Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 10
FERÐALÖG 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 gangandi og alltaf var eitthvað nýtt að sjá og upplifa. Nýir gígar höfðu opnast, aðrir höfðu lognast út af og hraunbreiðan stækkaði ört. Allt í einu hafði hraun runnið yfir göngustíginn sem aðeins örfáum dögum áður hafði verið iðandi af fólki. Sífellt voru ný sjónarhorn; aftur og aftur sat maður agndofa og fann hitann frá hrauninu. Í fjórða sinn ákvað blaðamaður að hann þyrfti að skella sér í þyrluflug og skrásetja það rækilega í máli og myndum fyrir Morgunblaðið. Hringt var í ungan flugmann, Armas Nökkva Salsola, sem flýgur fyrir þyrlu- fyrirtækið Heli Austria. Armas tók vel í þá beiðni blaðamanns að fá að sitja í eina ferð, enda stundum eitt sæti laust sem ekki selst. Það var því glaður blaðamaður sem brunaði Krýsuvíkur- veginn á þriðjudaginn var í blíðskap- arveðri til fundar við þyrluna. Skyldleikinn uppgötvast Á bílaplaninu beið hafnfirsk fjöl- skylda, spennt að komast að gosinu. Hjónunum Garðari Hannessyni og Jóhönnu Gísladóttur, báðum á níræð- isaldri, hafði verið boðið í flug af dætrunum Björk og Lindu Garðars- dætrum. Starfsmaður Heli Austria raðaði fólkinu faglega um borð þar sem Armas sat glaðlegur við stýrið og heilsaði. Þegar allir voru spenntir í beltin, með grímu og heyrnartól, tókst þyrlan á loft og sveif mjúklega í átt að gosinu. Brátt mátti sjá reykinn milli fjalla og svo blasti dýrðin við; gígar í röðum, hraun og sjóðandi heit frussandi kvika. Armas tók smá útsýnisflug yfir og lenti svo fimlega. Við bröltum út úr þyrlunni og horfðum yfir dýrðina. Hjónin höfðu eitt sinn séð Heklu- gos, en aldrei áður farið í þyrlu. „Það er æðislegt; mig hefur alltaf langað að fara í svona litla vél,“ segir Jóhanna. Dæturnar höfðu heldur ekki áður farið í þyrlu. „Ég lokaði augunum, ég var smá hrædd. Ég tók nokkrar myndir en lokaði svo augunum,“ segir Björk og hlær. Hvernig finnst ykkur að sjá gosið? „Meiriháttar, stórkostlegt. Það er gaman að hafa komist þetta; ekki seinna vænna,“ segir Linda. Armas og Jóhanna spjalla heil- mikið og við hin förum að forvitnast um umræðuefnið. Komið hafði í ljós að þau væru náskyld. „Langafi hans og pabbi minn voru bræður,“ segir Jóhanna. „Það þurfti eldgos til að komast að þessu!“ segir Linda og hlær. Erfitt að slíta fólk frá Þyrluflugmaðurinn Armas er 27 ára Hafnfirðingur, sonur gullsmiðanna þekktu Siggu og Timos. Hann var orðinn þyrluflugmaður 21 árs, árið 2015, og veit fátt skemmtilegra. Blaðamaður rölti með honum niður að hrauni þar sem hann náði í glænýj- an hraunmola fyrir elsta farþegann, hinn 87 ára Garðar. Á meðan tókum við tal saman. „Ég tók einkaflugmanninn sautján átján ára. Það eru flugmenn í fjöl- skyldunni og bróðir mömmu er í Gæslunni. Mér fannst þetta allt mjög spennandi þannig að það má segja að flugið hafi verið draumur minn snemma,“ segir Armas, sem starfar í dag hjá Heli Austria Iceland, en fyrirtækið er austurrískt og starfar mikið í Mið-Evrópu. „Ég hef verið að vinna fyrir þau á Grikklandi síðustu tvö sumur, að ferja ferðamenn á milli eyjanna. Það er ótrúlega gaman að fljúga,“ segir Armas og segir nú ríkja gósentíð fyr- ir þyrluflugmenn. Hann viðurkennir að það sé brjálað að gera. „Maður hefði næstum þurft smá aðlögun,“ segir Armas og hlær. „Það hefur ekki verið mikið að gera síðustu mánuði og svo allt í einu springur allt. En það er frábært, bæði fyrir fyrirtækin og okkur flug- menn. Ég er búinn að fara yfir hundr- að ferðir síðan gosið hófst. Í hverri ferð eru fjórir til fimm farþegar þannig að þetta eru mörg hundruð manns sem ég hef flogið með að gos- inu,“ segir hann. „Ég kom hingað strax á fyrsta degi og hef flogið næstum daglega, með smá pásum. Gosið hefur breyst svo mikið og það er orðið alveg svakalega stórt miðað við hvernig þetta var í byrjun,“ segir Armas en hann er að upplifa sitt fyrsta eldgos á ævinni. „Ég var enn að læra þegar gaus í Holuhrauni. Ég missti af því og er bú- inn að bíða spenntur. Þetta er alveg magnað,“ segir Armas og segir far- þega yfirleitt mjög þægilega. „Farþegar eru yfirleitt nokkuð ró- legir. Erfiðast er kannski að slíta þá frá gosinu, enda er auðvelt að gleyma sér við að horfa á það. En ég hef þol- inmæði fyrir því,“ segir hann og er greinilegt að honum finnst gaman í vinnunni; hann er sannarlega í draumadjobbinu. „Já, þetta er ekki sem verst!“ segir Armas og bendir á eldspúandi eld- fjöllin í Geldingadölum. „Þetta er ágætis skrifstofa!“ Þyrluflug er hentugt fyrir þá sem ekki komast gangandi að gosinu og fyrir alla þá sem vilja leyfa sér smá munað.Armas tekur sig vel út við stýrið. Útsýnið úr þyrlu er engu líkt. Þar fær maður sjónarhorn fuglsins fljúgandi og sér vel yfir allt svæðið. Vel mátti sjá kvikuna skjótast upp úr gígunum með látum. Kauptu næluna á blarapril.is Einhverfa er alls konar Ég á erfitt með að tilfinningar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.