Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Qupperneq 17
það að koma sér á braut eyðileggingar ózonlagsins.
Tveir efnafræðingar hófu að rannsaka málið og sáu í
hvað stefndi. Á þessum tíma hafði enginn vís-
indamaður nokkurn áhuga á hamfarahlýnun enda
ekki komið að henni. Sem var nú eins gott, því mikið
var flogið fram og til baka á ráðstefnur og bifreiða-
framleiðsla gekk vonum framar og púströr þóttu
táknræn fyrir heilbrigð hestöfl í þjónustu mannkyns.
Enda þótti ekkert slíkt hafa neitt með það að gera
að heimurinn væri um það bil að fara að tortíma sjálf-
um sér tæpum þremur áratugum eftir seinni heims-
styrjöld, en nú með því að eyðileggja ózonlagið, sem
fæstir höfðu heyrt nefnt. Kjarnorkuváin var ekki
langt undan en varð þó að bíða um hríð vegna ózon-
óttans. Það sýnir best hversu ógnir við mannkynið
geta dulbúist vel, vegna þess að það sem ekki síst
stefndi heimsbyggðinni í glötun voru bæði spreybrús-
ar með svitalyktareyði og ísskápar heimilanna og
aðrar gerðir kælitækja!
Fréttamenn, sem eiga að vera öryggisventill og
upplýstir gagnrýnendur lýðsins, eru jafnan hinir
fyrstu sem hoppa á vagna heimsenda, eigi þeir leið
fram hjá þeim. Þeir sviku ekki ózonlagið frekar en
annað. Ózonlagið var í mörg ár fyrsta og síðasta lagið
fyrir og eftir fréttir allra þeirra fjölmiðla sem vildu
láta taka sig alvarlega. Það tekst þeim reyndar iðu-
lega, þótt baráttuefnin verði stundum hálfgerð að-
hlátursefni síðar meir. En þá eru hinir vökulu varð-
menn fyrir löngu komnir annað.
Pínlegur heimsendir
En vísindaheimurinn komst smám saman í ákveðin
vandræði með ózonlagið og endalok heimsins vegna
þess. Aðeins 14 eða 15 árum eftir að ógnunin mikla
var uppgötvuð og viðurkennd var haldin ráðstefna í
Montreal sem lauk málinu formlega með gildistöku
tveimur árum síðar.
Vísindamenn hafa síðan flykkst á ráðstefnur á
tveggja ára fresti eða svo til að taka stöðuna og sann-
færa sig um að „aðgerðaáætlun“ sem enginn utan
hópsins gæti vitað um hvað snýst, gangi vel. En sein-
ustu upplýsingar segja að „vandinn“ fari jafnt og þétt
minnkandi og að ózonlagið geti séð um sig sjálft, ef
það er orðalagið, upp úr árinu 2070 eins og það hafði
gert frá örófi alda, allt þar til 1973. Árið 2070 verða
allir þeir vísindamenn sem undanfarin 25 ár hafa far-
ið á stöðuráðstefnur um ózonlagið algjörlega hættir
því og flestir komnir í himnanna rann og því einkar
vel staðsettir til áframhaldandi eftirlits. Þessi heims-
endir tókst því vel. Það var spítt í hann verulegu fjár-
magni á meðan óttinn var bærilega áberandi. Í fram-
haldinu tók það heiminn nokkur ár að telja sér trú um
að í næsta kafla myndi hann allur farast í kjarnorku-
styrjöld. Voru víða byggð rammgerð virki neð-
anjarðar með löngum göngum til að bestu menn
mannkyns mættu hírast þar á meðan lýðurinn, sem á
ekkert gott skilið frekar en fyrri daginn, mátti brúka
svörtu heimilisregnhlífina sér til varnar á válegum
tíma.
Leyniruna á réttum stað
En Joe Biden hélt sem sagt fund með valdaspírunum
mestu um hamfarahlýnunina.
Nú er Biden sá maður sem vestan hafs á síðasta
orðið um að senda kjarnorkuflaugar með sprengju-
oddum í austurátt, og eins hversu langt. Það er í
rauninni mjög traustvekjandi að Joe Biden fari með
þetta vald og Hunter haldi í hönd hans. Í þeim fjöl-
mörgu kvikmyndum, þar sem þetta áhyggjuefni kem-
ur við sögu, þarf forseti Bandaríkjanna iðulega á
ögurstundinni stóru að stimpla inn talnarunu, sem
hann einn hefur lagt á minnið.
Og þeir sem hafa séð til Joe Bidens seinustu miss-
erin eru algjörlega sannfærðir um að sá endapunkt-
ur muni ekki verða mannkyninu að því fjörtjóni sem
ætla mætti. Best væri að leiðin að takkanum væri um
20 tröppur upp á við eða svo og þá ættu allir að vera
öruggir, og það jafnvel áður en Biden tekur að rifja
upp stafarununa, að þetta verður „happy end“ eins
og í fyrrnefndum myndum.
Þeir voru ólíkir forsetinn núverandi og fyrirrenn-
arinn því að Trump átti dálítið erfitt með að fara nið-
ur tröppur, svo þetta, eins og annað, gekk svona upp
og niður hjá þeim.
Duttu flestir í fjarfundastiganum
En fjarfundur valdamanna um hamfarahlýnun gekk
ekki snurðulaust fyrir sig og skilaði ekki miklu þótt
leiðtogarnir læsu stuttan pistil um það hvernig hver
og einn ætlaði að bjarga heiminum undan steikjandi
hita framtíðar. Fundarboðendur sem og Douglas
Brinkley sagnfræðingur, sérfróður í bandarískri for-
setasögu, sögðu að vissulega hefði loftslagsráðstefna
Bidens verið, sem fjarfundur, sögulegur atburður.
En þeir viðurkenndu að á daginn kom að að jafnvel
valdamestu menn veraldar gætu lent í svipuðum
vanda og Jóna og Gvendur, en fjarfundabúnaður
leikur þau hjón iðulega grátt á veirutímum.
„Aldrei áður hefur verið stofnað til slíks alþjóðlegs
fundar á allra efsta þrepi þess,“ sagði Brinkley en
bætti þó við „að óneitanlega hafi verið með ólík-
indum hversu vanbúin tæknin hafi reynst til verks-
ins. Hvernig megum við ímynda okkur að við séum
fær um að leysa ógn hamfarahlýnunar þegar við
virðumst ófær um þá tækni að tengja helstu þjóð-
arleiðtoga veraldar saman til að funda um slíkt verk-
efni?“
Ógleymanlegur fundur
sem allir vilja gleyma
Opnunarræður Bidens forseta og Harris varaforseta
voru alteknar af vandræðalegum endurómi og berg-
máli svo hvert orð sem þau sögðu var endurtekið
a.m.k. í tvígang. Virtust upptökutæki og hátalarar
tengjast svo ólánlega að svo ankannalega fór.
Sérlega vandræðalegt var það svo þegar Blinken,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti Pútín for-
seta til sögunnar sem næsta ræðumann. En þá birt-
ist Macron forseti Frakklands á öllum skermum
þátttakenda og flakkaði svo í skiptum við Pútín inn
og út af skerminum og var til þess tekið að Pútín
mætti þessum „inn og út um gluggann“-dansi með
ískaldri þögn! Honum var ekki skemmt.
Ekki tók betra við þegar Xi Jinping forseti Kína
hóf mál sitt. Þá leið langur tími þar til túlkur tók að
snúa þeirri ræðu yfir á ensku svo upphafsræðan var
fyrir löngu farin hjá í hvert skipti þegar þýðingin
dúkkaði upp. Og ekki er líklegt að upplitið hafi verið
beysnara varðandi yfirfærslur á önnur tungumál.
Brinkley sagðist gera ráð fyrir að misheppnað
fyrirkomulagið eitt og sér yrði talið til þess fallið að
draga mjög úr líkum þess að nokkur árangur yrði
færður til bókar eftir þennan fund. „Það er auðvitað
þannig að fundir æðstu manna eru ætlaðir til óform-
legra funda þeirra, enda gerir enginn neitt með upp-
lesna ræðustúfa úr púlti. Út úr slíku kemur aldrei
neitt sem sætir tíðindum. En okkur ætti þó að vera
óhætt að segja að þessi fundur hafi sennilega verið
betri en enginn fundur!“
Morgunblaðið/Ásdís
25.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17