Morgunblaðið - 23.04.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Kortafyrirtækið Valitor hefur fengið
fjölda tilkynninga vegna svika sem
korthafar hafa lent í undanfarið. Þá
hafa korthafar fengið smáskilaboð
eða tölvupósta í nafni DHL og Pósts-
ins þar sem þeim er tjáð að pakki sé
á leiðinni til þeirra. Skilaboðunum
fylgir hlekkur og ef ýtt er á þann
hlekk er notandi beðinn um að færa
inn kortaupplýsingar. Þær upplýs-
ingar eru síðan misnotaðar og geta
einstaklingar staðið uppi með tölu-
vert fjárhagslegt tjón.
Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri í
markaðsdeild Valitors, segir ein-
földu skilaboðin til fólks vera að
smella ekki á hlekkina, sérstaklega
ef það á ekki von á pósti. Ekki eigi
undir nokkrum kringumstæðum að
gefa upp korta- eða persónuupplýs-
ingar á síðunni sem hlekkurinn teng-
ist. Enn fremur er mikilvægt að gefa
ekki upp öryggiskóða sem berst með
smáskilaboðum til að ljúka við
greiðsluna. Ef fólk eigi von á pakka
þá sé gríðarlega mikilvægt að lesa
skilaboðin vel, bera saman upphæðir
og gjaldmiðla til að ganga úr skugga
um að skilaboðin séu raunveruleg.
DHL á Íslandi sendir reikning á
heimabanka og notast við íslenska
mynt. Þá tekur Pósturinn við
greiðslu á staðnum og notar einnig
íslenska mynt.
Dæmi eru um að fólk hafi tapað
háum fjárhæðum vegna svika af
þessum toga. Hafi fólk brugðist við
skilaboðum og gefið upp öryggis-
kóða eigi það að hafa samband við
viðskiptabanka sinn eða Valitor og
einnig tilkynna svikin til lögreglunn-
ar. Vandi lögreglu er margþættur
vegna slíkra brota, sér í lagi þar sem
glæpamennirnir eru ekki á Íslandi
og búa stöðugt til nýjar slóðir til að
framkvæma svindlið.
sonja@mbl.is
Háar fjárhæðir tapast
AFP
Svik Margar tilkynningar um
kortasvik hafa borist undanfarið.
- Brýnt að bera
saman upphæðir ef
pakki er á leiðinni
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Húsvíkingar bíða nú spenntir eftir
því að sjá bæinn sinn sýndan á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni sem fer fram
aðfaranótt mánudags. Mikil stemn-
ing hefur myndast í bænum og
munu ljós lýsa í mörgum gluggum
fram eftir nóttu. Lagið Húsavík –
My Home Town úr Eurovision-
mynd Will Ferrells er tilnefnt til
verðlaunanna og var myndband við
lagið tekið upp á Húsavík um liðna
helgi.
Silja Jóhannesdóttir situr í stjórn
Húsavíkurstofu og segist finna fyrir
mikilli stemningu í bænum og til-
hlökkun. „Bæjarbúar fyllast ein-
hverri jákvæðni þegar eitthvað
svona skemmtilegt gerist. Það eru
allir að taka sig saman og taka þátt í
gleðinni,“ segir Silja.
Hún segir fólk vera vongott fyrir
verðlaunahátíðina en allir séu þó
búnir að stilla væntingum í hóf. „Það
er mikill sigur fyrir okkur hérna á
Húsavík að fá lagið tilnefnt,“ segir
Silja.
Hún segir að um liðna helgi hafi
bærinn fyllst af lífi þegar mynd-
bandið var tekið upp og söngkonan
Molly Sandén hafi veitt þeim mikinn
innblástur. Á mánudag var rauði
dregillinn, sem málaður hefur verið
á Garðarsbraut, opnaður með við-
höfn.
Veitingastaðir og fyrirtæki taka
þátt í gleðinni en verslunin Benna-
búð bauð upp á veglega afslætti í
vikunni og Veitingahúsið Salka
kynnti sérstakan Óskarsverðlauna-
matseðil. Matseðillinn er að sjálf-
sögðu með amerísku yfirbragði og
þar má finna til dæmis „Hollywood
hotwings“, Óskarsrif og L.A.-
kjúklingaopnu. „Við erum bara að
taka þátt í þessu verkefni og hvetj-
um alla til að gera slíkt hið sama,“
segir Guðrún Þórhildur Emilsdóttir,
eigandi veitingahússins. Salka
stendur einmitt við rauða dregilinn á
Garðarsbrautinni og stefna þau
einnig á að setja upp rauðan dregil
hjá sér fyrir helgina.
„Fjartí“ á mánudagsnótt
Vegna gildandi sóttvarnareglna
verður ekki hægt að halda eitt helj-
arinnar Óskarspartí í bænum en
Hjálmar Bogi Hafliðason, deild-
arstjóri í Borgarhólsskóla, segir að
hugmynd hafi komið upp um að
halda partí á netinu, svokallað
„fjartí“. Hjálmar var þó í óða önn að
skipuleggja partí í grunnskólanum á
mánudag þar sem myndbandið verð-
ur sýnt í heild sinni. Nemendur
Borgarhólsskóla lögðu hönd á plóg í
verkefninu en stúlkur í 5. bekk
sungu ásamt Sandén í myndband-
inu.
„Það er gríðarleg stemning í skól-
anum. Fólk að blístra lagið, hlusta á
lagið og þetta eflir sjálfsvitundina
svo mikið. Þetta efldi skólabraginn
þótt auðvitað hefðu fleiri nemendur
viljað taka þátt í myndbandinu,“
segir Hjálmar. Undanfarnar vikur
hafa verið söngsalir í skólanum og
þar var meðal annars tekið upp fyrir
þýska sjónvarpsstöð og íslenskar
sjónvarpsstöðvar. Því hafa allir
krakkarnir fengið að taka þátt í allri
Óskarsgleðinni á einn eða annan
hátt. Hjálmar finnur fyrir mikilli
spennu í bænum og hlakkar til að sjá
myndbandið á sunnudag. „Húsavík
verður númer eitt á Íslandi, í Evr-
ópu og heiminum á sunnudagskvöld.
Bær sem fólk veit ekki einu sinni að
er til,“ segir Hjálmar.
Húsavík
númer eitt
í heiminum
- Mikil stemning í bænum - Sigur
fyrir Húsavík að fá lagið tilnefnt
AFP
Stemning Líf og fjör hefur verið í
bænum á Húsavík síðastliðna viku.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta eru stór verðlaun sem heiður
er að fá. Ég átti ekki von á að hljóta
þau. Margir góðir knapar eru í hópn-
um en mér gekk mjög vel,“ segir
Laufey Rún Sveinsdóttir frá Sauð-
árkróki sem var efst í keppni um
Morgunblaðsskeifuna sem er ein
helstu verðlaunin á Skeifudegi nem-
enda Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri.
Hestamannafélag nemenda,
Grani, efnir á hverju ári til keppni á
sumardaginn fyrsta og er keppt um
ýmis verðlaun. Fyrirkomulagið var
annað en venjulega að þessu sinni
þar sem áhorfendur gátu ekki komið
í reiðhöllina á Mið-Fossum og var at-
burðinum því streymt á netinu.
Margir verðlaunaðir
Morgunblaðsskeifan er veitt þeim
nemanda sem nær hæstu meðal-
einkunn úr verklegum reiðmennsku-
prófum. Verðlaunin hafa verið veitt
árlega frá árinu 1957. Ellefu nem-
endur tóku þátt í keppninni í ár.
Laufey Rún fékk 9,1 í einkunn,
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir varð í
öðru sæti og Helga Rún Jóhanns-
dóttir í því þriðja.
Helga Rún varð efst í keppni um
Gunnarsbikarinn en hann er veittur
þeim nemanda sem hlýtur hæstu
einkunn í fjórgangi.
Elínborg Árnadóttir fékk
Eiðfaxabikarinn en hann er veittur
þeim nemanda sem hlýtur bestu ein-
kunn í bóklegum áfanga. Steindóra
Ólöf fékk ásetuverðlaun Félags
tamningamanna. Björn Ingi Ólafs-
son fékk Framfarabikar Reynis en
hann er veittur þeim nemanda sem
sýnt hefur mestan áhuga, ástundun
og tekið hvað mestum framförum í
reiðmennsku.
Skemmtilegur tími
Laufey Rún segist hafa stundað
hestamennsku frá því hún muni eftir
sér. Fjölskylda hennar er með hest-
hús á Sauðárkróki. Hún er á bú-
fræðibraut á Hvanneyri og lýkur
námi í vor. „Þetta hefur verið mjög
skemmtilegur tími, svolítið öðruvísi
út af ástandinu en það hefur ekki
truflað okkur mikið,“ segir Laufey.
Hún verður að vinna í Steinullar-
verksmiðjunni í sumar en hefur hug
á að temja og þjálfa hesta í frítíma
sínum. Hún segist vel geta hugsað
sér að vinna við hesta í framtíðinni,
alla vega sé áhuginn nægur.
Ljósmynd/Rósa Björk Jónsdóttir
Knapar og hestar Þau unnu til verðlauna á Skeifudaginn á Hvanneyri, Björn Ingi Ólafsson, Elínborg Árnadóttir,
Helga Rún Jóhannsdóttir, Steindóra Ólöf Haraldsdóttir og Laufey Rún Sveinsdóttir.
Temur og þjálfar
hesta í frítíma sínum
- Laufey Rún Sveinsdóttir vann Morgunblaðsskeifuna
Skeifuhafinn Laufey Rún Sveinsdóttir var vel ríðandi á Skeifudegi
hestamannafélagsins Grana sem fram fór í reiðhöllinni á Mið-Fossum.