Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021
„Ég hafði oft hugsað um að binda enda á Prinsinn
þannig að í raun var þetta gott tækifæri. En ég hef
samt alveg leyft honum að lifa að hluta. Ég hef ver-
ið að gera músík, taka eitt og eitt gigg og er enn í
samstarfi við frábæra listamenn um alls konar
verkefni,“ segir Svavar, öðru nafni Prins Póló.
Morgunblaðið/Ásdís
H
ann gengur undir listamanns-
nafninu Prins Póló en heitir
fullu nafni Svavar Pétur Ey-
steinsson. Og þótt hliðarsjálfið
sé Prinsinn er maðurinn sem
situr á móti blaðamanni með kaffibollann sinn
enginn prins. Hann er venjulegur fjölskyldu-
faðir, eiginmaður, bulsuframleiðandi, ferða-
þjónustubóndi, listamaður og nemi í ljós-
myndun. Sem lenti í því að krabbamein bankaði
upp á.
Veikindin urðu til þess að Svavar lagði kór-
ónuna á hilluna en tónlistin er þó aldrei langt
undan. Annað slagið dustar hann rykið af gull-
kórónunni úr pappa og skellir á höfðuðið, en
þessa dagana á ljósmyndun hug hans allan. Já,
og grafísk hönnun, myndlist, Havarí og síðast
en ekki síst fjölskyldan.
Svavar hefur áður ekki viljað tjá sig opinber-
lega um veikindi sín, en segist nú tilbúinn.
Hann hefur sætt sig við orðinn hlut og nýtur
dagsins sem aldrei fyrr.
Heillaðist af pönki
Svavar er Breiðhyltingur og sleit þar barns-
skónum, en sumrunum eyddi hann austur á
fjörðum í sveit hjá afa sínum og ömmu.
„Ég fæddist í Bökkunum en flutti fimm ára í
Hólana þar sem mamma og pabbi byggðu hús.
Það var dásamlegt að alast þarna upp, í hverfi
sem var að fæðast,“ segir Svavar og segir að
sköpunarþörfin hafi snemma farið að segja til
sín.
„Ég hafði gaman af því að teikna og var kom-
inn í kvikmyndagerð tíu, tólf ára, en pabbi átti
átta millimetra vél sem við frændur fengum
lánaða. Við tókum upp kvikmyndir og sendum
filmur í framköllum til útlanda. Þetta voru
leiknar myndir; morðsögur og alls konar,“ segir
Svavar og brosir.
List í ýmsu formi var í hávegum höfð á heim-
ilinu en faðir Svavars, eðlisfræðingurinn Ey-
steinn Pétursson, var liðtækur á ýmis hljóð-
færi. Móðir hans, Aldís Hjaltadóttir, er einnig
listræn.
„Mamma er tækniteiknari og bæði hún og
pabbi höfðu alltaf mikinn áhuga á list og tónlist.
Ég er alinn upp við klassíska tónlist og pabbi
spilaði á harmóniku og píanó og söng mikið.
Það var til nóg af hljóðfærum á heimilinu til að
grípa í og ég var mikið að glamra,“ segir Svavar
og segist hafa lært á gítar í tvo vetur.
„Svo hélt ég bara áfram að glamra. Ég heill-
aðist mest af pönki til að byrja með, þar sem
sköpunargleði og drifkraftur ræður ríkjum,“
segir hann og segist hafa hlustað á íslenska ný-
bylgju og Sex Pistols sem unglingur.
Ég er fæddur alkóhólisti
Svavar segist hafa farið í uppreisn á unglings-
árunum en hann byrjaði snemma að drekka.
„Ég var mjög friðsæll fram að unglings-
árunum, en þau ár voru frekar erfið. Ég var
aldrei feiminn krakki; frekar opinn, en lokast
mjög á unglingsárunum. Það var ekkert sem
kom fyrir mig; ég kem úr mjög vernduðu um-
hverfi, alinn upp af umhyggjusömum foreldrum
og það voru engin vandamál í kringum mig. En
ég lokaðist bara á þessum tíma. Ég og vinir
mínir fórum saman í uppreisn; gegn skólanum,
foreldrum og umhverfinu. Við byrjuðum ungir
að drekka og fara að heiman, sem okkur fannst
voða sniðugt á þeim tíma. Við vildum vera sjálf-
stæðir og fannst við fullorðnir; fannst við mega
allt og geta allt og að allir aðrir væru hálfvitar.
Ég veit eiginlega ekki af hverju þessi umturnun
varð í mínu lífi, en eitthvað tengist það því að
byrja að drekka og það verða einhver hughvörf.
Ég fann fyrir áður óþekktu frelsi við það að
neyta áfengis og ég sótti þá í það aftur og aftur.
Svo varð það að lífsstíl og allt annað var kjaft-
æði,“ segir Svavar og segist fljótt hafa verið
farinn að drekka um hverja helgi.
Svavar segist hafa notað áfengi til að opna
sig en áttaði sig á því síðar að hann hafði í raun
verið að skvetta olíu á eld.
„Við drykkju jókst kvíðinn og þá drakk mað-
ur meira, þannig að þetta varð vítahringur. Í
dag væri litið á þetta sem alvarlegt vandamál
en í þá daga komust krakkar upp með þetta,“
segir hann.
„Ég held ég sé fæddur alkóhólisti og hvaðan
það kemur veit ég ekki. Það er ekki alkóhólismi
í minni fjölskyldu og ég er ekki alinn upp við
áfengi. En mér fannst áfengi rosalega spenn-
andi og alveg frá því ég var lítill hafði ég gíf-
urlegan áhuga á öllu sem tengdist því. Að hella í
sig um helgar varð svo hluti af lífinu alveg fram
yfir þrítugt. Ég var alltaf í einhverju partí
Ég er ekki í óttanum
Prins Póló þekkja flestir, enda þjóðþekktur tónlistarmaður sem glatt hefur landann með óvenjulegri tónlist og skemmtilegum
textum. Prinsinn, sem heitir Svavar Pétur Eysteinsson, greindist í árslok 2018 með fjórða stigs krabbamein í vélinda og lagði
hann þá kórónuna á hilluna. Svavar er þó síður en svo búinn að leggja árar í bát og vinnur jöfnum höndum að myndlist,
ljósmyndun og tónlist.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’
Það er ekki alkóhólismi í
minni fjölskyldu og ég er ekki
alinn upp við áfengi. En mér
fannst áfengi rosalega spennandi
og alveg frá því ég var lítill hafði
ég gífurlegan áhuga á öllu sem
tengdist því. Að hella í sig um
helgar varð svo hluti af lífinu al-
veg fram yfir þrítugt.
%