt hjartaáfall, nýrnabil-
anir og ýmislegt annað „smá-
legt“, eins og hún orðaði það
sjálf. En það var ekki til í orða-
bók Dúddu í Brautarholti að
kvarta. Ég minnist mömmu sem
ótrúlega duglegrar konu sem fór
fyrst á fætur á morgnana og síð-
ust í rúmið á kvöldin. Henni var
margt til lista lagt. Það skipti
ekki máli hvort það voru bústörf,
viðgerðir á heimilistækjum,
handverk af öllum stærðum og
gerðum eða söngur. Svo þarf
varla að tala um snilldina í eld-
húsinu. Hún var höfðingi heim
að sækja, hristi fram úr erminni
hlaðborð eins og um galdra væri
að ræða. Einn gesturinn hafði
það á orði að hann ætlaði að fá
sér svona búr sem endalaust
kæmi út úr eftir að hafa heim-
sótt hana. Ég minnist þess aldr-
ei í mínum uppvexti að hafa
heyrt hana hallmæla nokkrum
manni og ég held bara að henni
hafi lynt vel við alla. Jafnaðar-
geðið hjá henni var ótrúlegt og
ég held að ég geti talið á fingr-
um annarrar handar þau skipti
sem ég sá hana reiða. En ég get
lofað ykkur því að hún hafi haft
góða ástæðu til þess því við
krakkahópurinn hennar tókum
upp á ýmsu. Fer ekki nánar út í
það. Ég mun alltaf verða þakklát
almættinu fyrir að hafa úthlutað
mér þessari mömmu og börn-
unum mínum þessari ömmu, þar
duttum við í lukkupottinn. Elsku
mamma. Nú ertu búin að fá frið
fyrir þrautum heimsins, búin að
henda göngugrindinni og farin
að hlaupa um. Þakka þér fyrir
samfylgdina í þessi sextíu ár
sem ég fékk að njóta þín og allra
þinna kosta sem kenndu mér svo
margt. Elska þig.
Kristín Anna.
Elsku mamma. Ég held að
það geti enginn búið sig undir að
kveðja mömmu sína. Mömmur
eru alltaf mömmur okkar, sama
á hvaða aldri þær eru. Ég vissi
að það væri að styttast í brottför
þína en innst inni vonaði ég að
þú myndir hrista þessi veikindi
af þér eins og þú sýndir aftur og
aftur í þínu lífi. Ég man ekkert
eftir fyrstu veikindum þínum en
sá tími mótaði mig engu að síður
og hefur fylgt mér alla tíð. Mín-
ar minningar eru flestar frá-
sagnir annarra af þessari ótrú-
legu kraftaverkakonu sem lifði
allt af. Þegar ég hugsa út í þetta
allt saman þá er þetta kannski
bara ekkert skrítið. Það er frek-
ar einstakt að vera svona eins og
þú. Alltaf til í að slá öllu upp í
grín og gaman og sökkva þér
ekki í einhverjar óþarfa áhyggj-
ur og ekkert vesen. Leiðarljós
okkar systkinanna við undirbún-
ing útfarar þinnar var að hafa
ekkert vesen. Ef við vorum í
vafa með einhverjar ákvarðanir
þá spurðum við okkur: er það
vesen? Nú ef okkur fannst það
vera vesen þá var það ekki gert.
Þú baðst um þetta elsku mamma
og við reyndum eftir bestu getu
að fara eftir þínum óskum.
Við spjölluðum ekki mikið
saman en það gerði ekkert til.
Við nutum bara nærveru hvor
annarrar. Við spiluðum rommý
og drukkum neskaffi með mikilli
mjólk. Alltaf brosti ég þegar þú
vannst mig í hverju spilinu af
öðru. Það var alveg vonlaust að
vinna þig því ég held að þú hafir
alltaf vitað hvað ég var með á
hendinni. Þetta hafa nú fleiri
sagt í minni fjölskyldu. Það
skiptir engu máli þótt ég hafi
tapað aftur og aftur. Það var
bara þetta að sitja saman og
hlusta á þig humma og tala að-
eins við sjálfa þig um hvað þú
ættir að gera næst.
Ég er þakklát fyrir síðasta
sumar. Að vinna á dagvistuninni
á Hvammstanga gaf mér tæki-
færi til að eyða meiri tíma með
þér á annan máta en að sitja hjá
þér í heimsókn. Það var svo ynd-
islegt þegar þú föndraðir rauða
blómið þitt úr filtefninu. Þú
hannaðir, ég teiknaði og þú
klipptir og límdir. Alltaf svo
sniðug og flink í höndunum og
ekkert að sjá að það væri eitt-
hvað að dala. Mér þykir svo
vænt um myndina sem ég tók af
þér með þetta fallega blóm því
þú ert svo glöð og ánægð með
afraksturinn. Við gerðum þetta
líka pínulítið saman.
Mikið sakna ég þín. Ég á ekki
eftir að heyra hummið þitt eða
raulið aftur, en ég á smá mynd-
band úr síðasta rommýinu okkar
og mikið óskaplega er gott að
horfa á það. Svona geta myndir
og myndbönd orðið að ómetan-
legri minningu og mun ylja mér
um hjartað um ókomna tíð. Ég
veit að pabbi bíður þín og tekur
á móti þér með kossi eins og
hann gerði alltaf.
Þakka þér fyrir allt. Það er
enginn eins og þú.
Sendi þér brot af ljóðinu til
pabba:
Kveð þig elsku mamma mín
ljúft nú lát þig dreyma.
Svífðu hátt um himininn
inn í aðra heima.
(ABS)
Alda B. Sverrisdóttir.
Elsku mamma mín. Nú hefur
þú lokið þínu síðasta stríði við
sjúkdómaher og kvatt okkur.
Eftir sitjum við með söknuð og
sorg í hjarta en einnig með
gnótt af góðum minningum.
Oft hefur verið minnst á það
við mig hve lík við vorum í útliti
og það með réttu. En líkindin
voru ekki bara þar heldur líka
að nokkru leyti í lundarfari og
hæfileikum í stærðfræði svo
eitthvað sé nefnt. Ég fékk
margar góðar gjafir frá þér í
vöggugjöf. Fyrir það get ég ekki
þakkað nóg.
Ég minnist uppvaxtarins og
þeirrar hlýju sem þú sýndir
okkur krökkunum, en gast líka
verið ákveðin ef ærslin í okkur
voru of mikil, líklega var það of
sjaldan. Ég man líka vel tímann
sem þú varst fjarverandi vegna
veikinda og hve mikið manni
fannst þá vanta.
Þegar ég minntist pabba þá
nefndi ég ferðalögin sem við fór-
um saman, bæði dagsferðir og
lengri ferðalög. Stór hluti til-
hlökkunarinnar fyrir þessi
ferðalög var að borða nestið,
sem maður gat verið jafn viss
um og að sólin kemur upp á
morgun að var gómsætt og vel
útilátið. Reyndar var alltaf til-
hlökkun að koma í heimsókn og
bragða á gamla góða mömmu-
matnum.
Og talandi um matargerð þá
minnist ég þess tíma með sökn-
uði þegar ég tók mér viku frí á
haustin og við vorum tvö við
sláturgerð. Það voru yndislegar
stundir. Verst að ég sló því allt-
af á frest að læra uppskriftirnar
almennilega.
Í seinni tíð var það með mik-
illi gleði sem ég safnaði kross-
gátum og færði þér berlínarboll-
ur sem þér þóttu svo góðar.
Vanmáttug tilraun til að segja
takk fyrir allt. Eins minnist ég
símtalanna sem mjög gjarnan
leiddust út í spjall um gamla
tíma. Við vorum bara rétt byrj-
uð á því spjalli. Það er skrítið að
eiga ekki eftir að gera neitt af
þessu framar.
Elsku mamma. Nú hef ég
fært þér síðustu berlínarbolluna
og við förum ekki upp í Hvamm
í sumar á sólríkum degi eins og
við vorum búin að ákveða. Megi
Guð og gæfa fylgja þér á þeirri
ferð sem þú ferð nú. Vertu bless
mamma mín, ég sakna þín.
Björn Ingi.
Elsku amma. Þú varst ein sú
duglegasta kjarnakona sem ég
hef kynnst!
Þú gast einhvern veginn allt,
gekkst í öll sveitaverkin, hlúðir
að dýrunum þínum, eldaðir mat-
inn, saumaðir föt, föndraðir og
málaðir, þreifst húsið eftir skít-
uga vinnumenn og bakaðir 100
sortir ásamt því að sjá um börn
og barnabörn.
Ég minnist allra spilakvöld-
anna í Brautarholti, það sem þú
nenntir að spila endalaust við
okkur!
Kvöldið sem ég gat ekki sofn-
að því ég var með einhverja
heimþrá og þú náðir í alla kett-
lingana og leyfðir mér að sofna
með þá uppi í rúmi í kósí.
Matarbúrið sem var alltaf
fullt af kökum og kleinum, enda
þurfti að vera í boði allt uppá-
halds hjá öllum.
Að sitja í horninu inni í eld-
húsinu ykkar afa að kvöldi til og
fá kvöldhressingu fyrir svefninn
og spjalla um allt milli himins og
jarðar.
Að sitja inni í gróðurhúsi með
þér og smakka á helst öllu sem
þar var í boði.
Og síðast en ekki síst að skot-
tast í kringum þig í fjósi, fjár-
húsum eða meðal hænanna.
Amma, ég mun sakna þín
óendanlega mikið en á sama
tíma er gott að vita af þér í kósí
með afa í lazyboy-stólum, mögu-
lega að horfa á formúluna.
Þín
Berglind Elva.
Guðbjörg
Kristinsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Guðbjörgu Kristinsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝
Guðmar Arnar
Ragnarsson
(Addi á Sandi)
fæddist á Sandi (áð-
ur nefndur Bakki) í
Hjaltastaðaþinghá
22. september 1933.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Dyngju á Egils-
stöðum 12. apríl sl.
Guðmar var sonur
hjónanna Ragnars
Ágústs Geirmundssonar, f. 28.8.
1898, d. 2. nóvember 1980, og
Þórhöllu Jakobínu Jóhann-
esdóttur, f. 8.10. 1908, d. 8. sept-
ember 1996, sem voru bændur á
Sandi.
Systkini Guðmars eru Guðni
Sveinn, f. 30. maí 1932, d. 15. maí
2002, Ragnheiður Svala, f. 28. maí
1935, d. 11.mars 2015, fyrri maki
Jón Stefánsson, f. 19. september
1923, d. 5. ágúst 1993, þau eiga
þrjár dætur, seinni maki Sigmar
Pétursson, f. 18. september 1926,
d. 13. október 1997, Reynir Ráðs-
viður, f. 15. febrúar 1941, d. 26.
október 1957, Sigríður Eydís, f.
25. ágúst 1947, maki Stefán Hall-
dórsson, f. 4. apríl 1945, þau eiga
þrjá syni, átta barnabörn og tvö
barnabarnabörn.
Eiginkona Guðmars er Dagný
Rafnsdóttir, f. 7.8. 1933, frá Gröf í
farskóla á barnsaldri. Hann fór
ungur að vinna fyrir sér og kom
víða við, var í vegagerð, vann á
Keflavíkurvelli, fór á vertíð bæði
til Hafnarfjarðar og Vest-
mannaeyja, var við jarðvinnslu
hjá Ræktunarsambandi Austur-
lands, einnig vann hann við
byggingu Grímsárvirkjunar og á
Verkstæði Steinþórs Eiríkssonar
svo eitthvað sé nefnt. Hann var
síðan mjólkurbílstjóri í Hjalta-
staða- og Eiðaþinghá 1961-73,
hóf búskap á Hóli þar sem afi
hans og föðurbræður höfðu áður
búið og var þar sauðfjárbóndi
1971-2002, samhliða búskapnum
starfaði hann hjá Landgræðslu
ríkisins við uppgræðslu og mel-
slátt á Héraðssöndum.
Frá því um 1990 hefur Guð-
mar sinnt miklu áhugamáli sínu
sem hefur verið að gera upp
gamla bíla og dráttarvélar, sem
flest eru safngripir í dag.
Guðmar sat í sveitarstjórn
Hjaltastaðaþinghár í tuttugu og
átta ár, var deildarstjóri Hjalta-
staðaþinghárdeildar Kaupfélags
Héraðsbúa og gegndi ýmsum
öðrum trúnaðarstörfum fyrir
sína sveit.
Þau hjón fluttu á Egilsstaði
2005 og hafa verið þar búsett síð-
an, frá 2018 hafa þau dvalið á
Hjúkrunarheimilinu Dyngju.
Útförin fer fram frá Egils-
staðakirkju 23. apríl 2021 klukk-
an 14.
Streymi frá úrför:
https://egilsstadaprestakall.com
Streymishlekk má líka finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Eiðaþinghá, dóttir
hjónanna Rafns Guð-
mundssonar og Guð-
rúnar Bjargar Ein-
arsdóttur. Dóttir
Guðmars og Dagnýj-
ar er Sigríður Guð-
marsdóttir, f. 7.4.
1966, maki Guðjón
Sigmundsson, þau
eiga tvö börn og
fimm barnabörn, 1)
Hafþór Valur Guð-
jónsson, f. 1.6. 1984, maki Eyrún
Björk Einarsdóttir, þau eiga eina
dóttur saman og fyrir á Hafþór
tvær dætur og Eyrún eina dóttur,
2) Tinna Björk Guðjónsdóttir, f.
18.5. 1989. Sambýlismaður Guð-
mundur Þór Þórðarson, fyrir á
Tinna eina dóttur og Guðmundur
tvö börn. Dóttir Dagnýjar og
stjúpdóttir Guðmars er Sigur-
laug Elíesersdóttir, f. 24.2. 1958,
maður hennar er Jóhann Ein-
arsson, þau eiga þrjú börn, 1)
Hrönn Jóhannsdóttir, maki Flór-
ent Unnar Sæmundsson, þau eiga
þrjár dætur, 2) Daði Snær Jó-
hannsson, f. 18. febrúar 1984, 3)
Sara Hödd Jóhannsdóttir, f. 12.
janúar 1994, sambýlismaður Sím-
on Örn Oddsson, þau eiga tvö
börn.
Guðmar ólst upp við öll al-
menn sveitastörf þess tíma, sótti
Ég var ekki hár í loftinu þegar
ég hitti Guðmar Ragnarsson,
Adda frænda, fyrsta sinni. Lík-
lega níu ára, þá nýfluttur til Egils-
staða. Hafði ekki minnstu hug-
mynd um það þá að Jónína
Geirmundsdóttir, föðuramma
mín, Ragnar á Sandi, faðir Adda,
Ásgrímur á Hóli og Ingibjörg á
Sandbrekku væru systkini. Ekki
heldur að faðir minn heitinn,
Haukur S. Magnússon, og Addi
væru þannig náskyldir og jafn-
aldrar.
Við Magnús bróðir vorum fljót-
lega sendir í sveit til Ásgríms
ömmubróður og Sigurbjargar á
Hóli. Og þannig fjölgaði fundum
okkar og Adda því hann annaðist
mjólkur- og vöruflutninga í Eiða-
og Hjaltastaðaþinghá á sjöunda
áratug síðustu aldar. Alltaf var til-
hlökkunarefni að stíga upp í
Volvoinn hans Adda á leið í sveit-
ina eða heim. Horfa á hann sveifla
mjólkurbrúsum upp á bílpallinn
eða fóðursekkjum niður á brúsa-
pall. Ferðin gat tekið margar
klukkustundir.
Löngu síðar lágu leiðir okkar
saman á ný. Þá höfðu Addi og
Dagný Rafnsdóttir löngu hafið
búskap á Hóli og reist þar nýtt
íbúðarhús. Sandur, þar sem Addi
óx úr grasi, var þá kominn í eyði,
en íbúðarhúsið þar notað sem
sumarathvarf fjölskyldna af höf-
uðborgarsvæðinu, sem höfðu
tengsl yfir í Hjaltastaðaþinghá.
Addi var þá orðinn eini tengiliður
ættar minnar við Hól og Eyjarnar
og gekk ég inn í félag um að við-
halda Sandshúsinu. Árið 1999
flutti ég til Egilsstaða og í vissum
skilningi fór ég þá aftur í sveit á
Hól til Adda og Döggu. Í vikulok,
þegar vinnu minni á RÚV á Aust-
urlandi lauk, fór ég oftast nær
rakleiðis út í Hól.
Í byrjun aldarinnar brugðu
Addi og Dagga búi. Varla voru það
létt spor fyrir mann sem hafði í
raun helgað Útmannasveit líf sitt
auk þess sem hann varð að skilja
megnið af tómstundaáhugamálum
sínum þar eftir. Addi hafði nefni-
lega árum saman haft það að
aukastarfi að sá melgresi í Hér-
aðssandinn á vegum Landgræðsl-
unnar. Sandurinn var ágengur og
Leirurnar höfðu blásið upp alveg
upp að þjóðveginum til Borgar-
fjarðar eystri undan Dyrfjöllum.
Addi vann kraftaverk, nánast ein-
samall með tæki sín og tól. Tók
síðar til við að skera melgresi og
taka fræ fyrir Landgræðsluna.
Ofan af Vatnsskarði á leið til
Borgarfjarðar sjást verk Adda af-
ar vel í góðu skyggni, ljósgrænar
melgresisbreiður sem nú skapa
aðstæður fyrir annan gróður.
En hitt var Addi frændi sjálf-
sagt þekktari fyrir og það var
áhugi hans á gömlum farartækj-
um og kunnátta og útsjónarsemi
við að gera slík tæki upp. Segja
má að Addi hafi safnað saman
hlutum úr elstu gerðum dráttar-
véla af öllu Héraðinu og gert sem
nýjar í skemmu við gamla
Hólsbæinn. Stríðsáratrukkarnir
og önnur uppgerð ökutæki bíða
hans á Úthéraði.
Á fullorðinsárum mínum varð
glaðlegur og stríðinn Addi frændi
eins konar tákn í mínum huga fyr-
ir ætt og uppruna minn í föðurætt
á afskekktu landsvæði sem ég hef
endalaust dálæti á. Með Adda er
genginn síðasti bóndinn á Eyjun-
um, sendnu sléttunni úti við Hér-
aðsflóa austan Lagarfljóts, því þar
hefur búskapur lagst með öllu af.
Ég færi Döggu, Sigríði Guð-
marsdóttur og fjölskyldu hennar,
hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Adda.
Jóhann Hauksson.
Kær vinur, félagi og samstarfs-
maður er látinn.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg samskipta okkar
Guðmars frá Hóli. Að leiðarlokum
er mér efst í huga söknuður og
þakklæti fyrir áralanga vináttu og
heilladrjúgt samstarf og sam-
skipti.
Guðmar, eða Addi eins og hann
var jafnan nefndur, var gæddur
miklum mannkostum og góðum
gáfum. Hann var vinafastur.
Hann kom til dyranna nákvæm-
lega eins og hann var klæddur og
tjáði skoðanir sínar umbúðalaust.
Guðmar var hafsjór af fróðleik um
sögu héraðsins og var stálminn-
ugur.
Ég kynntist honum fyrst þegar
ég var að undirbúa beitarfriðun
Héraðssands fyrir hálfri öld síðan.
Við fundum strax að við áttum
skap saman. Hann var mér af-
skaplega hjálplegur við allan und-
irbúning og samninga um friðun
og uppsetningu 14 km langrar
landgræðslugirðingar. Guðmar
var ráðinn landgræðsluvörður
1972 og sá síðan um viðhald girð-
ingar og önnur landgræðslustörf
þar til hann varð sjötugur. Enn
fremur annaðist hann sáningu
melfræs og áburðargjöf á sand-
græðslusvæðin og síðar sá hann
um uppskeru melfræs í stórum
stíl. Öll þessi störf sín vann hann
af einskærri trúmennsku og elju.
Glæsilegur árangur af land-
græðslustarfinu á Héraðssandi
ber honum verðugan vitnisburð.
Hann var sannur landgræðslu-
maður, vakinn og sofinn að vinna
landinu sínu allt það gagn sem
hann mátti.
Guðmar var einstakur véla-
maður, hafði yfirburða þekkingu á
gömlum dráttarvélum, bílum og
landbúnaðartækjum. Hann gerði
upp gamla bíla og vélar af ein-
stakri kostgæfni og vandvirkni og
var einstaklega hagur á bæði tré
og járn.
Guðmar var afar minnisstæður
persónuleiki og það var mér heið-
ur að fá að starfa með honum og
eiga við hann samskipti, sem aldr-
ei bar skugga á. Öll voru þau á
einn veg, hann var traustur félagi,
hreinn og beinn og vildi hvers
manns vanda leysa. Það voru for-
réttindi að kynnast honum og
minningin um góðan dreng lifir.
Dagný, Sigríður dóttir þeirra
og fjölskyldur, aðrir ættingjar og
vinir kveðja nú mikilhæfan mann
með söknuði og þakklæti fyrir að
hafa fengið að njóta samvistanna
við hann. Ég bið þeim Guðs bless-
unar og votta þeim mína dýpstu
samúð.
Sveinn Runólfsson,
fv. landgræðslustjóri.
Guðmar Arnar
Ragnarsson