Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 94. tölublað . 109. árgangur .
SONO LUMINUS
GEFUR ÚT VERK
GUNNARS
ALDREI
JAFN MIKIÐ
AÐ GERA
TEMUR OG
ÞJÁLFAR HESTA
Í FRÍTÍMA SÍNUM
ÞRÖSTUR LEÓ 24 LAUFEY RÚN SVEINSDÓTTIR 6MOONBOW 28
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
e
v
a
0
2
8
0
6
2
Vatnsleikfimin í Kópavogslaug er vinsæl. Þangað koma ekki
síst heldri konur sem leyfa sér að sprella með stjórnandanum
og fagna sumrinu en karlmennirnir sprikla til hliðar og eru
hlédrægari. Lögð er áhersla á aukið þol, styrk og liðleika en
gleðin er þó alltaf í fyrirrúmi. Kostur við æfingar í vatni er að
allir geta stundað þær, fólk þarf að byrja rólega, finna það
álag sem hentar og hlusta á líkamann. Margir fastagestir
sundlauganna söknuðu daglegrar hreyfingar og pottaspjalls
á meðan laugarnar voru lokaðar vegna samkomutakmarkana
og sóttvarna. Fólkið hefur nú tekið gleði sína á ný. Sundlaug-
ar á höfuðborgarsvæðinu og um land allt eru ávallt vel sóttar
enda sundið allra meina bót.
Morgunblaðið/Ásdís
Sumrinu fagnað með sprelli í vatnsleikfimi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Reikna má með því að ný reglugerð
um hertar aðgerðir á landamærum
vegna kórónuveirunnar taki gildi
eftir fáeina daga. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir var í gær að skrifa
minnisblað til ráðherra með tillögum
um fyrirkomulag, til dæmis um það
hvaða lönd teljist hááhættusvæði.
Fólk sem kemur frá þeim svæðum
verður skikkað í sóttvarnahús ríkis-
ins. Ekki fékkst uppgefið í gærkvöldi
hvort minnisblaðið væri farið.
Samkvæmt nýju lögunum er sótt-
varnalækni heimilt að veita undan-
þágu frá dvöl í sóttvarnahúsi ef fólk
getur uppfyllt skilyrði sóttkvíar eða
einangrunar á eigin vegum. Þarf að
sækja um undanþágu með tveggja
sólarhringa fyrirvara. Þess vegna er
líklegt að reglugerðin taki ekki gildi
fyrr en í fyrsta lagi á mánudag.
Eftir lagabreytingarnar sem sam-
þykktar voru á Alþingi í fyrrinótt er
dómsmálaráðherra heimilt, að feng-
inni tilllögu sóttvarnalæknis, að
banna útlendingum frá hááhættu-
svæðum að koma til landsins.
Lögregla og starfsfólk á Keflavík-
urflugvelli telja sig ágætlega í stakk
búin til að taka á móti farþegum og
flokka frá það fólk sem þarf að fara í
sóttvarnahús. Nýtist þar reynslan
frá fyrstu dögum aprílmánaðar þeg-
ar komið var upp vinnulagi sem virk-
aði. Sömu sögu er að segja um
starfsfólk sóttvarnahúsa sem getur
búist við að fá fleiri gesti til að ann-
ast. Þótt hótelið við Þórunnartún
hafi verið að fyllast í gær verða engin
vandræði því Sjúkratryggingar Ís-
lands útvega fleiri hótel sem hægt
verður að nota þegar þörf gerist. »4
Strangari reglur í smíðum
- Sóttvarnalæknir skrifar minnisblað til ráðherra um hvaða lönd teljist hááhættu-
svæði með tilliti til kórónuveirunnar - Von á reglugerð einhvern næstu daga
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Sóttvarnir Búast má við fjölgun
gesta sóttvarnahúsa á næstunni.