Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 16
SMARTLANDSBLAÐIÐ kemur út 5. maí –– Meira fyrir lesendur Tískan 2021 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, heilsu, og margt fleira. Tryggðu þér sýnileika í þessu glæsilega Smartlandsblaði Auglýsendur athugið að pöntun auglýsinga er til 29. apríl. Katrín Theódórsdóttir S. 569 1105 – kata@mbl.is Smartland 10 ára Heimild: Skatturinn Kjör svokallaðra eldri borgara koma oft og tíðum til umræðu. Þessi grein fjallar um tekjur þeirra sem náð hafa þeim aldri að eiga rétt á ellilífeyri1. Ég hef áður2 fjallað um fjölgun þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði þar sem kom fram að stór hluti „aldraðra“ er mjög virkur, bæði í atvinnu- og einkalífi, og býr við góða heilsu. Jafnframt var á það minnt að hlutfall aldraðra á Íslandi er mjög lágt í samanburði við ná- grannalönd okkar og mun verða það um langa hríð enn. Það er ekki hægt að setja alla eldri borgara undir einn hatt því tekjur eru misjafnar og þær breyt- ast eftir því sem fólk er eldra. Jafn- framt er uppsöfnun lífeyrisréttinda að breyta tekjumynd einstaklinga sem fara á lífeyri. Ef teknar eru saman heildartekjur allra sem töldu fram til skatts á Íslandi fyrir tekju- árið 2019 og voru orðnir 67 ára, en það voru 15,8% allra framteljenda, alls tæplega 50.000 einstaklingar, þá námu þær 293 milljörðum króna, 14,9% af heildartekjum allra lands- manna. Á mynd 1 má sjá hvernig heildar- tekjur voru að meðaltali árið 2019 hjá þeim sem eru 67 ára og eldri. Upplýsingarnar eru fyrir hvern ald- ursflokk í heild. Þær fara lækkandi með aldri. Rétt er að vekja athygli á því að innan hvers aldursflokks eru tekjur einstaklinga að sjálfsögðu mjög mismunandi. Á myndinni eru einnig sýndar ráðstöfunartekjur á hvern ein- stakling og bilið á milli línanna eru skattgreiðslurnar. Þær námu alls 66,5 milljörðum króna þetta ár. Skatthlutfallið fer heldur lækkandi með aldri en er þó fimmtungur af tekjum fyrir þá sem eldri eru en 85 ára meðan það er fjórðungur hjá 67 ára, álíka og hjá landsmönnum öll- um eldri en 45 ára. Á hægri ás myndarinnar er sýndur fjöldi fram- teljenda í hverjum aldursflokki en þeir sem eru 85 ára og eldri eru í einum flokki. En hvernig er sam- setning teknanna hjá þeim sem komnir eru af léttasta skeiði? Á þessari mynd má sjá að við 67 ára aldur eru launatekjur veigamesta tekjulindin en atvinnu- þátttaka eldri Íslendinga er sú langmesta í V- Evrópu3. Að meðaltali voru launatekjur á hvern 67 ára framteljanda 6,7 milljónir árið 2019. Um er að ræða heildarlauna- tekjur aldursflokksins, deilt með fjöldanum. Sumir í honum hafa launa- tekjur og aðrir ekki en ég hef ekki að- gang að tölum þar sem hægt er að flokka framteljendur eftir því hvort þeir hafa tekjur í tilteknum tekju- flokki eða ekki. Þetta sama gildir um aðra tekjuflokka og er sérstaklega mikilvægt þegar um er að ræða líf- eyristekjur og tryggingagreiðslur vegna þess að lífeyrisgreiðslur (og launatekjur einnig) hafa áhrif á tryggingagreiðslur. Meðallaunatekjur falla hratt eftir því sem fólk nálgast sjötugt, vænt- anlega vegna þess að á þessum árum er það að hverfa af vinnumarkaði. Að meðaltali voru launatekjur þeirra sem voru 71 árs orðnar innan við 1 milljón árið 2019, vegna þess að sum- ir í hópnum eru alveg horfnir af vinnumarkaði, aðrir hafa dregið úr atvinnuþátttöku en einhverjir taka enn fullan þátt. Það dregur enn úr launatekjumeðaltalinu eftir þetta þótt hægar sé. Öðru máli gegnir um lífeyristekjur sem strax við 69 ára aldur eru orðnar þær tekjur sem þyngst vega. Líf- eyristekjur eru hæstar hjá 71 árs framtelj- endum og voru að meðaltali 2,9 m.kr. árið 2019. Þær fara síðan lækkandi með aldri og voru tæpar 2,6 m.kr. hjá áttræðum en lækka örar eftir aldri þeirra sem eldri eru en það. Sú mynd sem þarna teiknast upp sýnir að þeir sem eru að fara af vinnumarkaði nú eru með betri lífeyr- isréttindi en þeir sem eldri eru. Þetta er veigamikið atriði þegar fjallað er um það hvernig búast má við að tekjur eldri borgara þróist á næstu árum. Þeim fjölgar sífellt sem fara á lífeyri með góð réttindi og þarna eru vaxandi atvinnuþátttaka kvenna á undanförnum áratugum, ásamt sjóðs- söfnun lífeyriskerfisins og tilheyrandi réttindaöflun, mikilvægir skýring- arþættir. Tryggingagreiðslur ná ekki að verða stærsti tekjustofninn í neinum aldursflokki en mynd 2 sýnir greini- lega hvernig greiðslur Trygg- ingastofnunar fara hækkandi eftir aldursárum alveg fram að elsta flokknum (sem er reyndar sá fjöl- mennasti eins og sjá mátti á mynd 1). Þarna fara saman minni lífeyrisrétt- indi þeirra sem eldri eru og að ein- hverju leyti meiri greiðslur til þeirra sem búa einir sem fjölgar eftir aldri Eftir Sigurð Guðmundsson Sigurður Guðmundsson Heimild: Skatturinn Kröpp kjör? – Tekjur aldraðra 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 Mikið er það góð til- finning að upplifa það að fá að vera með vor- ið vistað í sálinni og finna allt springa út frá degi til dags. Jafnt sálartetrið, mannlífið og gróðurinn. Lífið er eins og það er og það fer sínu fram. Það streymir endalaust áfram og ekkert fær það stöðvað þótt við náum kannski ekki alltaf að höndla það til fulls eins og við hefðum mögulega viðjað. Samt heldur það endalaust áfram og nærir okkur og blessar, þrátt fyrir allt, nánast sama hver staðan er. Gefum lífinu tækifæri og njótum þess að vera með. Að njóta stund- arinnar í þakklæti fyrir sigur lífsins og fyrir höfund og fullkomnara lífs- ins sem til þess sá og gefur okkur daglega endalausa von og tak- markalausa elsku sína, fyrirgefn- ingu og náð í öllum aðstæðum. Af því hann elskar okkur út af lífinu. Þess vegna þökkum við þér fyrir lífið Þess vegna þökkum við þér, mis- kunnsami og elskuríki Guð, fyrir líf- ið, fyrir vorið í sál okkar og um- hverfi með tilhlökkun og eftirvæntingu vegna sumarsins sem koma skal og kemur alltaf aftur og aftur. Við þökkum þér fyrir að vaka yfir okkur í vetur og sleppa ekki hendi þinni af okkur. Haltu áfram að blessa líf okkar og varðveita það í þér sem ert lífið sjálft. Blessaðu fólkið okkar allt og gefðu okkur að fá að upplifa æv- intýri og fegurð sumarsins og sam- skiptanna hvert við annað. Að fá að njóta daganna og björtu náttanna. Veittu þinni eilífu sum- arsins sælu, birtu og yl inn í sál okkar og líf og uppörvaðu okkur með anda þínum. Hjálpaðu okkur að nærast af nærveru þinni og þínu lífgefandi, kærleiksríka og friðgefandi orði. Leyfðu okkur ávallt að fá að dvelja í faðmi þín- um og fylgdu okkur eft- ir og leiddu í gegnum daginn hvern, hverja áskorun. Jafnt í gleði og raunum. Haltu áfram að þroska okkur og gera okkur þakklátari og heilli í þér. Forðaðu okkur frá slysum og hættum og hvers kyns sjúkdómum og óáran, illindum og leiðindum. Hjálpaðu okkur að létta lundina svo brúnin lyftist svo brosið hlýja og bjarta komist að. Brosið sem bræðir hjörtun. Gef að það mætti svo smit- ast frá hjarta til hjarta og við ná að upplifa fegurð og tilgang lífsins. Gef okkur að lifa alla daga allan ársins hring með vorið vistað í sál- inni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt sumar. Með kærleiks-, samstöðu- og frið- arkveðju. – Lifi lífið! Með vorið vistað í sálinni Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Guð gefi okkur að lifa alla daga allan ársins hring með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Gleðilegt sumar. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er val- inn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.