Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Síða 18
Ég hef lengi velt því fyrir mér hversvegna verslun eins og Attikk hafialdrei verið til hér á landi. Maður sér þetta víðast hvar annars staðar erlend- is og eru það alltaf búðirnar sem eru efstar á mínum ToDolista í utanlandsferðum,“ seg- ir Ýr og bendir á að Attikk sé bæði verslun og vefverslun sem selur hágæða notaðar hönn- unar og merkjavörur. Vörurnar flytja Ýr og fé- lagar inn eða selja í umboðssölu. Búðarferðir í uppáhaldi erlendis „London er uppáhaldsborgin mín og ekki aðeins vegna næturlífsins eða menningarinnar, heldur akkúrat vegna þess að þar leynist heill haugur af álíka verslunum og Attikk. Þegar ég fer utan þá sníð ég dagana mína í kringum versl- unarferðir í þessar búðir og ætlaði einmitt að kíkja áður en Covid19 tók fyrir allar utanlands- ferðirnar,“ segir Ýr. „Að vísu eru til verslanir á Íslandi sem selja notaðar flíkur og þar leynast stundum gersem- ar frá stórum vörumerkjum. Attikk hins vegar sérhæfir sig í sölu á þessum eftirsóttu vörum og tryggir að viðskiptavinir séu að kaupa ekta merkjavöru. Viðtökurnar hafa líka verið ótrú- lega góðar og margir hverjir sem labba inn til okkar lýsa yfir því hversu lengi þeir hafi beðið eftir þessum vettvangi. Það sem mér finnst best við Attikk er að þú getur bæði komið til okkar í leit að merkjavöru en þú getur líka loksins gefið merkjavörum nýtt líf án flækjustigsins sem fylgir því að selja merkjavöru sem einstaklingur á Facebook eða Instagram.“ Neyðin kennir naktri konu að spinna og þegar Ýr komst ekki utan í verslunarferðir vegna kórónuveirunnar stofnaði hún einfaldlega verslun á Íslandi. „Mér kom hugmyndin svo sem ekki beint í hug heldur var löngunin í ferðatakmörkunum sökum Covid19 svo mikil að ég fór að velta þessu svolítið mikið fyrir mér. Ég er ekki aðdá- andi þess að versla á netinu erlendis frá – þar leynist svo mikið af aukagjöldum þegar varan er komin til landsins og biðin getur verið svo löng. Svo getur það verið svo ótrúlega svekkjandi að fá vöruna loksins í hendurnar og þá kannski passar hún ekki.“ Allt gerðist mjög hratt Ýr heldur áfram: „Ég minntist þá á það í mat- arboði með fjölskyldunni hvað það vantaði svona verslun á Íslandi og viku seinna stofn- uðum við einkahlutafélag. Þetta fór úr ástríðu- fullu samtali um löngun mína í nýja Pradatösku yfir í fjármögnun, innkaup, skilmálagerðir, leigusamning, viðskiptaáætlanir og fleira á örfá- um dögum. Ég held að það hafi kannski liðið tvær vikur frá því að við stofnuðum fyrirtækið þangað til við vorum byrjuð að smíða og innrétta versl- unina á Laugaveginum. Það var tímafrekast af öllu, þrjóskan í okkur að vilja smíða allt sjálf frá grunni; afgreiðsluborðið, spegla og mátunar- klefa. Það var samt vel þess virði og kom út al- veg eins og við höfðum ímyndað okkur. Þetta gerðist allt rosalega hratt og varð mjög fljótt að raunveruleika. Ég og unnusti minn er- Louis Vuitton Musette Tango-töskuna fékk Ýr að gjöf. Elskar notaðar merkjavörur Umræða um nýja Pradatösku þróaðist út í það að Ýr Guðjohnsen Erlingsdóttir stofnaði verslunina Attikk fyrr á þessu ári en verslunin selur notaðar merkjavörur. Ýr sem er aðeins 21 árs var vön að kaupa notaðar merkjavörur erlendis áður en kórónuveiran skall á og saknaði þess fara í svipaðar verslanir hérlendis. Guðrún Selma Sigurjónsdóttirgudrunselma@mbl.is Ýr í Burberrygollu við buxur sem hún keypti í Hjálpræðishernum. Taskan er notuð frá Fendi og fékk Ýr hana í tvítugsafmælisgjöf. Dragtin er í miklu uppáhaldi hjá Ýr en hún keypti hana notaða í Hjálpræðis- hernum. Við dragtina er hún með tösku frá Prada sem kærasti Ýrar keypti í AT- TIKK og gaf henni í afmælisgjöf. Gallabuxurnar eru vintage Levi’s 501 buxur keyptar í London. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 TÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.