Morgunblaðið - 23.04.2021, Side 17

Morgunblaðið - 23.04.2021, Side 17
en meira en helmingur þeirra sem orðnir eru 84 ára búa ekki með maka. Fjármagnstekjur skipta mestu máli meðal þeirra aldurshópa sem eru nýkomnir á eftirlaunaaldur og fara heldur minnkandi eftir aldri eftir það. Mikilvægt er að fjármagnstekjur skiptast ójafnar milli einstaklinga en aðrar tekjur og því gefa meðaltöl verri vísbendingu um hópana í heild en gildir um aðrar tekjur. Á mynd 3 má sjá þróun á fjölda elli- lífeyrisþega og hvaðan þeir fá tekjur sínar. Frá 2009 til 2019 fjölgaði þeim um 44% og voru samkvæmt þessum tölum rétt tæplega 50.000 árið 2019. Myndin sýnir að þeim fjölgar mest sem einungis fá lífeyristekjur úr líf- eyrissjóðum. Þar er fjölgunin frá 2009 um 70% meðan þeim sem ein- ungis fá lífeyri frá Tryggingastofnun hefur fækkað um 34%. Fjölmennasti hópurinn eru þeir sem fá lífeyri bæði frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun en hlutfall þeirra af öllum lífeyr- isþegum hefur farið lækkandi á und- anförnum árum. Að mati Landssamtaka lífeyr- issjóða uxu lífeyrisgreiðslur á hvern lífeyrisþega (ellilífeyrir og makalíf- eyrir) að raungildi um 38% frá 2009 til 2019, meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 41%. Við slíka þró- un er viðbúið að sífellt meira sé um að lífeyrisgreiðslur (og aðrar tekjur) skerði greiðslur almannatrygginga. Það hefur lengi verið ásteytingar- steinn en fjallað verður nánar um það í seinni hluta greinarinnar. 1 Rétt er að halda því til haga að ég er einn af þeim. 2 Þjóðmál, tímarit um stjórnmál og menn- ingu, 15. árg, 3. hefti, haust 2019. 3 Eurostat. Atvinnuþátttaka 65 ára og eldri á Íslandi taldist 35,1% á síðasta ársfjórðungi 2019. Hún var næstmest í Eistlandi, 14,7%. » Það er ekki hægt að setja alla eldri borg- ara undir einn hatt því tekjur eru misjafnar og þær breytast eftir því sem fólk er eldra. Höfundur er skipulagsfræðingur. Heimild: Landssamtök lífeyrissjóða, tölur fyrir 2018 og 2019 eru áætlaðar. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 Við búum í sam- félagi þar sem það er orðið jafngilt að segjast vera góður og vera góður. Þar sem orð og athafnir þurfa ekki lengur að fara saman. Ef til vill er það ekki furða þegar landinu er stjórnað af stjórn- málamönnum sem lofa og svíkja á víxl og komast upp með það því land- inn er of meðvirkur til að breyta um og setja x-ið á annan stað. Sömu flokkar og hafa nú kross- brotið nánast hvert einasta kosn- ingaloforð eru líklegastir til að halda áfram í ríkisstjórn að kosn- ingum loknum og það er enginn sem blikkar auga yfir þessari vit- leysu enda erum við vön henni. Það er svo notalegt að vera í um- hverfi sem maður þekkir … eða hvað? Eins og stjórnmálamennirnir þá segjumst við öll vera góð og vera með þá persónumiðuðu stefnu að hugsa um aðra. Við myndum ekki vilja að um okkur spyrðist að við hefðum á nokkurn hátt stutt við þrældóm eða verið samþykk þrældómi en þó fyr- irfinnst vart sá Íslendingur sem ekki gerir það og það reglulega. Málið er að við erum búin að setja þann þrældóm í box, hann passar nefnilega svo einstaklega vel í svo-langt-í-burtu-að-ég-þarf- ekki-að-hugsa-um-það-boxið að þar höfum við ákveðið að geyma hann um ókomna tíð. Staðreyndin er sú, og þetta vitum við velflest, að draslið sem við kaupum okk- ur, allur óþarfinn sem flæðir upp úr innkaupapokunum og inn á heimilið okkar er ekki bara að gera okkur sjálf að þræl- um eigin neyslufíkn- ar heldur jafnframt halda kyndli að þeim ljóta og mannrétt- indalausa þrældómi sem viðgengst í fá- tækari löndum. Þrældómi sem við styðjum með því að kaupa okkur ódýr föt, raftæki og ýmsan varn- ing. Þegar starfsmaðurinn í raf- tækjabúðinni réttir okkur papp- írspokann með nýja farsímanum okkar þá fer um okkur sæluvíma því samfélagið okkar er svo um- hverfisvænt að það bannaði plast- poka. Við gleymum alveg að leiða að því hugann að innihaldið í pokanum er stútfullt af plasti og tækið sem við ætlum að fara að veifa um bæinn var búið til af fólki sem var á svo lágum launum að við getum ekki einu sinni gisk- að á upphæðina. Ef okkur yrði bent á það myndum við sjálfsagt réttlæta það með einhverju eins og „þau völdu að vinna“ þótt við vitum innst inni að þetta fólk á í raun engra kosta völ. Það er ekk- ert annað í boði fyrir það. Með því að kaupa draslið við- höldum við þessu ástandi. Við sköpum markaðinn fyrir þrælana og eignumst smám saman okkar eigin þræl með því að greiða fyr- ir vinnustundirnar hans. Þetta gerum við á meðan við tölum um hversu miklir stuðningsmenn Black Lives Matter í Bandaríkj- unum við erum og bönnum bækur sem innihalda orð eða boðskap sem búið er að stimpla sem ljót- an. Ef til vill eru öll þessi læti viðleitni okkar til að friðþægja fyrir skömmina innra með okkur, því sama hvað við reynum að horfast ekki í augu við það þá vitum við að við höfum rangt við. Lausnin er einföld: Hættum að kaupa drasl sem við þurfum ekki. Gerum við fötin okkar. Kaupum bara frá framleiðendum sem er staðfest að borgi mannsæmandi laun fyrir vinnuna sem fólkið vinnur. Hættum að eyða tíma í að rífast á netinu um ekki neitt og notum hann frekar í að rannsaka hvaðan vörurnar koma sem okkur vantar. Við gerum svo miklu meira gagn með því en að agnú- ast út í einhvern „fávita“ á netinu sem er ekki sammála okkur. Leggjum okkar af mörkum til að orð og athafnir samræmist og eyðileggjum þannig markaðinn þar sem þrældómur viðgengst. Þetta er í okkar höndum. Með sameiginlegu átaki frelsum við þrælinn. Eftir Hildi Sif Thorarensen »Er nóg að segjast vera góður eða þarf maður að gera eitthvað til að verða það? Hildur Sif Thorarensen Höfundur er verkfræðingur. hildursifgreinar@gmail.com Við eigum öll þræl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.